Subaru 1800 Fáir svona eftir

Spjall um auglýsingar sem birtast á Markaðnum. Vinsamlegast vandið umræðurnar, ekki fyrir beinar auglýsingar.

Póststjórar: Sigurbjörn, ADLERINN®

Subaru 1800 Fáir svona eftir

Pósturaf ADLERINN® » 08 Maí 2010, 20:13

TS Subaru 1800 á 65.000-

Þetta er árg. ´86, ekinn 244.000 þús. 4x4 háa og láa og 2x4 háa, samlæsingar, nýskoðaður, tapar smá vatni einhvers staðar, mótor smitar olíu. Hann er með dráttarkúlu. Kúpling er orðin slöpp. Hann er á sumardekkjum, fínt munstur en aðeins fúin. Lítið ryðgaður en doppur hér og þar. Verður orðinn fornbíll á næsta ári. Annars er best að skoða gripinn bara. Verðhugmynd er 65.000-Uppl. 8471153. Bíllinn er á Akureyri


http://er.is/messageboard/messageboard. ... tiseType=0

Mynd
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Bens » 10 Maí 2010, 11:32

Keyrði svona grip daglega eftir að ég fékk bílprófið á sínum tíma.
Mikið djö... voru þetta skemmtilegir bílar í snjó og hálku :wink:

Eins og þetta voru algengir bílar þá er lítið eftir af þeim enda frekar ryðsæknir. Væri synd að þeir hyrfu alveg....
Benedikt H. Rúnarsson - GSM 858 6313
Daihatsu Charade XTE Coupé (G10) - 1982 - Seldur
Mercedes-Benz 220SEb Coupé (W111) - 1965 - Seldur
Notandamynd
Bens
Alltaf hér
 
Póstar: 165
Skráður: 07 Mar 2006, 20:37
Staðsetning: Garðabær

1800

Pósturaf Helgi » 10 Maí 2010, 14:05

Ég átti einn svona og hann var bara skratti góður. eyddi að vísu eins og stór Benz :? en fór mikið meira. bilaði lítið, riðgaði mikið. Í lokin pissaði hann niður [30 [23 og fór í fílu þegar það stökk í veg fyrir hann grár og ljótur ljósastaur.:oops:
Helgi Biering.

Fiat X1/9 Bertone '80
Notandamynd
Helgi
Alltaf hér
 
Póstar: 126
Skráður: 12 Jún 2008, 22:50
Staðsetning: Keflavík

Pósturaf ADLERINN® » 10 Maí 2010, 19:52

Ég eignaðist þrjá svona bíla ,mjög góðir bílar en alls ekki gallalausir,ryð var vandamál og svo voru nú vélarnar ekkert sérstaklega endingargóðar.

En þetta voru dugleg kvikindi.
:wink:
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Gunnar Örn » 11 Maí 2010, 00:37

ADLERINN® skrifaði:Ég eignaðist þrjá svona bíla ,mjög góðir bílar en alls ekki gallalausir,ryð var vandamál og svo voru nú vélarnar ekkert sérstaklega endingargóðar.En þetta voru dugleg kvikindi.
:wink:


Ég get nú verið sammála þessu með eiðsluna, og ryðið en að vélarnar endist ekki vel því er ég nú alveg ósammála.
Ég held barasta að ég hafi sjaldan séð svona bíl sem ekki er ekinn að minnsta kosti 250þús. km. eða hvað þá nú meira.
Ég þekki til dæmis einn kall sem er búinn að eiga svona bíl frá upphafi og var hann kominn yfir 400 þúsund núna um áramótinn.
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf ADLERINN® » 11 Maí 2010, 02:31

Gunnar Örn skrifaði:
ADLERINN® skrifaði:Ég eignaðist þrjá svona bíla ,mjög góðir bílar en alls ekki gallalausir,ryð var vandamál og svo voru nú vélarnar ekkert sérstaklega endingargóðar.En þetta voru dugleg kvikindi.
:wink:


Ég get nú verið sammála þessu með eiðsluna, og ryðið en að vélarnar endist ekki vel því er ég nú alveg ósammála.
Ég held barasta að ég hafi sjaldan séð svona bíl sem ekki er ekinn að minnsta kosti 250þús. km. eða hvað þá nú meira.
Ég þekki til dæmis einn kall sem er búinn að eiga svona bíl frá upphafi og var hann kominn yfir 400 þúsund núna um áramótinn.


Jæja Gunni minn ! ertu alveg viss um að vin númer bílsins fitti við vélanúmer :wink:

Ég átti einn sem var ekinn vel yfir 200þ og það var vél númer tvö í honum.
Sá bíll var fjögra ára þegar að ég átti hann og vélin fór hjá mér það var svakalega erfitt að fá vél enda biðlisti eftir vélum en þetta var þegar að það var sem mest af subaru á götunni og þá voru vélar mjög eftirsóttar og partasalar önnuðu ekki eftirspurn.

Olíudælurnar í þessu vélum vildu klikka.
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf svennibmw » 11 Maí 2010, 21:41

Ekki er það nú alveg rétt rétt þarna er um að ræða einhverja þá alsterkustu mótora sem búnir hafa verið til en algengt var að menn pössuðu ekki upp á olíumagn þar sem þeir láku olíu yfirleitt hressilega og
mörgum mórorum var hent fyrir það að menn áttuðu sig ekki á því að þeir gátu gengið bara á annari tímareiminni þó hin slitnaði þ.e. vinstri
reiminni, olíudæluna var mjög auðvelt að skipta um og kostaði um 13.000. kr í tæp 20 ár hjá I.H umboðinu og þurfti helst að skipta um á 150 þús km fresti til að láta undirlyfturnar þeygja.....They dont make them like they used too...... kveðja svenni
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Pósturaf ADLERINN® » 16 Maí 2010, 11:34

Annar

'89 Subaru 1800 station

Er með til sölu '89 módel af Subaru 1800 station. Rauður á litin. Eitthvað af dældum og riðblettum og rispum. Fór með hann í skoðun síðastiliðin föstudag, fékk grænan útaf óþéttu pústi. Ég hafði hugsað mér að fá á hann 11 miða áður en hann yrði seldur. En ef einhver vill frekar fá hann með græna miðanum er það einnig í góðu lagi mínvegna. Verðhugmynd á bílnum er 150 þúsund. Hér er linkur fyrir meiri upplýsingar og myndir: http://www.live2cruize.com/spjall/showt ... 00-station
Skoða öll skipti
Er staðsettur í Skagafirði
Fyrir frekari upplýsingar hafði samband á netfangið gvendur-litli@hotmail.com


Mynd
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.


Fara aftur á Markaðsumræða

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron