Range Rover Classic árg.1995

Sérhæfðara spjall um bíla sem eru 15 - 25 ára. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Range Rover Classic árg.1995

Pósturaf gmg » 29 Jún 2012, 00:19

Tók þetta bara út vegna skemmtilegra ummæla ( eða þannig ) :(
Síðast breytt af gmg þann 05 Júl 2012, 23:04, breytt samtals 2 sinnum.
Mercedes Benz 280 SE w108 V8 3.5 árg ´72 R-71
Jaguar XJS 3.6 árg. 1989 GMG
BMW 735i árg. 1989

Gunnar Már Gunnarsson
Notandamynd
gmg
Alltaf hér
 
Póstar: 199
Skráður: 01 Apr 2004, 15:43
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Range Rover Classic árg.1995

Pósturaf Z-414 » 29 Jún 2012, 08:33

Ég átti í 3-4 ár Range Rover 3.5 EFI Vouge árgerð 1988 og að var sannkallað ástar-haturs samband milli mín og þess bíls. Algjörlega einstakur ferðabíll, maður steig inn og keyrði og keyrði eins og tankurinn dugði (sem var miklu lengra heldur en margir vilja halda fram) og steig út og maður var algerlega óþreyttur og vildi bara halda áfram að keyra.
Vandamálið var hins vegar að líklegast bilaði hann á leiðinni og komst ekki á leiðarenda. Það voru stanslaus vandræði, endalausar bilanir og bögg. Enginn bíll hefur orðið mér eins dýr. En ég sakna hans samt og eiginlega langar mig alltaf í annan, nei ég má ekki..... og þó.... nei aldrei aftur.... en hann var svo frábær..... nei ekki aftur...!
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: Range Rover Classic árg.1995

Pósturaf Gizmo » 29 Jún 2012, 08:44

Félagi minn átti einmitt einn svona Safn-Grip (best geymdur á safni), fannst þetta mikið djásn og lofaði í hástert hvað þetta var gott. Hann var reyndar með kranabíl á "Standby" allan tíman af gefnu tilefni og fór hann að hugsa sinn gang þegar hann ætlaði framúr í Ártúnsbrekkunni, var á miðjuakreininni með allt í botni að silast framúr bíl þegar disel Landcruiser 80 kom hratt framúr honum á þriðju akreininni og það með stóra hestakerru aftaní........... :lol:

hann bað mig um að skila til þín Gunnar að hann á nær ónotað Rover úr sem hann vill selja, eh voða fínt og það er greinilega "Genuine Rover Accesories", þar sem það er straumlaust :lol:
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Range Rover Classic árg.1995

Pósturaf Hjalti » 29 Jún 2012, 11:28

Ætli sé Lucas rafkerfi í honum? En mér er sagt að Lucas þessi sé maðurinn sem fann upp myrkrið :)
Hjalti Jóhannesson
Akureyri
Willys CJ-2A, A-1297, 13.12.46 - 2. eigandi
Escort XR3i, 12.12.86 - 18. eigandi
Notandamynd
Hjalti
Mikið hér
 
Póstar: 85
Skráður: 26 Jan 2005, 21:15
Staðsetning: Akureyri

Re: Range Rover Classic árg.1995

Pósturaf ADLERINN® » 01 Júl 2012, 00:52

Þetta er fjandans rusl sem eins og sagt er hér að ofan er best geymt á safni.

Nú ertu endanlega orðinn klikkaður.
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Re: Range Rover Classic árg.1995

Pósturaf Z-414 » 01 Júl 2012, 21:03

Hjalti skrifaði:Ætli sé Lucas rafkerfi í honum? En mér er sagt að Lucas þessi sé maðurinn sem fann upp myrkrið :)

Mín reynsla er að Bosch sé ekki mikið betri, myrkrið var örugglega Bresk-Þýskt samstarfsverkefni, einu rafkerfin sem virka koma frá eyjunum austan við Kyrrahafið.

ADLERINN® skrifaði:Þetta er fjandans rusl sem eins og sagt er hér að ofan er best geymt á safni.

Þetta eru hreint út magnaðir bílar, yfir 40 ára gömul hönnun sem ennþá stendur upp í hárinu á nútíma lúxusjeppum, vandamálið er að Bretarnir hefðu betur látið einhverja aðra um að smíða hann. Þetta gildir raunar um fleiri góða breska bíla, góð hönnun en léleg smíði.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: Range Rover Classic árg.1995

Pósturaf jsl » 01 Júl 2012, 22:56

ADLERINN® skrifaði:Þetta er fjandans rusl sem eins og sagt er hér að ofan er best geymt á safni.

Nú ertu endanlega orðinn klikkaður.


Eins manns rusl er annars gull og öfugt, klikkun er líka afstæð og fer eftir hvaða einræðisherra ræður í hvert skipti. Höldum þessu á réttu plani.
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Re: Range Rover Classic árg.1995

Pósturaf Hjalti » 02 Júl 2012, 10:12

Þetta eru reyndar alveg magnaðir bílar og merkilegur hluti bílasögunnar. Þegar Range Rover kom fram 1971 þótti hann svo einstakur að eintak var sýnt á Louvre safninu í París sem dæmi um nútímalist. Geri aðrir betur [4
Hjalti Jóhannesson
Akureyri
Willys CJ-2A, A-1297, 13.12.46 - 2. eigandi
Escort XR3i, 12.12.86 - 18. eigandi
Notandamynd
Hjalti
Mikið hér
 
Póstar: 85
Skráður: 26 Jan 2005, 21:15
Staðsetning: Akureyri

Re: Range Rover Classic árg.1995

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 30 Júl 2012, 22:36

Sæl Öllsömul.

Jah ! það er greinilegt að fólk hefur misjafnar skoðanir á bílum, framleiðslulöndum og fleiru fornbílatengdu.

Samt, mér finnst gott að vita, að eru fleiri en ég sem eru haldnir bílafordómum af verra taginu.

Range Rover Classic er það sem nafnið segir, klasísk hönnun. Louvre safnið er ekki að hleypa hverju sem er inn fyrir sínar dyr.

Gæði bíla og gallar þeirra bíla og skoðanir þar um verða alltaf mjög.... ehemmm.. persónubundinn.

Ég hef heyrt og lesið þetta áður sem sagt er um Lucas.. "Prince of darkness"..
Samt eru 2 Lucas ljóskastarar framan á Krupps-stálinu mínu, og ég held að þeir séu eina ljósadótið sem aldrei hefur bilað.
Júú.... ég skal viðurkenna að ég nota þá MJÖG lítið, minna en bílinn. það er eiginlega aldrei kveikt á þeim.

Hvað rafmagn í bílum frá eyjum austarlega í Kyrrahafi varðar, þá getur vel verið að það sé stundum til friðs.
Merkilegt nokk, virðast þeir vera eina bílaframleiðsluþjóðin sem hefur framleitt digital mælaborð sem virka, til langtíma.
það hef ég skrifað um hér áður.

Brúksbíll fjölskyldunnar framleiddur á umræddum eyjum austarlega í Kyrrahafi.
Hann er í harðri samkeppni um stæði í skúrnum við fornbílana.
það er sérstakt viðgerðarstæði fyrir bílinn.
Rafmagnið í þeim bíl er frásögn í annan umræðuþráð.
Sem dæmi, þá notar forráðamaður bílsins (konan) jólaseríu til að lýsa upp mælaborðið !!
Mikið hefur verið leitað, en það finnst engin skýring á því, hvers vegna öryggi sem tengjast ljósum í mælaborðinu springa alltaf.

Ég er haldin alvarlegum og miklum fordómum varðandi bíla frá umræddu landi, en það er allt í lagi, ég á engan !

Verð þó að viðurkenna, að umræddur brúksbíll hefur dregið alla þýsku fornbílana mína, nema einn, á einum eða öðrum tímapunkti.
Og hann er ekinn meira en 3 eða 4 af þeim fornbílum sem við eigum, og vélin í honum gæti verð hálfnuð með líftímann !

En hann verður aldrei fornbíll.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53


Fara aftur á Bílar 15 - 25 ára

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron