Austin 1300.

Sérhæfðara spjall um eldri bíla frá Evrópu. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Austin 1300.

Pósturaf Rúnar Magnússon » 29 Ágú 2012, 12:01

Það er ótrúlegt hvað hefur þó varðveist af þessum....þessi er á safninu í Stóragerði.
Þessi var kallaður "Blómabíllinn" á Akureyri.
Viðhengi
austin1.JPG
austin1.JPG (93.96 KiB) Skoðað 13569 sinnum
Rúnar Magnússon
Alltaf hér
 
Póstar: 153
Skráður: 23 Ágú 2009, 09:35
Staðsetning: Mest á klakanum og mikið á ferðinni

Re: Austin 1300.

Pósturaf Rúnar Magnússon » 29 Ágú 2012, 12:03

Þessi var á landsmóti nú í sumar og var til sölu.
Viðhengi
austin3.JPG
austin3.JPG (66.15 KiB) Skoðað 13568 sinnum
Rúnar Magnússon
Alltaf hér
 
Póstar: 153
Skráður: 23 Ágú 2009, 09:35
Staðsetning: Mest á klakanum og mikið á ferðinni

Re: Austin 1300.

Pósturaf Rúnar Magnússon » 29 Ágú 2012, 12:05

Einn í viðbót á landsmótinu í sumar og er 4dyra.
Viðhengi
austin2.JPG
austin2.JPG (98.06 KiB) Skoðað 13568 sinnum
Rúnar Magnússon
Alltaf hér
 
Póstar: 153
Skráður: 23 Ágú 2009, 09:35
Staðsetning: Mest á klakanum og mikið á ferðinni

Re: Austin 1300.

Pósturaf Rúnar Magnússon » 29 Ágú 2012, 12:08

Þessi var á bílasölu fyrir nokkrum árum en er kominn á steðjanúmer og er á höfðanum í Rvík......vita menn kannski um fleiri..
Viðhengi
austin1300mnni.JPG
austin1300mnni.JPG (52.92 KiB) Skoðað 13568 sinnum
Rúnar Magnússon
Alltaf hér
 
Póstar: 153
Skráður: 23 Ágú 2009, 09:35
Staðsetning: Mest á klakanum og mikið á ferðinni

Re: Austin 1300.

Pósturaf Gaui » 30 Ágú 2012, 04:00

Rúnar.Er þetta ekki Maxi þessi neðsti? þeir komu með 1800 vélum.
Svo var Morris 4 dyra 1100
Austin 1300 tveggja dyra.

Ég eignaðist bæði Morris og Austin, þessir bílar voru með vökvafjöðun, einfaldir stórir miniar, svolítið gaman að aka þeim, en ekki góðir á slæmum vegum, vantaði gasið með völvanum til að dempa sárustu höggin.
Svolítilð merkilegt ég átti líka Mini með vökvafjöðrun hann var miklu betri, gúmmíblaðran sem geymdi vökvann hafði meira rými til að þenjast út, svo var líka lægri þrýstingur á houm.
Þetta var virkilega skemmtileg hugmynd, sem var örugglega feill að þróa ekki meir, en upp úr þessum árum fór breskur bílainðnaður í graut.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Re: Austin 1300.

Pósturaf Siggi Royal » 31 Ágú 2012, 10:04

Þeir voru líka til sem MG og þá með ákaflega virðulegu grilli.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Re: Austin 1300.

Pósturaf Gizmo » 31 Ágú 2012, 11:22

Faðir minn á þennan hvíta Austin Morris 1300 og það er talsvert til af varahlutum hjá okkur í þessa bíla, sérstaklega úr 67 Austin 1100 sem er sami bíllinn fyrir utan mælaborð og eh smávægilegt.

Pabbi og afi kaupa þann hvíta nýjann vorið 1972, hann var í stöðugri notkun til 1986-7, en þá var honum lagt vegna ryðs. Bíllinn var sérpantaður með alternator og afturrúðuhita sem þótti lúxusbúnaður á þeim tíma. Gamla dreymdi um að gera hann upp í um 20 ár áður en ég og Óskar bróðir minn stálum þvínæst ónýtum bílnum úr geymslu 10. ágúst 2008 og gáfum honum í sextugsafmælisgjöf 2 mánuðum seinna, þá ryðlaus og ökufær.

Þegar pabbi rífur '67 bílinn þá var leðurinnrétingin úr þeim bíl sett í '72 bílinn sem var þá nýlegur. Orginal sætin voru geymd og eru þau nú komin aftur í bílinn.

Bíllinn hefur aldrei verið tekinn af númerum.

Hér er mynd af bílnum þegar honum var ekið úr skúrnum hjá Jonna heitnum 10. okt 2008 og var honum komið í bílskúrinn hjá pabba sem varð frekar mikið hissa þegar skrjóðurinn var mættur ryðlaus honum algjörlega að óvörum. Þar sem þetta var gert á methraða þá eru enn nokkur smáatriði sem eftir er að lagfæra en fyrir mestu er að bíllinn er orðinn nothæfur, foreldrum mínum til mikillar gleði.

Mynd

hér er svo linkur á myndir fyrir þá sem vilja sjá betur hvað gekk á...

https://www.facebook.com/media/set/?set ... 9a11e67c4f
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Austin 1300.

Pósturaf Rúnar Magnússon » 09 Sep 2012, 20:05

Skemmtileg lesning þetta með vökvafjöðrunina Gaui....það sagði mér einhver að sértök pumpa hefði fylgt ef það læki eitthvað....
Flott uppgerð á þessum hvíta og hreint alveg eins og nýr.
Rúnar Magnússon
Alltaf hér
 
Póstar: 153
Skráður: 23 Ágú 2009, 09:35
Staðsetning: Mest á klakanum og mikið á ferðinni

Re: Austin 1300.

Pósturaf Gizmo » 09 Sep 2012, 22:56

þegar ég pumpaði bílinn fyrst upp notaði ég kúplingsdælu sem var búið að modda í þetta verk. Pabbi verslaði svo í Bretlandi kit sem er hrein snilld í þetta, en það er í raun bara lítil koppafeitisdæla, einstreymisventill og þrýstimælir.

Það sem þarf samt til þess að þetta verði 100% er að lofttæma kerfið áður en fyllt er á það, svo er erfitt orðið að fá rétta efnið orðið í dag en ég notaði blöndu af frostlög og etanoli ef ég man rétt.

"Demparinn" í kerfinu er svo lítil tala sem er sett í lögnina milli fram og afturhjóls sem er lítið gat í, ca 3mm, gæti trúað að race fjöðrun hafi haft 2,5mm gat :)
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Austin 1300.

Pósturaf Jón Hermann » 10 Sep 2012, 12:31

Hálfdán sem var með bílaþjónustu í Ármúlanum átti apparat á stærð við ljósastillinga tæki til að pumpa í fjaðrakúlur á svona bílum og hann notaði óblandaðan ísvara en svo eru svipaðar kúlur notaðar til að minka þrýstisveiflur í vökvakerfum og í þeim er einhver gastegund sem hægt er að fá hjá Ísaga á þrýstihylkjum.
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík

Re: Austin 1300.

Pósturaf Gizmo » 10 Sep 2012, 21:48

Þetta kerfi vinnur á 10-20 bar, í Morris var aðeins gúmmíblaðran sem gaf eftir við hraða fjöðrun, ss ekkert gasrými eins og er í nútíma gas-accumulator eins og td Citroen og Mercedes hafa notað í sinni vökvafjöðrun.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Austin 1300.

Pósturaf Gaui » 10 Sep 2012, 22:47

Mininn sem ég átti var svolítið skondinn. Einu sinni bauð ég mjög fullorðnum hjónum í bílferð austur fyrir fjall setti þau í aftursætið og svo var ég með 50 kg. sekk í skottinu (þið vitið það var hægt að aka með skottið opið, féll þá númeraplatan niður og sást fyrir það.
Bíllinn dældi auðvitað öllum vökvanum í framhjólin úr afturhjólunum, stóð upp á endann, maður sá varla veginn framundan.
I Skíðaskálabrekkunni lenti ég í vandræðum, vegna hálku, sem leystust eftir margar tilraunir með því að setja sykursekkinn á húddið og bakka upp.
Breska sendiráðið átti þetta tæki, mynnir að það hafi verið MK II dæmi.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01


Fara aftur á Evrópu-bílar

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron