Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Spjall um auglýsingar sem birtast á Markaðnum. Vinsamlegast vandið umræðurnar, ekki fyrir beinar auglýsingar.

Póststjórar: Sigurbjörn, ADLERINN®

Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf Jón Hermann » 16 Feb 2012, 18:24

Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík

Re: Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf hugrunosk » 19 Feb 2012, 14:14

Þar sem ég er alveg ný í þessum málum, er sem sagt erfitt að finnan Fiat 127 á klakanum?
Draumabíllinn minn og ég fór að skoða þennan en hann er alveg svaðalega ryðgaður.

Hvað er raunhæft að borga fyrir svona bíl? það fylgja með hurðir til skiptanna en afturhlerann þyrfti að skipta um, spurning um að skipta um grill og ýmislegt fleira.

Er mögulegt að finna afturhlera til skiptanna? og hvar er þá best að leita?
Nýtt áhugamál, að eignast Fiat 127 sem þarfnast ekki brjálæðislegs viðhalds ;)
hugrunosk
Þátttakandi
 
Póstar: 11
Skráður: 18 Feb 2012, 17:09

Re: Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf Jón Hermann » 19 Feb 2012, 15:26

Ætli það sé til nokkuð raunhæft verð á gömlum bílum og verðið sem þeir seljast á uppgerðir er bara lítið brot af því sem kostar að gera þá upp.
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík

Re: Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf Jón Hermann » 19 Feb 2012, 15:30

Ég er nokkuð viss um að það eru ekki margir 127 Fíat bílar til en þessi varð á vegi mínum í gær á Akranesi
Viðhengi
DSC00087 (Small).JPG
DSC00087 (Small).JPG (51.22 KiB) Skoðað 11049 sinnum
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík

Re: Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf hugrunosk » 19 Feb 2012, 16:18

Ætli það sé til nokkuð raunhæft verð á gömlum bílum og verðið sem þeir seljast á uppgerðir er bara lítið brot af því sem kostar að gera þá upp.


Já og þar liggur hundurinn að mestu grafinn, að ég hef ekkert vit á að gera upp svona bíl en langar svo sannarlega að læra það og vinna að því að eignast draumabílinn minn aftur ;)

Þessi sem er hér á Ak er ekki ekinn nema rúma 54 þús km og mér skilst að það sé bodyið sem þarf mikla ást.
Er að byrja að lesa mér til á netinu um að gera upp gamla bíla, einhversstaðar verður maður víst að byrja ;)

Sá að í UK er einnig sjaldgæft að rekast á þessa bíla til sölu.
Nýtt áhugamál, að eignast Fiat 127 sem þarfnast ekki brjálæðislegs viðhalds ;)
hugrunosk
Þátttakandi
 
Póstar: 11
Skráður: 18 Feb 2012, 17:09

Re: Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf Gaui » 19 Feb 2012, 21:59

Alltaf svolítið flottir þessir 127 bílar :)
Ef menn væru alltaf að spá í hvort það borgaði sig að gera upp gamla bíla, þá væri enginn fornbíll til. Það er nefnilega þannig að menn eru að þessu ánægjunar vegna, sjá eftir sig skapað verk, unninn sigur, "aftur til fortíðar" tilfinning, þetta er nefnilega listsköpun.
Svo blessuð vertu, ef þú ert í alvöru að "pæla" í þessu (eða hugsa um þetta), þá láttu ekkert stoppa þig, kaup á grunni verður alltaf að eiga sér stað.
Því miður er það svo að margur forngripurinn hverfur til " himnaríkis bílanna" vegna þess að menn halda að þeir séu með gríðarleg verðmæti í höndunum sem þeir ætla að gera upp "seinna".
Ég hvet þig aftur til dáða, listsköpun er holl fyrir sálina.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Re: Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf hugrunosk » 19 Feb 2012, 22:16

TAkk fyrir það Gaui ;)

Er að skoða partasölur og Ebay, senda pósta og ath með varahluti ;)

Vantar helst mann sem hefur verið að gera upp bíla með mér að skoða því eiginmaðurinn og pabbi hrista bara hausinn yfir þessari "vitleysu" og sjá bara ryðhrúguna en ekki draumabílinn undir ;)

Svo ef þið þekkið einhvern á Akureyri sem vildi aðstoð mig að skoða þá megið þið gjarnan benda mér hann ;)
Nýtt áhugamál, að eignast Fiat 127 sem þarfnast ekki brjálæðislegs viðhalds ;)
hugrunosk
Þátttakandi
 
Póstar: 11
Skráður: 18 Feb 2012, 17:09

Re: Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf Gaui » 19 Feb 2012, 22:21

hugrunosk skrifaði:TAkk fyrir það Gaui ;)

Er að skoða partasölur og Ebay, senda pósta og ath með varahluti ;)

Vantar helst mann sem hefur verið að gera upp bíla með mér að skoða því eiginmaðurinn og pabbi hrista bara hausinn yfir þessari "vitleysu" og sjá bara ryðhrúguna en ekki draumabílinn undir ;)

Svo ef þið þekkið einhvern á Akureyri sem vildi aðstoð mig að skoða þá megið þið gjarnan benda mér hann ;)

Þetta er aldeilis flott boð [4
Ég trúi ekki að nokkur norðan maður láti þetta fram hjá sér fara [4
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Re: Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf hugrunosk » 26 Feb 2012, 16:16

Ég hugsaði mig of lengi um, fann engan til að hjálpa mér og það er búið að selja bílinn :cry:
Renndi framhjá honum áðan svo það er ekki búið að sækja hann en sé að hann var merktur seldur fyrir 4 dögum síðan á netinu,
Nýtt áhugamál, að eignast Fiat 127 sem þarfnast ekki brjálæðislegs viðhalds ;)
hugrunosk
Þátttakandi
 
Póstar: 11
Skráður: 18 Feb 2012, 17:09

Re: Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf Sigurbjörn » 26 Feb 2012, 17:02

Svo er annar á Skaganum.Virðist líta þokkalega út á myndinni ofar í þessum þræði
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Re: Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf hugrunosk » 26 Feb 2012, 18:25

Hvernig fer maður að því að komast að hver eigandinn er?
þekki ekki sálu á Skaganum sem ég gæti spurt, en alveg þess virði að reyna að komast að þessu og ath hvort bíllinn sé falur og hvernig ástandið á honum er.
Nýtt áhugamál, að eignast Fiat 127 sem þarfnast ekki brjálæðislegs viðhalds ;)
hugrunosk
Þátttakandi
 
Póstar: 11
Skráður: 18 Feb 2012, 17:09

Re: Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf Helgi » 27 Feb 2012, 22:53

Gat einhverra hluta vegna ekki svarað inni á ræðinum þar sem verið var að spyrja um varahluti í ´Fiat 127. En ég tel víst að þessir geti svarað því hvar fáist varahlutir í Fiat 127. http://www.fiat127.co.uk/forum/ Annars held ég að hann sé eins og Fiatinn minn með það að það fæst ekkert í þá hér heima og umboðið getur ekki reddað neinu, (er enn að bíða eftir lykilefni í '98 Bravo, sem að vísu er farinn í pressuna).
Hér er annar linkur sem gæti komið að gagni með eitthvað. http://www.fiatforum.com/ og svo mögulega eitthvað hérhttp://www.eurosport-uk.net/shop/.

Vonandi færðu bíl til að klappa, en bara passa að spóla ekki afturábak, þeir þoldu það illa :lol: (been there, done that)
Helgi Biering.

Fiat X1/9 Bertone '80
Notandamynd
Helgi
Alltaf hér
 
Póstar: 126
Skráður: 12 Jún 2008, 22:50
Staðsetning: Keflavík

Re: Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf Gaui » 27 Feb 2012, 23:03

Helgi skrifaði:Gat einhverra hluta vegna ekki svarað inni á ræðinum þar sem verið var að spyrja um varahluti í ´Fiat 127. En ég tel víst að þessir geti svarað því hvar fáist varahlutir í Fiat 127. http://www.fiat127.co.uk/forum/ Annars held ég að hann sé eins og Fiatinn minn með það að það fæst ekkert í þá hér heima og umboðið getur ekki reddað neinu, (er enn að bíða eftir lykilefni í '98 Bravo, sem að vísu er farinn í pressuna).
Hér er annar linkur sem gæti komið að gagni með eitthvað. http://www.fiatforum.com/ og svo mögulega eitthvað hérhttp://www.eurosport-uk.net/shop/.

Vonandi færðu bíl til að klappa, en bara passa að spóla ekki afturábak, þeir þoldu það illa :lol: (been there, done that)

Það var sagt um breska herbíla hér um árið, að varasamt væri að kaupa þá notaða, þar sem "bakk" gírinn væri ónýtur, alltaf á undanhaldi.
Varð vitni að því að kunningi minn eignaðist svoleiðis grip, Austin með RR mótor, þegar búið var að setja á hann bensín var farið að prófa.
Vitið menn, hrökk linnulaust úr "bakkinu".
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Re: Það er enn til Fíat 127 á klakanum

Pósturaf Twincam » 22 Maí 2012, 00:38

Ég veit að í húsi hérna ská á móti mér í Hafnarfirðinum, þar leynist einn, að mér sýnist Fiat 127 í bílskúrnum.
Ég hef reyndar aldrei séð nema aftan á bílinn, þar sem hann stendur inni í skúr og virðist aldrei fara út.
Eini sjáanlegi munurinn á honum í hvert skipti er að stundum stendur hann í hjólin, stundum er hann á lofti.
En sá bíll er hvítur og að því að mér sýnist, þá er hann í mjög flottu standi útlitslega séð. Ég hef nú aldrei
kunnað við að ónáða þann gamla sem á hann með spurningum um bílinn. En kannski að maður láti sig hafa
það einhvern daginn. Svona þegar maður sér glitta í hvítan "rassinn" í skúrgatinu næst....
Rúnar P - 662-5272
Toyota Corolla AE86
Toyota Corolla AE86
Toyota Corolla XLi
Suzuki Sidekick
Nissan Sunny 4x4
Og sitthvað fleira...
Twincam
Þátttakandi
 
Póstar: 30
Skráður: 25 Feb 2010, 16:54
Staðsetning: Hafnarfjörður


Fara aftur á Markaðsumræða

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron