Hefur einhver séð þennan bíl óhreinan?

Sérhæfðara spjall um bíla sem eru 15 - 25 ára. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Hefur einhver séð þennan bíl óhreinan?

Pósturaf JBV » 30 Ágú 2007, 23:18

Ég spyr? Því ekki man ég eftir að hafa séð hann í því ástandi. Um er að ræða Mercury Topaz árgerð 1987 ekinn 181.xxx km. Eigandi þessa bíls hefur alla tíð farið afskaplega vel með hann. Og núna síðustu árin hefur bílnum ekki verið hleypt út í rigningu, hvað þá meira. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi í dag, að fá að skoða þennan Mercury Topaz, sem er einn af fáum bílum af þessari tegund sem eftir eru á landinu og næstum því ennþá haldið í þeirri mynd líkt og honum hafi verið ekið út úr verksmiðjunni í ,,gær"!! Myndirnar tala sínu máli:
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Gunnar Örn » 30 Ágú 2007, 23:21

það stendur nú í eigendahandbókum bíla að svona endist þeir best, en fyrr má nú rota en dauðrota 8)
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf JBV » 30 Ágú 2007, 23:53

Eigandinn, sem er kominn yfir sjötugt, segir að eina líkamsræktin sín sé að fara út í bílskúr og þrífa þennan bíl og sjæna reglulega. 8)
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf ADLERINN® » 31 Ágú 2007, 09:59

Topaz inn er svolítið merkilegur fyrir það að þetta er upphafið af þeim bílum sem eru framleiddir í dag hjá Ford fyrir USA markað.

http://en.wikipedia.org/wiki/Mercury_Topaz

Að öðru leiti er þetta ekkert merkilegur bíll, ég var svolítið í því að laga þessa bíla þegar að þeir voru nýir og þessir bílar voru alveg ótrúlega fljótir að verða gamlir og lélegir.

Þetta eintak er örugglega eina eintakið af þessum sem eftir eru í svona góðu ástandi.

En það var ágætt að keyra þessa bíla .
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf eyjok » 31 Ágú 2007, 17:31

Já þetta er nú della hjá mörgum eldri köllum að dekra svona við bílinn sinn og geyma inn í skúr osfrv sem mér finnst bara frábært,en það sem ekki er gull í dag er orðið verðmæti á morgun og margur fornbíllinn orðið úr svona dekri.

Einn sem ég þekkti átti Mustang 65,með að stæstum hluta orginal lakki og einn 190E Benz 88 árg ekinn 3?.ooo og þetta var í fyrra.

Annar kall í götunni minni á Oldsmobile 198? fáránlega vel við haldið og nánast aldrei keyrður.

Þessir kallar eiga að fá fálkaorðuna að mínu mati. :D :D :D
eyjok
Mikið hér
 
Póstar: 67
Skráður: 26 Mar 2006, 19:30
Staðsetning: gott að búa í Kobbavogi

Pósturaf ADLERINN® » 31 Ágú 2007, 19:47

eyjok skrifaði:Já þetta er nú della hjá mörgum eldri köllum að dekra svona við bílinn sinn og geyma inn í skúr osfrv sem mér finnst bara frábært,en það sem ekki er gull í dag er orðið verðmæti á morgun og margur fornbíllinn orðið úr svona dekri.

Einn sem ég þekkti átti Mustang 65,með að stæstum hluta orginal lakki og einn 190E Benz 88 árg ekinn 3?.ooo og þetta var í fyrra.

Annar kall í götunni minni á Oldsmobile 198? fáránlega vel við haldið og nánast aldrei keyrður.

Þessir kallar eiga að fá fálkaorðuna að mínu mati. :D :D :D


Það er spurning hvort að klúbburinn stofni ekki bara orðuveitinganefnd sem myndi svo veita Fornbíla orður fyrir svona vel varveitta bíla. :lol:
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf gmg » 31 Ágú 2007, 22:52

ADLERINN skrifaði:
eyjok skrifaði:Já þetta er nú della hjá mörgum eldri köllum að dekra svona við bílinn sinn og geyma inn í skúr osfrv sem mér finnst bara frábært,en það sem ekki er gull í dag er orðið verðmæti á morgun og margur fornbíllinn orðið úr svona dekri.

Einn sem ég þekkti átti Mustang 65,með að stæstum hluta orginal lakki og einn 190E Benz 88 árg ekinn 3?.ooo og þetta var í fyrra.

Annar kall í götunni minni á Oldsmobile 198? fáránlega vel við haldið og nánast aldrei keyrður.

Þessir kallar eiga að fá fálkaorðuna að mínu mati. :D :D :D


Það er spurning hvort að klúbburinn stofni ekki bara orðuveitinganefnd sem myndi svo veita Fornbíla orður fyrir svona vel varveitta bíla. :lol:


Þetta er góð hugmynd :wink:
Mercedes Benz 280 SE w108 V8 3.5 árg ´72 R-71
Jaguar XJS 3.6 árg. 1989 GMG
BMW 735i árg. 1989

Gunnar Már Gunnarsson
Notandamynd
gmg
Alltaf hér
 
Póstar: 199
Skráður: 01 Apr 2004, 15:43
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf JBV » 31 Ágú 2007, 23:57

Þess má geta, að þessi Mercury Topaz er til sölu. Leggur núverandi eigandi uppúr því að bíllinn komist á ,,gott" heimili.
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf eyjok » 01 Sep 2007, 20:23

Það er spurning hvort að klúbburinn stofni ekki bara orðuveitinganefnd sem myndi svo veita Fornbíla orður fyrir svona vel varveitta bíla.



Ekki spurning [4
eyjok
Mikið hér
 
Póstar: 67
Skráður: 26 Mar 2006, 19:30
Staðsetning: gott að búa í Kobbavogi

Pósturaf gmg » 02 Sep 2007, 01:53

JBV skrifaði:Þess má geta, að þessi Mercury Topaz er til sölu. Leggur núverandi eigandi uppúr því að bíllinn komist á ,,gott" heimili.


Ekki það að ég hafi áhuga á þessum bíl, en þá langar mig að vita hvað eigandinn vill fá fyrir svona bíl, veistu það Jón Birgir ?
Mercedes Benz 280 SE w108 V8 3.5 árg ´72 R-71
Jaguar XJS 3.6 árg. 1989 GMG
BMW 735i árg. 1989

Gunnar Már Gunnarsson
Notandamynd
gmg
Alltaf hér
 
Póstar: 199
Skráður: 01 Apr 2004, 15:43
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf JBV » 03 Sep 2007, 21:59

gmg skrifaði:
JBV skrifaði:Þess má geta, að þessi Mercury Topaz er til sölu. Leggur núverandi eigandi uppúr því að bíllinn komist á ,,gott" heimili.


Ekki það að ég hafi áhuga á þessum bíl, en þá langar mig að vita hvað eigandinn vill fá fyrir svona bíl, veistu það Jón Birgir ?


Sanngjarnt verð fyrir báða aðilla.
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík


Fara aftur á Bílar 15 - 25 ára

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur