Lada Sport-pickup

Sérhæfðara spjall um bíla sem eru 15 - 25 ára. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Lada Sport-pickup

Pósturaf Guðmundur Ingvar » 16 Maí 2010, 22:44

Ákvað að stofna smá spjallþráð um eina Löduna mína sem er Lada sport '89módel 1600. réðst í smá breytingar á henni núna um helgina. setti á hana blöndung af subaru 1800 á að vísu eftir að stilla hann betur. Og fékk svo þá snilldar hugmynd (að mínu mati) að breyta henni í pickup. Og koma hér nokkrar myndir af þeim gjörning. Endilega komið með ykkar álit á þessu (pabbi búin að segja sína skoðun svoleiðis að þið þurfið ekki að vera feimin að kommenta þó ykkur lítist illa á þetta)
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Já svo ætla ég líka að breyta pústkerfinu, og já er byrjaður á því og taka strompapúst upp með hægri hliðinni. ákvað að byrja á veltigrindinni af því ég ætla að festa hljóðkút á rörið. Svo ætla ég líka að taka loftinntakið á toppin og sjóða saman tvær felgur og hafa hana á tvöföldu að aftan.
Guðmundur Ingvar
Mikið hér
 
Póstar: 77
Skráður: 27 Jan 2010, 09:55
Staðsetning: Skagafjörður

Pósturaf ADLERINN® » 16 Maí 2010, 22:52

Ég er búinn að skoða myndirnar nokkrum sinnum til að reyna að sjá tómar bjórdósir sem ættu að vera þarna í kassavís en það er ekki ein einasta að sjá neinstaðar.

:shock:
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

PIKKI

Pósturaf Helgi » 16 Maí 2010, 23:05

Alltaf gaman þegar menn þora að framhvæma hvaða vitleysu sem er. :P Ég er ekki frá því að ladan sé skárri sem pikki, þó hefði ég gengið betur frá veltiboganum :lol: :lol: :lol: :lol: :lol: :lol:
Helgi Biering.

Fiat X1/9 Bertone '80
Notandamynd
Helgi
Alltaf hér
 
Póstar: 126
Skráður: 12 Jún 2008, 22:50
Staðsetning: Keflavík

Pósturaf Guðmundur Ingvar » 16 Maí 2010, 23:27

Það eru nú eðlilegar skíringar á þessu bæði það að það eru engar tómar bjórdósir og ljótur velgibogi. En þannig er mál með vexti að ég er nú bara ekki komin með aldur til að mega drekka. Og svo er þessi bíll ekkert fegurðarverkefni bara svona sveitabíll og var þessi veltibogi aðalega smíðaður til að hafa móður mína rólega. Er nefnilega búin að prófa að velta svona sportara og held að hún móðir mín sé ennþá í sjokki eftir það þó um hálft ár sé liðið síðan það gerðist :)
Guðmundur Ingvar
Mikið hér
 
Póstar: 77
Skráður: 27 Jan 2010, 09:55
Staðsetning: Skagafjörður

Pósturaf Offari » 16 Maí 2010, 23:40

Ég er voðalega hræddur um að veltiboginn haldi ekki miklu ef á reynir. En vissulega gaman að sjá að menn prófi að koma sínum humyndum í framkvæmd.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík

Pósturaf Ramcharger » 17 Maí 2010, 08:59

Snilld hahaha ekta hillbilly style :D
Kv.
Andrés G.


"70 Nova R.I.P M-3237
"72 Celica R.I.P R-14833
"74 Ramcharger R.I.P G-24555
"78 Olds Delta R.I.P R-29941
Notandamynd
Ramcharger
Alltaf hér
 
Póstar: 232
Skráður: 01 Mar 2010, 20:17
Staðsetning: Borg óttans

Pósturaf Frank » 18 Maí 2010, 00:47

Flottur og gaman að þessu :D
Frank Höybye S: 844-5222
Lincoln Continental árgerð 1969
Pontiac Catalina pikkup árgerð 1961
Bedford slökkvibíl árgerð 1953-57
Toyota Crown árgerð 1971
Ford Aerostar 1986 "44
Frank
Alltaf hér
 
Póstar: 446
Skráður: 26 Ágú 2004, 23:21
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf Ásgrímur » 18 Maí 2010, 12:56

alltaf gaman þegar menn eru eithvað að bralla, glórulaust eður ei.
Gremlin Owners Are Special

amc "77
Plymouth "66
saab "84
Ásgrímur
Veit mikið
 
Póstar: 634
Skráður: 09 Apr 2004, 11:46
Staðsetning: Á ferðinni

Pósturaf Guðmundur Ingvar » 18 Maí 2010, 21:47

Takk fyrir góðar undirtektir, bjóst satt að segja ekki við þessu. Fær mig til að hætta við alla eftirsjá. Enda ekkert til að sjá eftir. Svo er það bara spurning hvenær ég hef nennu og tíma til að klára að smíða pústið, græja tvöföldu dekkin að aftan, og stilla blöndungin. Svo þirfti ég held að reyna að festa toppin (það sem eftir er af honum) við veltibogan, tók smá rúnt á honum og það glamraði svolítið í toppnum.
Guðmundur Ingvar
Mikið hér
 
Póstar: 77
Skráður: 27 Jan 2010, 09:55
Staðsetning: Skagafjörður

Pósturaf BLIKKARINN » 19 Maí 2010, 10:50

Já það er gaman..................
http://augnablikk.is/
Notandamynd
BLIKKARINN
Þátttakandi
 
Póstar: 28
Skráður: 27 Maí 2006, 12:53

Pósturaf Ásgrímur » 19 Maí 2010, 13:37

http://www.torfæra.is/spjall/viewtopic.php?p=19150&sid=a14ecdbacc907215853c8ac7947c3de9

vandræða linkur (copy/paste)

[img]http://www.torfæra.is/spjall/viewtopic.php?p=19150&sid=a14ecdbacc907215853c8ac7947c3de9[/img]
Frá BA
Gremlin Owners Are Special

amc "77
Plymouth "66
saab "84
Ásgrímur
Veit mikið
 
Póstar: 634
Skráður: 09 Apr 2004, 11:46
Staðsetning: Á ferðinni

Pósturaf Guðmundur Ingvar » 22 Maí 2010, 22:37

Jæja hér koma nokkrar myndir í viðbót. t.d af pústkerfinu :lol:
Mynd
Mynd
Fleetwood systur minnar fellur alveg í skuggan af þessum fagra pickup :roll:
Mynd
Mynd
Mynd
Guðmundur Ingvar
Mikið hér
 
Póstar: 77
Skráður: 27 Jan 2010, 09:55
Staðsetning: Skagafjörður

Pósturaf Gaui » 22 Maí 2010, 22:56

[quote="Guðmundur Ingvar"]Jæja hér koma nokkrar myndir í viðbót. t.d af pústkerfinu :lol:
Mynd
quote] Ég held þú hafi farið yfir strikið núna, blessaður færðu pústið frá bensínáfyllingunni áður en þú drepur þig á þessu!!!
Síðast breytt af Gaui þann 23 Maí 2010, 22:52, breytt samtals 1 sinni.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf ADLERINN® » 23 Maí 2010, 02:51

Það vantar ekkert upp á þetta annað en að þú málir bílinn mattsvartan og felgurnar rauðar.

Þá ertu komin með Ratrod Sport
:wink:
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Jón Hermann » 23 Maí 2010, 20:49

Spurning að setja broskarl á rúllugardínuna annars er þetta bara flott 8)
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík

Næstu

Fara aftur á Bílar 15 - 25 ára

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron