Síða 1 af 1

Hvað er sportbíll?

PósturSent inn: 19 Jan 2007, 15:07
af Hróbjartur
Ég sá ágætan þátt á Discovery um daginn þar sem því var m.a. haldið fram að eini sportbíllinn sem Bandaríkjamenn hefðu framleitt sé Chevrolet Corvette. Eru menn sammála þessu? Hvað er sportbíll?

PósturSent inn: 19 Jan 2007, 18:33
af jsl
Persónulega finnst mér það vera 2ja farþega bíll, helst með opin topp eða blæju. Á fyrstu árum bíla þá varð strax eftirspurn eftir hraðskreiðum bílum sem efnameiri menn ókum um á, og þaðan upp úr því urðu síðan til kappakstursbílar þegar menn voru farnir að keppa á þessum bílum.

PósturSent inn: 19 Jan 2007, 19:39
af Sigurbjörng
Ef menn eru að tala um sportbíl þá hljóta þeir að vera að tala um Lödu sport. Allavega hef ég heyrt að mönnum hafi þótt Lada sport vera rosalega sportleg í fyrsta skipti sem þeir sáu hana hér í denn. Það gæti þó aldrei verið ástæðan fyrir því aðhún fékk þetta ágæta og lýsandi viðurnefni.

Re: Hvað er sportbíll?

PósturSent inn: 20 Jan 2007, 00:29
af Nonni777
Hróbjartur skrifaði:Ég sá ágætan þátt á Discovery um daginn þar sem því var m.a. haldið fram að eini sportbíllinn sem Bandaríkjamenn hefðu framleitt sé Chevrolet Corvette. Eru menn sammála þessu? Hvað er sportbíll?


Ég er sammála þessu.

PósturSent inn: 20 Jan 2007, 16:27
af sfp26
hvað með Ford T-bird (Thunderbird)?

Spotbílar

PósturSent inn: 20 Jan 2007, 18:48
af vette75
Eins og þessi.
Mynd

PósturSent inn: 20 Jan 2007, 19:22
af Gaui
sfp26 skrifaði:hvað með Ford T-bird (Thunderbird)?
Átti hann ekki að vera svar Ford við Corvettunni, ég held hann hafi aldrei komist með tærnar þar sem hún hafði hælana.
Corvettan með sjálfstæða fjöðrun á hverju hjóli, plast boddý, hagstætt vigtarhlutfall (miðað við bandaríska bíla), og síðan en ekki síst þokkalega keyrslueiginleika. Mér hefur fundist við lestur bílablaða og vefsíðna, að Corvettan komi fyrst til greina ef á að skilgreina bandaríska sportbíla, hitt er svo annað mál að auðvitað er þetta einstaklingsbundið hvað mönnum finnst vera sportbílar, þeir koma þá neðar en hún, td. finnst mörgum Mustanginn vera sportbíll og er það þá útlitið sem menn horfa á, því aksturseiginleikar eru mjög að skornum skammti, auðvitað er það ekkert vitlausara en hvað annað að skilgreina bíla eftir útliti.

PósturSent inn: 21 Jan 2007, 18:01
af Chevrolet
Ef menn eru að tala um sportbíl þá hljóta þeir að vera að tala um Lödu sport. Allavega hef ég heyrt að mönnum hafi þótt Lada sport vera rosalega sportleg í fyrsta skipti sem þeir sáu hana hér í denn. Það gæti þó aldrei verið ástæðan fyrir því aðhún fékk þetta ágæta og lýsandi viðurnefni.


Já líkleg skýring á nafninu enda heitir hún Niva annarstaðar. Veit samt ekki hvort Niva þýðir Sport á Rússnesku. Allvega er til áin Niva þar.

Wikipedia segir að sportbíll sé:

A sports car is an automobile designed for performance driving. Most sports cars are rear-wheel drive, have two seats, two doors, and are designed for precise handling, acceleration, and aesthetics. A sports car's dominant considerations are: superior road handling, braking, manoeuvrability, low weight, and high power, rather than passenger space, comfort, and fuel economy.


Ég er allavega ekki sammála að Corvette sé eini Ameríski sportbíllin þó ég eigi Corvettu.

Na zdorovje=Skál

PósturSent inn: 04 Mar 2008, 14:02
af Garðar
Chevrolet skrifaði:
Ef menn eru að tala um sportbíl þá hljóta þeir að vera að tala um Lödu sport. Allavega hef ég heyrt að mönnum hafi þótt Lada sport vera rosalega sportleg í fyrsta skipti sem þeir sáu hana hér í denn. Það gæti þó aldrei verið ástæðan fyrir því aðhún fékk þetta ágæta og lýsandi viðurnefni.


