Supra í uppgerð.

Sérhæfðara spjall um bíla sem eru 15 - 25 ára. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Supra í uppgerð.

Pósturaf Fróðleiksfús » 19 Apr 2008, 17:55

Jæja þá er ég búinn að ná mér í Supru, reyndar ekki það body sem ég var að leita að heldur næsta á eftir, MK III, maður getur bara ekki verið mjög pikky þegar maður fær svona dót gefins, þessi sem ég er með er búinn að standa á Geymslusvæðinu í Kapelluhrauni í ca. 6 ár, hún er ´87 módel og á því 4 ár í fornbílinn, ég er ekkert að stressa mig neitt á því að koma henni á götuna.

Hérna er hún á Geymslusvæðinu:

Mynd


Ég fékk Rúnar til að flytja hana fyrir mig heim í skúr:

Mynd


Mynd


Hér er hún komin heim:

Mynd
Síðast breytt af Fróðleiksfús þann 21 Apr 2008, 23:04, breytt samtals 1 sinni.
Notandamynd
Fróðleiksfús
Alltaf hér
 
Póstar: 111
Skráður: 13 Sep 2007, 22:04
Staðsetning: Fosnvåg, Norge.

Pósturaf Fróðleiksfús » 19 Apr 2008, 18:06

Hún er vélarlaus, vélinn var víst hent einhverntíma, það fór heddpakkning og vélin var rifinn úr og átti að fara í viðgerð, svo lenti hún á einhverju flakki og var á endanum hent.

Smá fróðleikur um Suprur, Supran var framleidd frá 1979 til 2002 og var fyrst einskonar betri útgáfa að Celicunni, þá hét hún Toyota Celica Supra, supran var lengri og breyðari en celican og var með 6 cyl.línu mótor en celican með 4 cyl. þegar 3ja kynnslóð suprunar kom þá hætti hún að bera celicu nafnið, celican varð þá framdrifinn en supran hélt afturhjóladrifinu.
Supran byggir á fyrsta GT-innum sem Toyota smíðaði, sem hét 2000 GT, það finnast mér einkar sexý bílar, hann lítur útfyrir að vera á flegiferð þegar hann stendur kyrr, svo er hann bara svo flottur eitthvað, situr alveg á afturhjólunum.

Mynd af 2000 GT:

Mynd
Notandamynd
Fróðleiksfús
Alltaf hér
 
Póstar: 111
Skráður: 13 Sep 2007, 22:04
Staðsetning: Fosnvåg, Norge.

Pósturaf ADLERINN® » 19 Apr 2008, 21:09

Gangi þér vel með þetta [8

Hvað komu margir svona eins og þessi til landsins ?
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Gunnar Örn » 20 Apr 2008, 07:49

Áttu rellu í hann eða vantar þig?
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Fróðleiksfús » 20 Apr 2008, 07:58

Takk fyrir Adler, ég veit ekki hvað margir svona komu hingað, það var einhver handfylli, en það kom enginn þeirra á vegum umboðsins, allt saman flutt inn notað af einkaaðilum, minn kenur frá þýskalandi.

Og Gunnar, nei ég á ekki relluna í hann, en það er hægt að fá orginal mótorinn fyrir lítið í Bandaríkjunum, eitthvað milli 500 og 800 $ úti.
Veistu annars um einhvern sem á í hann ?
Síðast breytt af Fróðleiksfús þann 25 Apr 2008, 23:08, breytt samtals 1 sinni.
Notandamynd
Fróðleiksfús
Alltaf hér
 
Póstar: 111
Skráður: 13 Sep 2007, 22:04
Staðsetning: Fosnvåg, Norge.

Pósturaf Fróðleiksfús » 21 Apr 2008, 23:11

Það var aðeins rifið úr um helgina, ég er svona hálfnaður með að rífa innan úr henni, ég bjóst nú satt að segja við verri að komu, meira af ryði og drullu, mér fannst hún nokkuð heil bara.

Mynd


En bæði frambretin eru ónýt.

Mynd[img]

Svo ein svona blikkandi.

Mynd[/img]
Notandamynd
Fróðleiksfús
Alltaf hér
 
Póstar: 111
Skráður: 13 Sep 2007, 22:04
Staðsetning: Fosnvåg, Norge.

Pósturaf ADLERINN® » 22 Apr 2008, 00:44

Þetta virðist bara vera mjög góður gripur sem þú nældir þér í þarna. :wink:
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Björgvin Ólafsson » 22 Apr 2008, 01:44

ADLERINN skrifaði:Þetta virðist bara vera mjög góður gripur sem þú nældir þér í þarna. :wink:


Ég reyni nú sjaldan að vera neikvæður, en mér finnst þetta hvorki flottur bíll né góður gripur!!

Það er ekki svo að ég sé að slá þig út af laginu og ég óska þér alls hins besta í uppgerðinni á þessu fák - enda án efa persónulegar ástæður fyrir því að þú valdir slíkan bíl 8)

Bestu kveðjur

Björgvin
Notandamynd
Björgvin Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 340
Skráður: 02 Apr 2004, 09:33
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Fróðleiksfús » 22 Apr 2008, 07:53

Já það eru bara sérvitringar sem fá sér Supru, þær eru ekki allra, sumir segja að þær séu hvorki fugl né fiskur, þær voru aldrei "best of the bunts".
Notandamynd
Fróðleiksfús
Alltaf hér
 
Póstar: 111
Skráður: 13 Sep 2007, 22:04
Staðsetning: Fosnvåg, Norge.

Pósturaf Björgvin Ólafsson » 22 Apr 2008, 11:00

Fróðleiksfús skrifaði:Já það eru bara sérvitringar sem fá sér Supru, þær eru ekki allra, sumir segja að þær séu hvorki fugl né fiskur, þær voru aldrei "best of the bunts".


hehe, erum við ekki allir sérvitringar :roll: :?: :lol:

kv
Björgvin
Notandamynd
Björgvin Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 340
Skráður: 02 Apr 2004, 09:33
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Fróðleiksfús » 22 Apr 2008, 12:05

Jú jú og hverjum þykir sinn "fugl" fagur.
Notandamynd
Fróðleiksfús
Alltaf hér
 
Póstar: 111
Skráður: 13 Sep 2007, 22:04
Staðsetning: Fosnvåg, Norge.

Pósturaf ADLERINN® » 22 Apr 2008, 12:41

Björgvin Ólafsson skrifaði:
Fróðleiksfús skrifaði:Já það eru bara sérvitringar sem fá sér Supru, þær eru ekki allra, sumir segja að þær séu hvorki fugl né fiskur, þær voru aldrei "best of the bunts".


hehe, erum við ekki allir sérvitringar :roll: :?: :lol:

kv
Björgvin


Hver á sínu sviði :wink:

Ég fagna öllum þeim sem geta séð út fyrir rammann og fundið sig í öðru en þessum Ameríku hrepps bílum.

Ég er svo heppinn að geta fengið áhuga þessu öllu sama hvaðan það kemur og þegar á allt er litið þá er það áhuginn á bílum og bíl tengdum hlutum af öllum tegundum og gerðum sem gera klúbbinn litríkan og sterka heild alls áhugafólks um varðveislu og söfnun á þeim menningar verðmætum sem að faratæki liðins tíma eru.

Punktur.
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Fróðleiksfús » 23 Apr 2008, 00:24

Er að bíða eftir greiðsluseðlinum. :wink:
Notandamynd
Fróðleiksfús
Alltaf hér
 
Póstar: 111
Skráður: 13 Sep 2007, 22:04
Staðsetning: Fosnvåg, Norge.

Pósturaf Fróðleiksfús » 28 Sep 2008, 10:21

Það er alltaf gaman að fá pakka með póstinum, ég er búinn að fá þá body hluti sem mig vantaði og líka það sem vantaði í innrétinguna, sá pakki kostaði 163 pund, og bíður nú heima hjá vini mínum í UK.

Mynd

Mynd

Mynd



Svo komu líka nýjir bremsu diskar með póstinum frá Ameríku. :)


Mynd
Gaui, F.B.Í. nr 3041.

Svona, svona Stumparnir mínir, það er nóg handa öllum.
Notandamynd
Fróðleiksfús
Alltaf hér
 
Póstar: 111
Skráður: 13 Sep 2007, 22:04
Staðsetning: Fosnvåg, Norge.

Pósturaf Gunnar Örn » 05 Maí 2009, 22:20

Hvernig gengur þetta verkefni?
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík

Næstu

Fara aftur á Bílar 15 - 25 ára

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron