Kaiser Jeep CJ-5

Spjall um auglýsingar sem birtast á Markaðnum. Vinsamlegast vandið umræðurnar, ekki fyrir beinar auglýsingar.

Póststjórar: Sigurbjörn, ADLERINN®

Pósturaf ADLERINN® » 06 Júl 2008, 19:26

Siggi Royal skrifaði:Minn íslenski cj6 kom til landsins 1963 sem húslaus cj5. Hann var fluttur inn af Agli Vilhjálmssyni hf. Cj5 var 91 tomma á milli hjóla, en cj6 var 101. Áþessum tíma voru jeppar tollaðir eftir hjólhafi og lenti því cj6 í fólksbílaflokki og kostaði því helmingi meira en cj5. En einsog alltaf, síðan á söguöld, hafa íslendingar kunnað að fara bakvið lögin. Þeir hjá Agli tóku bara venjulegan cj5 og söguðu hann tvennt og lengdu um 50 cm, þá var hann orðinn cj6. Sára fáir orginal cj6 voru fluttir til landsins, en þessir íslensku þekkjast á langri flatjárnsplötu, sem sett var utan á grindina, sem gerði hana nánast ódrepandi. Varðandi Tuxedo Park, er hann mikið raritet meðal jeppa, því hann var með V6 Buick 4ra gíra og miklu krómi, svo sem stuðurum að aftan framan.


Þetta er gott svar varðandi: "hvað er Íslenskur CJ6"

:)

Kaiser keypti framleiðsluleyfi og mót frá GM til að framleiða V6 Buick frá 1965-1970.

Mynd
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Siggi Royal » 08 Júl 2008, 20:32

Það var ýmislegt sem Egill Vlhjámsson hf breytti í Willysjeppunum nýjum. T.d, varð að færa varadekkið af hægri hlið og setja að aftan, eins og á herjeppunum. Þetta voru einhverjar breyddarreglur. Einnig voru smíðuð í þá tveggja manna hægri sæti og í cj6 voru smíðuð, samanbrjótanleg þriggja manna aftursæti, sem hvíldu ofan á innri breddunum og húsin voru hækkuð, fyrir aukið höfuðrými. Minn cj6 er til dæmis skráður, farþegatala 5, þar af 2 hjá ökumanni. Mér sýnist að sá ágæti cj5, sem var upphaf þessarar skemmtilegu umræðu, sé með íslenskri breytingu á framsætafyrirkomulagi. Ég vil einnig þakka fyrir myndina af hvíta cj6 Tuxodo park jeppanum. Ég var búinn að gleyma hvað þeir voru fallegir með blæjum.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Sigurbjörng » 09 Júl 2008, 23:02

Er til einhver bók eða eitthvað sem segir frá því sem var gert Hjá Agli. Það er rosalega gaman af svona sögum og þetta er hluti af íslenskri bíla sögu sem má ekki gleymast eða glatast.
En CJ6 eru einu willys bílarnir sem mér finnst flottir með blæju. :D
kv
Sigurbjörn Gunnars
Notandamynd
Sigurbjörng
Alltaf hér
 
Póstar: 424
Skráður: 17 Ágú 2005, 23:10
Staðsetning: Neskaupstaður

Pósturaf ADLERINN® » 09 Júl 2008, 23:21

Sigurbjörng skrifaði:Er til einhver bók eða eitthvað sem segir frá því sem var gert Hjá Agli. Það er rosalega gaman af svona sögum og þetta er hluti af íslenskri bíla sögu sem má ekki gleymast eða glatast.
En CJ6 eru einu willys bílarnir sem mér finnst flottir með blæju. :D


Við þurfum ekki neina bók við höfum hann Siggi Royal til að segja okkur hvernig þetta var gert í þá daga.

:wink:
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Siggi Royal » 11 Júl 2008, 12:05

Í bókaflokkinum um Iðnsögu Íslendinga, er ein bók, sem mig minnir að heiti "Brotin drif og bílamenn", eftir Ásgeir Sigurgestsson, nokkuð skrifað um jeppa yfirbyggingar.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf ADLERINN® » 11 Júl 2008, 12:31

Siggi Royal skrifaði:Í bókaflokkinum um Iðnsögu Íslendinga, er ein bók, sem mig minnir að heiti "Brotin drif og bílamenn", eftir Ásgeir Sigurgestsson, nokkuð skrifað um jeppa yfirbyggingar.


Brotin drif og bílamenn
Saga bifreiðaveiðgerða og Félags bifvélavirkja á fyrri hluta aldarinnar.
Brotin drif og bílamenn fjallar um upphaf bílaaldar og bifreiðaviðgerða hér á landi allt frá því er menn fikruðu sig áfram við kertaljós á moldargólfum.

http://www.hib.is/bokdetail.asp?ID=97

Ég þekki Ásgeir, fínn kall þar á ferð og með mikla bíladellu :)
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Siggi Royal » 11 Júl 2008, 17:58

Hvurnin er það Adler, er hinn konunglegi köttur fallin af hásæti sínu og eitthvert villuráfandi unglingagengi á blæjubíl búið að taka völdin.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf ADLERINN® » 11 Júl 2008, 18:51

Siggi Royal skrifaði:Hvurnin er það Adler, er hinn konunglegi köttur fallin af hásæti sínu og eitthvert villuráfandi unglingagengi á blæjubíl búið að taka völdin.


Kötturinn þótti of stór. :lol:

Mynd Mynd Mynd Mynd

Ég hef gaman að því að skipta um mynd annað slagið svona til að hafa tilbreytingu í þessu.
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Siggi Royal » 11 Júl 2008, 21:24

Það er ekki að spyrja með lýðveldissinnana, þeir eru smáir og lítilfjörlegir í hugsun.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf ADLERINN® » 22 Júl 2008, 14:02

Jeppinn er á leiðini í bæinn og verður komin í Breiðholtið núna seinni partinn í dag.

:)
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf ADLERINN® » 24 Júl 2008, 23:58

Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Fyrri

Fara aftur á Markaðsumræða

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron