Að flytja inn

Spjall um auglýsingar sem birtast á Markaðnum. Vinsamlegast vandið umræðurnar, ekki fyrir beinar auglýsingar.

Póststjórar: Sigurbjörn, ADLERINN®

Að flytja inn

Pósturaf Volvo164 » 13 Apr 2008, 20:38

Mynd

Mynd

Get fengið þennan gullmola út í svíþjóð og er hann ekinn undir 50.000 km og er einn eigandi alla tíð af honum en hann er árgerð 1972 og er með öllum aukabúnaði sem til var í þá tíð eins og topplúgu ofl þægindum.

Hann hefur alltaf verið geymdur í upphituðu húsnæði og aldrey verið ekið að vetri til nema snjólaust væri

Lakkið er órispað og ekki til ryðblettur í bílnum og er hann eins og glænýr að innan og er vélarýmið laust við allt olíusmit og óhreinindi bara eins og nýtt allt saman og óslitinn bíll

Verð er 590 þús ísl Kr-

Ég er alvarlega að hugsa um að skella mér á hann en hvað er maður að borga í toll af svona bifreið er það hlutfall af verðinu eða fast gjald

Er ekki bara málið að skella sér út til sverige og aka honum niður til Hanstholm DK og um borð í Norrænu og vera bara búinn að sjæna hann og bóna fyrir 17 Jún :P
Volvo164
Veit allt
 
Póstar: 16777215
Skráður: 10 Apr 2008, 01:04
Staðsetning: Reykjanesbær

Pósturaf Anton Ólafsson » 22 Maí 2008, 09:38

Sæll.

Það er mjög þægileg reiknivél inn á BMWkraftur síðunni,

Hér er bein slóð á hana,

http://bmwkraftur.is/innflutningur/
A-1964
A-1967
A-1972
Notandamynd
Anton Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 237
Skráður: 17 Apr 2004, 23:10
Staðsetning: Akureyri

Re: Að flytja inn

Pósturaf Mercedes-Benz » 22 Maí 2008, 12:28

Volvo164 skrifaði:[Er ekki bara málið að skella sér út til sverige og aka honum niður til Hanstholm DK og um borð í Norrænu og vera bara búinn að sjæna hann og bóna fyrir 17 Jún :P


Flottur bíll..... Keyptu hann bara..... :wink:

Eini gallinn er að hann fer í 45% toll þar sem að hann er ekki orðinn 40 ára, en þetta er svo sjæní vagn að það má alveg borga smá aur auka fyrir það.
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Björgvin Ólafsson » 23 Maí 2008, 21:46

Þessi er golden í orðsins fyllstu :lol:

Nú er bara að stökkva á dæmið!!

kv
Björgvin
Notandamynd
Björgvin Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 340
Skráður: 02 Apr 2004, 09:33
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 26 Maí 2008, 18:55

Sæl Öllsömul.

Já alveg gullfallegur bíll, og merkið er ekkert slor heldur. Þessi er mjög mikið upprunalegur.

Væri alveg til í að fá að setja tvö 11 cm stór gler í hanskahólfið á bílnum ef þú nærð í hann til Svíþjóðar.
Ég læt þá bara senda þau á heimilsfang eigandans.

Er að panta gler í þokuljósin á Opel Kapitan-inum mínum.
Þau er erfitt að fá, en ég gat reddað þeim fyrir dágóðan pening.
Frá Svíþjóð. Ónotuðum og upprunalegum.

Verst að þau tvöfaldast í verði ef ég panta þau með pósti og öllum pakkanum, ef þú skilur hvað ég meina.

Hafðu samband við mig ef þú getur eitthvað aðstoðað mig varðandi heimkomu þessara glerja. Slíkt væri vel þegið.

Ég heiti Heimir H. Karlsson, Opelmaður, og er í síma 844-7754.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf Gunnar Örn » 27 Maí 2008, 18:13

Þetta er alveg örugglega einstakur bíll og ég væri ekkert að hugsa mig tvisvar um heldur bara stökkva á hann.
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Mercedes-Benz » 31 Maí 2008, 12:11

Gunnar Örn skrifaði:Þetta er alveg örugglega einstakur bíll og ég væri ekkert að hugsa mig tvisvar um heldur bara stökkva á hann.


Nákvæmlega... :wink:
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík


Fara aftur á Markaðsumræða

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron