Síða 1 af 2

Uppgerð á Toyotu Corollu, helling af myndum á síðu 2 18/01

PósturSent inn: 20 Feb 2007, 21:45
af Óli Þór
Jæja, fyrst svona 15-25 ára dálkur er kominn þá ætla ég að skella inn 20 ára gömlu toyotunni minni.
Keypti þennan í haust og hefur verið í hægri yfirhalningu. Boddý var farið að láta á sjá, þá sérstaklega sílsar og afturgafl. Kram er í nokkuð góðu lagi, bíllinn allavega keyrir..hehe.
Búinn að skipta um afturdempara, kúplingu, balancestangarenda ofl smotterí. Búið að er að riðbæta afturgafl að mestu.

Svona var hann þegar ég fékk hann
Mynd
Mynd
Mynd
Vel skítugur þegar ég náði í hann. (takk elías :lol: )

Hérna er hann kominn inn, verið að skipta um olíu á mótor, taka sílsakitt af, skoða ryð ofl
Mynd
Mynd
Mynd
Innrétting í nokkuð góðu lagi 8)
Mynd
Prufuðum aðeins að massa upp afturbrettið. það varð rautt, hehe. En bíllinn verður heilmálaður.
Mynd[/quote]

Mynd
Mynd
Búið að sandblása kantinn kringum afturrúðu og þarf að ryðbæta þar
Mynd
Komin bót fyrir þetta gat
Mynd
Lalli Yfir suðumaður að slípa
Mynd
Mynd
Jæja, búið að festa þetta
Mynd
Mynd
Mynd
Langt kominn með að taka hljóðeinangrunina úr
Mynd
Og svo er þetta það sem koma skal. Verður allt tekið í gegn
Mynd
Mynd
Mynd[/quote]

Stefnan var að komast á rúntinn í sumar, en það verður ólíklegt, en vonandi :P

PósturSent inn: 20 Feb 2007, 21:54
af Gunnar Örn
Stórgaman að þessu framtaki, við þurfum að passa svona bíla, voru ansi vinsælir á sínum tíma.
En því miður voru margir af þessum vögnum tættir í varahluti fyrir norðdekk flokkin í rallýinu.
Ég held að það hafi verið lukka að finna einn sem ekki er búið að rífa úr innréttinguna.

PósturSent inn: 20 Feb 2007, 22:05
af Óli Þór
Gunnar Örn skrifaði:Stórgaman að þessu framtaki, við þurfum að passa svona bíla, voru ansi vinsælir á sínum tíma.
En því miður voru margir af þessum vögnum tættir í varahluti fyrir norðdekk flokkin í rallýinu.
Ég held að það hafi verið lukka að finna einn sem ekki er búið að rífa úr innréttinguna.


Hehe, satt er það. En það er nú eitthvað af þessum bílum til, um 20 stk þar af um 6 rallarar, líklega um 5 á götunni, og ábyggilega aðrir 5 í uppgerð og svo nokkrir á víðavangi.

En ég væri til í myndir af charade-inum þínum, emailið mitt er olithor@gmail.com er mikill aðdáandi þessara bíla

PósturSent inn: 18 Sep 2007, 19:07
af Haddi
hvernig gengur með bíllinn óli ???

PósturSent inn: 25 Sep 2007, 12:03
af Óli Þór
Haddi skrifaði:hvernig gengur með bíllinn óli ???


Tja, ekkert sem gerðist í sumar, var að ná í hann úr geymslu um síðustu helgi. búinn að fá á hann frambretti og ýmislegt annað.
stefnum á að klára ryð í vetur
En hver ert þú Haddi? er þetta Haddi rally kall?

PósturSent inn: 25 Sep 2007, 19:00
af Haddi
ja ég er í rally er í servis hjá petri og heimir...

PósturSent inn: 26 Sep 2007, 07:56
af Óli Þór
Haddi skrifaði:ja ég er í rally er í servis hjá petri og heimir...


ok, þá er þetta sá Haddi sem ég hélt..hehe

En þú átt nú einn svona, á aldrei að byrja á honum? :wink:

Re: Uppgerð á Toyotu Corollu

PósturSent inn: 18 Feb 2008, 20:43
af Óli Þór
Jæja, höfðu einhverjir hér áhuga á þessu dóti
uppfærsla síðasta árs og það sem af er þessu

Hérna er búið að hnoðbora úr hluta af millibilinu milli farþegarýmis og skotts
Mynd
Hérna er stykkið sem var hnoðborað úr
Mynd
Búið að pússa meiripartinn þarna eftir suðuvinnu
Mynd
Búinn að rétta botninn að mestu, eitt ryðgat þarna sem þarf að laga
Mynd
Gluggastykkið orðið mjög gott
Mynd
Mynd
Mynd
Aftari sílsarnir
Mynd
Og aftur inní bíl, leiðinlegt ryð þarna
Mynd
Gummi að slípa suðu
Mynd
Mynd
Búið að laga demparafestingu
Mynd
gormaskálin
Mynd
Gaflinn að verða tilbúinn, eftir mikið puð
Mynd
Mynd
Mynd
Verið að smíða sílsana
Mynd
Mynd

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Þessi var keyptur í varahluti
Mynd

Jæja, góð helgi liðin. Ryð lagað, meira ryð fundið í staðinn. Þetta er langt og strangt verkefni en þetta er líka gaman og fræðandi.
Hérna er búið að skera úr ryð fyrir neðan gormaskál V/M
Mynd
Mynd
Og hérna er búið að setja nýtt í
Mynd
Mynd
Mynd
Svo var farið í að laga innrabyrði ofaná gormaskál
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Svo er þetta sem koma skal...
Mynd
Ég fékk að fjarlægja smá ryð, gafst þó ekki tími til að smíða nýtt í þetta um helgina
Mynd
Svo var einnig skipt um drif, öxla, bremsudiska og klossa að aftan. Ég fór í kvöld og skipti um bremsudiska að framan og tók bremsudælur af og ætla að liðka þær og gera fínar fyrir næstu ryðbætingarhelgi.
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Jæja, Helgin var ágæt, hefðum samt viljað klára grindina að aftan, en þetta var verra en við héldum, en við gáfumst ekki upp, skárum bara og skárum þangað til við kláruðum það.

Þetta var svona fyrir helgina

Mynd
En var svo orðið svona eftir helgina
Mynd
gormaskál og grind er orðið svona, Búið að losna við allt ryð, á eftir að pússa yfirborðsryð og bæta.
Mynd
Urðum að fletta hluta af stífuturninum frá grindinni til að komast betur að hinu rammíslenska ryði
Mynd
Innri síls langt kominn, en þó aðeins eftir
Mynd
(ryðið þarna fyrir neðan var svo tekið)
Mynd
Gummi að skemmta sér mikið við þetta
Mynd
Svo var gert helling af fleiru smotteríi, eins og að skipta um drifskaftsupphengju, ég ætlaði að skipta um innri og ytri stýrisenda en gleymdi mér í skemmtilegum ryðbætingum og svo var helgin búin.

Meira seinna.

PósturSent inn: 18 Feb 2008, 20:55
af Sigurbjörn
Flott klössun.
Gamall vinur minn átti einn svona og keypti hann nýjan,árgerð 1986 og átti til 1992.Sá bíll var rauður og svartur.Sá honum bregða fyrir í fyrra en hef ekkert séð þann bíl núorðið.Stundum velt því fyrir mér hvort hann sé enn til ?

PósturSent inn: 18 Feb 2008, 21:09
af Óli Þór
Sigurbjörn skrifaði:Flott klössun.
Gamall vinur minn átti einn svona og keypti hann nýjan,árgerð 1986 og átti til 1992.Sá bíll var rauður og svartur.Sá honum bregða fyrir í fyrra en hef ekkert séð þann bíl núorðið.Stundum velt því fyrir mér hvort hann sé enn til ?


Er það HZ 511? rauður að ofan svartur að neðan, með svörtu skotti kannski. sá bíll er til enþá, hálf rifinn inní skúr

Re: Uppgerð á Toyotu Corollu, UPPFÆRT fullt af myndum 18/2 0

PósturSent inn: 09 Mar 2008, 22:05
af Óli Þór
Það væri nú gaman fyrst að einhverjir hérna kannast við bílinn síðan hann var í Húnavatnssýslu athugi hvort að til séu myndir af honum síðan hann var þar

En jæja, tókum hálfa helgi núna, bara sunnudaginn. Náðum að gera meira en áætlað var og er það mjög gott

Kláruðum gormaskál H/M og settum þilið á milli skotts og farþegarýmis aftur í
löguðum ryðgat H/M í gólfi
Festum bílstjórastólsfestingu.
Næst er að klára innri sílsa, það ætti að hafast á einum degi, og þá er bíllinn nánast búinn að innan. Þá er hið magnþrungna verkefni ytri sílsar og afturbretti eftir. en það fær líklega að bíða þangað til næsta vetur

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Náum vonandi einni helgi í viðbót áður en rally vertíðin hellist yfir

Re: Uppgerð á Toyotu Corollu, UPPFÆRT fullt af myndum 18/2 0

PósturSent inn: 10 Mar 2008, 00:19
af Björgvin Ólafsson
Óli Þór skrifaði:Það væri nú gaman fyrst að einhverjir hérna kannast við bílinn síðan hann var í Húnavatnssýslu athugi hvort að til séu myndir af honum síðan hann var þar


Hvaða númer var á honum?

kv
Björgvin

Re: Uppgerð á Toyotu Corollu, UPPFÆRT fullt af myndum 18/2 0

PósturSent inn: 10 Mar 2008, 04:45
af Óli Þór
LF-259

Re: Uppgerð á Toyotu Corollu, UPPFÆRT fullt af myndum 18/2 0

PósturSent inn: 10 Mar 2008, 10:59
af Björgvin Ólafsson
Óli Þór skrifaði:LF-259


Kemur nýr til Akureyrar, annars er númera ferillinn hér:

05.02.1992 LF259 Almenn merki
24.11.1987 X6364 Gamlar plötur
06.10.1987 U4252 Gamlar plötur
05.06.1987 A11825 Gamlar plötur

kv
Björgvin

PósturSent inn: 10 Mar 2008, 11:46
af Guðbjartur
Þetta er rosalegt verkefni :shock:

En gaman að sjá að það sé verið að verðveita svona bíla.

Kv Bjartur