Chevrolett Corvette

Sérhæfðara spjall um eldri sportbíla. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Chevrolett Corvette

Pósturaf Þórarinn » 21 Jún 2010, 18:16

Corvette C3 var gerður eftir Mako Shark II hannað af Larry Shinoda. Framkvæmt undir leiðsögn Bill Mitchell's hófst hönnun Mako II í upphafi árs 1964. Þegar miðju-hreyfils sniðið var yfirgefið við Shinoda/Mitchell bílinn var yfirfærsla gerð í Chevrolet stíl undir handleiðslu David Holls, í vinnustofu Harry Haga var það form samþykkt fyrir framleiðslu á Sting Ray undirvagni og dekkjum. Neðri hluti bílsins var mikið eins og Mako II, nema fyrir mýkri útlínur. Notendanafn hugmyndabílsins var síðar breytt í Manta Ray. C3 aðlagaði einnig "ausu" þak með lóðréttum afturglugga frá miðju-hreyfils hugtaksmódelinu sem var hannað af Duntov. Þessvegna var áætlað frá upphafi að afturglugginn yrði hluti af þaki og yfir sætum væri færanlegur toppur.

1978 var tuttugu-og-fimm ára afmæli Corvette og voru því allar '78 Corvettur með silfur afmælis merki á framenda og á eldsneytisdyrum. Nýtt fastback gler aftrgluggans var uppfærsla sem á einfaldan hátt flutti auðveldlega tíu ára gamalan C3 líkama í stílinn. Mælaborðið var endurhannað í samræmi við endurhannaða mæla og innréttingu frá '77 módelinu. Grunn L-48 vélin framleiddi nú 185 hö. (138 kW); Calif og há-hæða valkostur framleiddi 175 hö. (130 kW). Tvær sérstakar útgáfur voru í boði til að fagna 25 ára afmæl Corvette. Áður en hann lét af störfum hafði Bill Mitchell stungið upp á sifur afmælisútgáfu í uppáhalds litnum hans sem var silfur, hæfilega þó og nægilega komst sú beiðni á framfæri sem $ 399 B2Z valpakki. Fyrsti tveggja-tóna valkostur sem boðið var uppá frá 1961, sem var silfur yfir gráum neðri hluta með mjórri rönd til aðskilnaðar, auk þess að hafa álfelgur og "sport" spegla sem nauðsynlegan valkost, sem bætti öðrum $ 380 á kostnaðinn. 6502 Indy-500 Pace Car eftirmyndarútgáfur voru framleiddar með svart/silfur tveggjatóna lakki, fram- og afturvindskeið, tinpeglaþakspjöldum og Contoured Sport sætum.

Road & Track tók 1978 L82 á 60 mph. á aðeins 6,6 sek., 127 mph. flatt út, og kvartmíluna á 15,3 sek. @ 95 mph.

Gagnrýnendur lofuðu klassískan styrkleika bílsins þar á meðal áhrifamikilar línur, einkum L48/sjálfskiptur 7,8 sek. 0-60 mph. og endahraða uppá 123 mph. og þeir bentu á hve agað og mjúkt var að keyra bílinn. Á hinn bóginn höfðu þeir áfram orð á veikleikum, eins og að afturendinn hafði áfram tilhneigingu til að leita út við skarpar hreyfingar og inní bílnum var enn þröngt og óþægilegt.

Öll 1979 módel höfðu '78 Pace-car innréttingu og sportsæti, einnig var boðið uppá vindskeiðar sem valkost. Tinspeglaþakspjöldin, þá sem valkostur, seldu 14.480 einingar. Hægt var að velja um L-82 vélina, hún var 220 hö. (164 kW) sem náðist með endurhönnuðu útblásturskerfi. Þetta ár náði Corvette allratíma-vinsældum. Framleiðsla náði hámarki árið 1979 með 53.807, sem er met sem stendur enn í dag.

Árið 1980 fékk Corvette samþætta framan/aftan loftaflfræðilega endurhönnun sem leiddi til verulegrar takmörkunar á vindmótstöðu. Þetta var síðasta árið sem boðið var uppá L-82-vélar valkostinn, sem þá var orðin 230 hestafla (172 kW). 4ra-gíra beinskiptur takmarkaður við undirstöðu mótorinn. 1980 voru margir þyngdar-sparnaðar hlutir kynntir til sögunnar þ.m.t. plast afturfjöður (eingöngu undirstöðu mótor og sjálfskiptur), þynnra efni í yfirbyggingu og ál Dana 44 IRS mismunadrif (áður var hið umdeilda járn GM 10 bolta IRS). Í fyrsta sinn í sögunni, vegna útstreymis sjónarmiða, leiddi til einstakra vélarumsókna hjá viðskiptavinum í Kaliforníu '80 Corvette sem seld var í Kaliforníu hafði 305-cid, 185 hö (138 kW) vél, og allar voru þær sjálfskiptar.

Árið 1981 var ekkert val um vél, en 190 hö (142 kW) L81 var í boði í öllum ríkjum og með gírkassa eða sjálfskiptur. Þetta var síðasti C3 með gírkassa og var gefið út að hann næði 0-60 mph. á 8,1 sek.. 1981 módelið var fyrstur til að nota plast afturfjöður, nú Corvette vörumerki. Fjöðurin sparaði 36 pund, en var takmörkuð við grunn fjöðrunarbúnað og sjálfskiptingu. Þá var boðið uppá nýjan valmöguleika, Delco's ETR útvarp með klukku og var quartz mælaborðsklukkunni skipt út fyrir olíuhitamæli. Um miðja framleiðslu 1981 er fluttningur frá St Louis, Missouri til Bowling Green, Kentucky, og nokkrar gerðir tveggjatóna-litbrigða voru í boði.

1982 var frumraun af "Cross-Fire" TBI, vél með beinni innspítingu sem bjó yfir 200 hö (149 kW), ásamt nýrri fjögurra þrepa sjálfskiptingu með breytilegu togi í efstu þremur af fjórum gírunum. Endanleg gerð C3 Corvette hafði opinberar afkomutölur sem voru 00-60 mph. á 7,9 sek. kvartmíla á 16,1 @ 85 mph. Safnútgáfa var í boði með aðskildum raðnúmera raðgreiningu, silfur-drapplitaður að lit, einstakar felgur mynstraðar eftir "bolt on" felgum '67 módelisins og opnanlegur afturglugga.
Kv.
Tóti
8639700
Notandamynd
Þórarinn
Byrjandi
 
Póstar: 3
Skráður: 14 Jún 2010, 09:37
Staðsetning: Keflavík

Pósturaf R 69 » 21 Jún 2010, 18:49

Gaman að þessu [4
Notandamynd
R 69
Alltaf hér
 
Póstar: 225
Skráður: 12 Ágú 2006, 13:25
Staðsetning: Kópavogur

Pósturaf Sigurbjörn » 21 Jún 2010, 23:14

Fróðlegt
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Pósturaf Gaui » 22 Jún 2010, 02:35

Mætti koma miklu meir af svona.
Þarna græddir þú miklu lífi í vefinn okkar.
Eitthkvað annað en helv nöldrið sum staðar, virðiðst ekki nokkur leið til að fá menn af því hvernig sem maður lætur.
Hafðu mikla þökk fyrir og vil benda þér á að í bókasafninu okkar á að vera The complet story og chevrolet ásamt fleirri chevi bókum sem ég gaf þangað einhvern tímann.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Þakka þakkir...

Pósturaf Þórarinn » 23 Jún 2010, 01:48

Heill og sæll Gaui,
ég andmæli þrasi með því að taka ekki þátt í því, en góður punktur og takk fyrir að benda á bækurnar. Upphaflega var klúbburinn stofnaður til þess væntanlega að halda lífi í þessu áhugamáli, þróun félagasamtaka fer alfarið eftir félagsmönnum sjálfum. Það er ekki nóg að vera í félaginu og mæta á einstaka samkomur þörfin liggur í að selja félagið, yngja upp og halda því við. Ef öll orkan fer í að halda bílunum við, deyr félagið eða í það minnsta verður einhæft, leiðinlegt og fráhrindandi.
..og áður en það kemur, þá já, ég er fordómafullur en gef öllum möguleika á að afsanna mína trú. Þannig eru flestir að koma mér á óvart, og í guðana bænum (félagsbræður og systur) ekki taka þessu persónulega, þetta er bara mín skoðun og það er bundið við stjórnarskrá (ennþá) að allir menn hafa frjálsann vilja.
Kv.
Tóti
8639700
Notandamynd
Þórarinn
Byrjandi
 
Póstar: 3
Skráður: 14 Jún 2010, 09:37
Staðsetning: Keflavík


Fara aftur á Sportbílar

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron