Skoda Rapid 130

Sérhæfðara spjall um bíla sem eru 15 - 25 ára. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Skoda Rapid 130

Pósturaf ztebbsterinn » 15 Jún 2008, 00:55

Var að skoða þennan glæsivagn í dag
Hann er kirfilega falinn í skemmu á Bíldudal

Þetta er Skoda Rapid 130 5 gíra, gleymdi að kíkja eftir skráningarskýrteini fyrir árgerð

Ég var nú að vonast eftir meiri gullmola, en hann er ekki ekinn nema 44 þúsund samkvæmt mæli (gæti þó verið 144 þús).

Samkvæmt eiganda er bíllinn ekinn lítið og er búinn að standa þarna inni í nokkur ár, samkvæmt skoðunarmiða þá gæti það verið allt uppí 13 ár, nema sluxsað hafi verið á skoðun :wink:

Það er kominn svolítill krabbi í hann, en best að leyfa myndunum að tala sýnu máli:
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Sjáið þið hvernig skoðunarmiðinn tónar vel við litin á bílnum og sætisáklæðinu 8)
DeLorean "81
MB 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~~~~
Stefán Örn
Notandamynd
ztebbsterinn
Veit mikið
 
Póstar: 776
Skráður: 19 Jan 2006, 22:58
Staðsetning: Ísafjörður

Pósturaf ADLERINN® » 17 Jún 2008, 00:47

Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf ztebbsterinn » 17 Jún 2008, 17:03

ADLERINN® skrifaði:http://ajanlo.kapu.hu/pics.php?d=skoda

Mynd

8)


Var einmitt búinn að sjá þetta :wink:
DeLorean "81
MB 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~~~~
Stefán Örn
Notandamynd
ztebbsterinn
Veit mikið
 
Póstar: 776
Skráður: 19 Jan 2006, 22:58
Staðsetning: Ísafjörður

Pósturaf AlliBird » 03 Júl 2008, 20:44

Úff, það fer um mig ónotahrollur að skoða þessar myndir af Skodanum, alltaf fundist þetta vera þvílíkar hryglur... [33
Man varla eftir þeim öðruvísi en með 1-2 menn aftaná þeim að ýta þeim í gang.
Notandamynd
AlliBird
Alltaf hér
 
Póstar: 124
Skráður: 08 Feb 2006, 17:41

Pósturaf ADLERINN® » 04 Júl 2008, 13:36

AlliBird skrifaði:Úff, það fer um mig ónotahrollur að skoða þessar myndir af Skodanum, alltaf fundist þetta vera þvílíkar hryglur... [33
Man varla eftir þeim öðruvísi en með 1-2 menn aftaná þeim að ýta þeim í gang.




:lol: :lol: Þetta sá maður nokkrum sinnum .
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf chevelle71 » 12 Júl 2008, 21:28

Læt einn Danskan Skodabrandara flakka:
Vitið þið afhverju Skoda fæst með upphtaðri afturrúðu...
Nú svo manni verði ekki kalt á höndunum við að ýta í gang :)
kv.Halldór
chevelle71
Þátttakandi
 
Póstar: 19
Skráður: 28 Maí 2008, 22:13
Staðsetning: Mosó

Pósturaf ADLERINN® » 12 Júl 2008, 22:03

:lol: Skoda Jokes :lol:
http://web.ukonline.co.uk/k.frost/czech ... jokes.html

Why do skodas have a rear wash wipe ?
........To remove the flies that crash into them.


What do you call a skoda with twin exhausts ????
A wheelbarrow.


What do you call a skoda driver who say's he has a speeding ticket ????
A Dreamer.


You don't have to think up any Skoda Jokes,
.........the Skoda is a Joke !
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 13 Júl 2008, 22:00

Sæl Öllsömul.

Man eftir því að hafa fengið að skjótast á einum svona í sumarvinnu 1980 og eitthvað.

Var svo sem engin listasmíði, en mér tókst að spóla á á honum á nýlögðu malbiki.

Væri gaman að sjá einn svona uppgerðan á ferðinni.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf Siggi Royal » 13 Júl 2008, 23:03

Ekki tala illa um Skodann, hanner líklegast einn misskildasti bíll, sem fluttur hefir verið til Íslands. Vinnufélagi minn átti svona bíl og hann var svona, eins og þið lýsið. Það voru yfirleitt tveir eða þrír aftan á honum í lok vinnudags. Á kvöldin var honum lagt í langa brekku, svo hann færi gang á morgnana. Á endanum eignaðist ég bílinn fyrir andvirði eins bjórkassa. Þá hafði honum verið ekið 42þús.km. Ég setti í hann nýjan rafgeymi, kerti, platínur, kveikjulok og þræði, hreinsaði torinn og sitthvað fleira. En viti menn hann breyttist ekkert. Hann fór bara ekki gang hjálparlaust, kaldur. Nú voru góð ráð dýr, Verð Skodans var nú komið upp í 4 bjórkassa. Manualinn, hvernig væri nú að lesa hann. Og viti menn þar var kafli, sem hét "How too start the engine cold". Og þar stóð setjið innsogið á og stigið inngjöfina einu sinni niður 1/4, "DONT PUMP". Og ef bíllinn hefur staðið meira en sólarhring, farið þá aftur í og handdælið bensíninu upp í torinn. Já Skoda var með handdælu, gott ef maður varð bensinlaus. Eftir þetta fór hann alltaf í gang hvernin sem veðuraðstæður voru, og hversu lengi hann hafði staðið. Við áttum saman þrjú góð ár og 46þús km, sem aldrei bar skugga á. Ég fór með hann, eins og manualinn sagði og hann fór mig með þangað, sem ég þurfti að fara. Ég skal alveg viðurkenna að oft á tíðum, þegar ég er að lenda í vanda með suma af þessum nútíma elektrónísku, tölvuvæddu bílum, þá sakna ég gamla Skodans og þess persónulega sambands, sem við áttum.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf ADLERINN® » 14 Júl 2008, 00:12

Falleg saga hjá þér Siggi [30




Mynd
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Sigurbjörn » 14 Júl 2008, 00:17

Já, falleg saga.Er að reyna að rifja upp hvaða Skodi þetta var.Man bara eftir 440 Skodanum sem þú áttir
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Pósturaf Siggi Royal » 14 Júl 2008, 10:37

Þetta var Skoda 120 LS, árg. 1988, svo kölluð "bomsa". Vandamál þessara Skoda bíla, var aðallega eigendurnir. Skodinn var mjög ódýr og þessvegna voru kaupendurnir mjög oft nördar, sem höfðu ekki gripsvit á bílum. Ég lánaði einu sinni systur minni bílinn í viku og fékk hann þanneginn til baka að ég var heilann dag að koma vitinu fyrir hann aftur. Og hvað lærir maður svo af þessu, jú, lesa manualinn og fara eftir honum. En þér til upplýsingar, Sigurbjörn minn, af því ég veit þú ert fróðleiksfús maður, þá átti ég gegnum tíðina nokkra Skoda, t.d. 440 " 57, Oktaviu combi, "64, 1000 mb, "66, Pardus, "72, keypti hann nýjan og svo þennan ofangreinda. Langaði alltaf í 1202, en kom því aldrei í verk og nú eru þeir líkast til allir horfnir.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Jón Hermann » 14 Júl 2008, 18:23

Bjalln hefur allatíð verið í miklum metum hjá Íslendingum Vesturþýsk gæðavara (Ömurlegasti bíll sem komið hefur á markað til þessa) það þurfti oftar en ekki að ýta bjölluni líka en til þess þurfti 10 dverga sem náðu upp í stuðaran.

Veit einhver hvað það minsta er sem finst í Volkswagen bjöllu?
Rétt svar er heilin í eigandanum.
Síðast breytt af Jón Hermann þann 18 Júl 2008, 22:44, breytt samtals 1 sinni.
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Frank » 15 Júl 2008, 10:59

Jón Hermann skrifaði:Bjalln hefur allatíð verið í miklum metum hjá Íslendingum Vesturþýsk gæðavara (Ömurlegasti bíll sem komið hefur á markað til þessa) það þurfti oftar en ekki að ýta bjölluni líka en til þess þurfti 10 dverga sem náðu upp í stuðaran.

Veit einhver hvað það minsta er sem finst í Volkswagen bjöllu?


Ef einhverjum vantar aðstoð þá er ég til, þurfið bara að finna 9 aðra :lol:
Frank Höybye S: 844-5222
Lincoln Continental árgerð 1969
Pontiac Catalina pikkup árgerð 1961
Bedford slökkvibíl árgerð 1953-57
Toyota Crown árgerð 1971
Ford Aerostar 1986 "44
Frank
Alltaf hér
 
Póstar: 446
Skráður: 26 Ágú 2004, 23:21
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf ADLERINN® » 15 Júl 2008, 11:25

Cecar skrifaði:
Jón Hermann skrifaði:Bjalln hefur allatíð verið í miklum metum hjá Íslendingum Vesturþýsk gæðavara (Ömurlegasti bíll sem komið hefur á markað til þessa) það þurfti oftar en ekki að ýta bjölluni líka en til þess þurfti 10 dverga sem náðu upp í stuðaran.

Veit einhver hvað það minsta er sem finst í Volkswagen bjöllu?


Ef einhverjum vantar aðstoð þá er ég til, þurfið bara að finna 9 aðra :lol:


:lol:
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Næstu

Fara aftur á Bílar 15 - 25 ára

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron