25 ampera Öryggi

Hérna er hægt að koma með fyrirspurnir um hvort klúbburinn eigi til viðkomandi varahlut til sölu úr lager sínum, fyrirspurn verður svarað hér eins fljótt og hægt er en varahlutanefnd er 1 sinni í viku að störfum á Esjumelnum. Ef svara á annað hátt þarf að fylgja með sími eða netfang.

Póststjórar: Móri, GSA

25 ampera Öryggi

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 24 Maí 2011, 22:29

Sæl Öllsömul.

Ætli það séu til 25 ampera öryggi hjá varahlutalagernum ?

Um er að ræða ílangt plastöryggi með vír milli póla.

Slík öryggi eru í bílum hjá mér frá 1959-1965.

25 ampera öryggið er hvítt, styttra og feitara að lögun, en þessi hefðbundu.

Bílanaust (N1) og fleiri, eru að selja slatta af þessum gömlu góðu öryggjum, af ýmsum stærðum.
En eiga ekki til 25 ampera af þessari lengd g lögun.

Væri vel þegið, ef einhver á slík öryggi og er tilbúin að láta mg hafa, eða veit hvar ég get nálgast þau.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf GSA » 27 Maí 2011, 21:54

Sæll Heimir ég man ekki eftir að hafa séð 25 ampera öryggi á
melnum.En endilega látu sjá þig og gramsaðu aldrei að vita.


K V.Garðar
GSA
Þátttakandi
 
Póstar: 20
Skráður: 27 Mar 2008, 23:31


Fara aftur á Varahlutalager FBÍ

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron