Síða 1 af 2

Lada Samara 1990

PósturSent inn: 30 Apr 2010, 21:21
af ztebbsterinn
Ég var að eignast þetta forláta eintak af gæða rússa.

Þetta er 1990 módel af Lada Samara 1500 ekin 40 þúsund km. á upphaflegum dekkjum (samkvæmt fyrri eiganda).

Eins og menn geta dæmt af myndum er þetta kosta gripur og verðugt eintak fyrir áhugamann.

Mynd
Mynd
Mynd

Upphaflegt langbylgju útvarpstæki
Mynd

Ekki er betur að sjá en að um reyklaust ökutæki sé að ræða
Mynd

Þó að hér sé um gott eintak að ræða þá eru smávægilegir hlutir sem vert er að laga, en það stendur til á þessum bæ.
Það sem best væri að gera er að skipta um bæði frambrettin og stýrislás og óska ég hér með eftir áður nefndum hlutum.

Svona lítur brettið út (nær alla leið fram)
Mynd

Vert er að vekja athyggli á þeim mun sem er á þessu bretti og þeim eldri (ná ekki alla leið fram)
Mynd

Góðar stundir.

PósturSent inn: 30 Apr 2010, 23:35
af ADLERINN®
Aubara Stebbi ! [22

PósturSent inn: 01 Maí 2010, 10:12
af Sigurjón Guðleifsson
Flott hjá þér, þessir bílar voru kannski ekkert spennandi en eru samt hluti af bílasögu landsins, alltaf gaman þegar að menn eru að finna "orginal" eldri bíla um allt land en eru ekki að flytja inn nýa gamla bíla og jafnvel bílar sem aldrei hafa verið til á landinu, þannig að þetta er virðingarvert af þér að bjarga þessu eintaki sem lítur jú mjög vel út miðað við tegund, til hamingju með bílinn. :D :D :D

PósturSent inn: 01 Maí 2010, 22:31
af Siggi Royal
Til hamingju með bílinn. Eitt ráð gefið af reynslu. Ef þú skiptir um tímareim, þá skaltu skipta um vatnsdælu. þær endast jafnlengi.

PósturSent inn: 01 Maí 2010, 23:03
af Sigurbjörn
Til hamingju með þennan

PósturSent inn: 01 Maí 2010, 23:50
af ztebbsterinn
Þakka ykkur.
Adler, hefuru ekki húmor fyrir þessu :)
En vitið þið af einhverjum lödu manni sem gæti átt ný bretti úppí hillu hjá sér ásamt stýrislás?
Bílanaust hefur örugglega átt brettin til á sínum tíma en hent fyrir rest, nema að einhver gæti hafa hirt það. ?!? (eins og væntanlega brettin sem eru til uppá Esjumel (en þau eru af eldri bílnum).

PósturSent inn: 02 Maí 2010, 02:51
af sveinn
ztebbsterinn skrifaði:Þakka ykkur.
Adler, hefuru ekki húmor fyrir þessu :)
En vitið þið af einhverjum lödu manni sem gæti átt ný bretti úppí hillu hjá sér ásamt stýrislás?
Bílanaust hefur örugglega átt brettin til á sínum tíma en hent fyrir rest, nema að einhver gæti hafa hirt það. ?!? (eins og væntanlega brettin sem eru til uppá Esjumel (en þau eru af eldri bílnum).

Þetta er til hjá klúbbnum ...ekki leita langt yfir skammt Ztebbz :lol: :wink:

http://fornbill.is/tilsolu/bretti.html

Mynd

PósturSent inn: 02 Maí 2010, 09:58
af ztebbsterinn
sveinn skrifaði:
ztebbsterinn skrifaði:Þakka ykkur.
Adler, hefuru ekki húmor fyrir þessu :)
En vitið þið af einhverjum lödu manni sem gæti átt ný bretti úppí hillu hjá sér ásamt stýrislás?
Bílanaust hefur örugglega átt brettin til á sínum tíma en hent fyrir rest, nema að einhver gæti hafa hirt það. ?!? (eins og væntanlega brettin sem eru til uppá Esjumel (en þau eru af eldri bílnum).

Þetta er til hjá klúbbnum ...ekki leita langt yfir skammt Ztebbz :lol: :wink:

http://fornbill.is/tilsolu/bretti.html

Mynd

Mynd

Ég var búinn að sjá þetta, en þetta lítur út fyrir að vera af eldri bíl, sjáðu hvernig brotið í brettinu endar fremst :wink:

PósturSent inn: 02 Maí 2010, 16:43
af Óli Þór
Athugaðu hja Bifreiðaverkstæði Ingvars uppá hálsi/höfða (man ekki hvort)

Hann var víst í því að flytja inn dót í lödur og átti alltaf eitthvað á lager.

PósturSent inn: 03 Maí 2010, 10:39
af ztebbsterinn
Óli Þór skrifaði:Athugaðu hja Bifreiðaverkstæði Ingvars uppá hálsi/höfða (man ekki hvort)

Hann var víst í því að flytja inn dót í lödur og átti alltaf eitthvað á lager.

Þakka þér, málið er í vinnslu :wink:

PósturSent inn: 04 Maí 2010, 00:48
af Heimir H. Karlsson
Sæl Öllsömul.

Til hamingju með þetta eintak.
Lítur út fyrir að vera mjög heillegur.

Er eins og áður sagði, hluti af bílasögu Íslands.

Ég hélt að þeir væru allir horfnir, eða á hverfanda hveli.

Og á upprunalegu dekkjum ?
Hmm.. var ekki til brandari um kommann sem keypti nýjan Rússajeppa um árið, og hleypti úr dekkjunum inni í stofu....... jamm.

En í alvöru, virkilega gott hjá þér að komast yfir svona heillegt eintak.

Kveðja,
Heimir H. Karlsson.

PósturSent inn: 04 Maí 2010, 06:40
af Ramcharger
Heimir H. Karlsson skrifaði:Sæl Öllsömul.

Til hamingju með þetta eintak.
Lítur út fyrir að vera mjög heillegur.

Er eins og áður sagði, hluti af bílasögu Íslands.

Ég hélt að þeir væru allir horfnir, eða á hverfanda hveli.

Og á upprunalegu dekkjum ?
Hmm.. var ekki til brandari um kommann sem keypti nýjan Rússajeppa um árið, og hleypti úr dekkjunum inni í stofu....... jamm.

En í alvöru, virkilega gott hjá þér að komast yfir svona heillegt eintak.

Kveðja,
Heimir H. Karlsson.


Hehe, hef líka heyrt þessa sögu, snilld :roll:

PósturSent inn: 17 Maí 2010, 21:56
af ztebbsterinn
Já ég get ekki ábyrgst að það sé upphaflegt loft í dekkjunum :lol:

PósturSent inn: 26 Nóv 2010, 22:21
af ztebbsterinn
Þessi fékk nýtt púst í vikunni.

Fremsti hlutinn var nýlegur svo ekki þurfti að skipta um hann, miðhlutinn fannst eftir mikla leit hjá Kvikk þjónustunni.
Aftasti hlutinn var aðeins meira mál, ég endaði á að fá hann frá Stuðlaberg á Hofsósi. Þeir áttu aftasta hlutann ekki til heilann því þeir höfðu sagað kútinn af og notað í eitthvað sem seldist (það hafði ekki verið spurt um púst í Samara svo árum skipti), þeir áttu til rörbútana og upphengjur í lausu og þeir redduðu mér öðrum kút sem ég gat notað með bútunum. Því var svo púslað saman undir bílnum.

Samaran er hæst ánægð með þetta dekur. :)

Mynd

PósturSent inn: 08 Feb 2011, 18:06
af pattzi
Eitthvað að frétta af þessum