Já líkleg skýring á nafninu enda heitir hún Niva annarstaðar. Veit samt ekki hvort Niva þýðir Sport á Rússnesku. Allvega er til áin Niva þar.

Wikipedia segir að sportbíll sé:

A sports car is an automobile designed for performance driving. Most sports cars are rear-wheel drive, have two seats, two doors, and are designed for precise handling, acceleration, and aesthetics. A sports car's dominant considerations are: superior road handling, braking, manoeuvrability, low weight, and high power, rather than passenger space, comfort, and fuel economy.


Ég er allavega ekki sammála að Corvette sé eini Ameríski sportbíllin þó ég eigi Corvettu.

Na zdorovje=Skál


Er ekki Viper líka sportbíll? Mustang var bara Ford Falcon í nýjum fötum þegar hann kom á markaðinn 1964.....Falcon verður víst mjög seint talinn sportbíll. Ekki misskilja samt, ég er einlægur Mustang aðdáandi :)

PósturSent inn: 06 Mar 2008, 19:53
af ADLERINN®
Tilvitnun:
A sports car is an automobile designed for performance driving. Most sports cars are rear-wheel drive, have two seats, two doors, and are designed for precise handling, acceleration, and aesthetics. A sports car's dominant considerations are: superior road handling, braking, manoeuvrability, low weight, and high power, rather than passenger space, comfort, and fuel economy.


Ég held að menn verði nú að horfa til evrópu til að finna bíl sem bæði lítur út fyrir að vera sportbíll og höndlar eins og sportbíll á að gera samkvæmt skilgreininguni hér að ofan.

Þá er ég að tala um verksmiðju framleidda bíla

Amríkanar hafa vissulega smíðað kraftmikla stórglæsilega sporbíla en þeir hafa fyrst og fremst verið bestir í því að smíða bíla sem er ættlað að fara beint áfram.

Þetta er bara staðreynd sem þýðir ekkert að mótmæla það er bara kjánalegt ef að menn ættla að reyna að halda einhverrju öðru fram.

Að vísu eru bílar dagsins í dag orðnir mjög góðir hjá kananum en þeir hafa verið að fá evrópska hönnuði til að gera bílana betri og samkeppnis hæfari gagnvart þýsku bílunum sem eru þekktir fyrir akstursgæði.

PósturSent inn: 07 Mar 2008, 18:32
af Fróðleiksfús
Chevrolet skrifaði:
Ef menn eru að tala um sportbíl þá hljóta þeir að vera að tala um Lödu sport. Allavega hef ég heyrt að mönnum hafi þótt Lada sport vera rosalega sportleg í fyrsta skipti sem þeir sáu hana hér í denn. Það gæti þó aldrei verið ástæðan fyrir því aðhún fékk þetta ágæta og lýsandi viðurnefni.


Já líkleg skýring á nafninu enda heitir hún Niva annarstaðar. Veit samt ekki hvort Niva þýðir Sport á Rússnesku. Allvega er til áin Niva þar.


Na zdorovje=Skál


Niva þýði bara nýtt, þ.e.a.s nýja Lada, enda er hún Sovésk en ekki pressuð í gömul Fiat mót einsog þær gömlu venjulegu, 2105 og 2107.

PósturSent inn: 16 Mar 2008, 18:09
af Bens
Fróðleiksfús skrifaði:
Chevrolet skrifaði:
Ef menn eru að tala um sportbíl þá hljóta þeir að vera að tala um Lödu sport. Allavega hef ég heyrt að mönnum hafi þótt Lada sport vera rosalega sportleg í fyrsta skipti sem þeir sáu hana hér í denn. Það gæti þó aldrei verið ástæðan fyrir því aðhún fékk þetta ágæta og lýsandi viðurnefni.


Já líkleg skýring á nafninu enda heitir hún Niva annarstaðar. Veit samt ekki hvort Niva þýðir Sport á Rússnesku. Allvega er til áin Niva þar.


Na zdorovje=Skál


Niva þýði bara nýtt, þ.e.a.s nýja Lada, enda er hún Sovésk en ekki pressuð í gömul Fiat mót einsog þær gömlu venjulegu, 2105 og 2107.


Lada Sport er bara heiti sem B&L gáfu þessum bílum á sínum tíma.
Sama gilti um aðrar Lödur, s.s. Safír, Kanada o.s.frv.