Christine

Sérhæfðara spjall um bíla sem hafa náð 25 ára aldri og eru framleiddir eftir 1950. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Christine

Pósturaf Binni » 31 Mar 2004, 16:32

Sælir félagar,ég var að horfa á hina frábæru bílamynd Christine núna um daginn og endurrækti hún minn rosalega áhuga að eignast Plymouth Fury 57-58 árg,Gamli kallinn hann Gunnar frá Stóragerði( Pabbi minn) sagði mér frá því að svoleiðis bíll hafði verið fluttur inn í vegna myndarinnar Djöflaeyjan......
Veit einhver hvar þessi bíll liggur í dag ? og hvort hann sé til sölu ??
Bíla og búvélasafnið Stóragerði í skagafirði.
Binni
Byrjandi
 
Póstar: 9
Skráður: 31 Mar 2004, 16:29
Staðsetning: Rvk

Pósturaf hilmarb » 01 Apr 2004, 14:52

Þessi bíll er Sport Fury 1959 og var fluttur inn af Eyjólfi Brynjólfssyni í Jöfri vorið 1988, í engum tengslum við myndina. Bíllinn var algjörlega upprunalegur að öllu leyti og sem nýr, drapplitur (upphaflegt lakk), ekinn ef ég man rétt um 50.000 mílur. Hann var síðar keyptur af aðstandendum Djöflaeyjunnar og sprautaður í hörmulegum rauðum lit. Hann er núna skráður á Jón Ara Jónsson sem býr í Skipasundi 55. Um ástand á bílnum í dag veit ég ekki.
hilmarb
Byrjandi
 
Póstar: 5
Skráður: 01 Apr 2004, 14:44

Pósturaf Jón G » 02 Apr 2004, 08:25

Plymouth sá er notaður var í myndinni Djöflaeyjan Y-59 er Fury 1959 árg, annar tveggja sem verið hafa hér, hinn var J-150 blár/hvítur, en í Stephen King myndinni Christine frá 1983 er notaður 1958 Fury, 5303 framleiddir, upphaflegt verð $3067, en upphaflega er Fury 1957 & 1958 2d ht drapplitur ( ljós brúnn ), eins og sést í myndinni er aðeins til einn 1958 Fury litur. 1959 voru framleiddir Fury og Sport Fury, sem var aðeins í drapplit, en Fury var í öllum litum og gerðunum 2d og 4d ht og sedan. Í mars 2004 fór annar tveggja Fury bíla, sem til eru úr myndinni "Christine" á $167.400 á uppboði Jackson-Barrett Palm Beach http://www.cars-on-line.com/barrett-palm04.html
Einn orginal 1958 Fury var til á Suðurnesjum 350 cub 315 hö vél og 2 x 4 hólfa blöndungar með 3 þrepa TorqueFlite-skiptingu 7.7 sek 0-100 km. Þennan Fury áttu m.a. Gunnar Häsler Lyngbraut 3 Garði sími 422-7280, einng átti Vilhjálmur trésmiður Garði frændi Gunnars bílinn. Keflavíkur 58 Fury-inn var eitt helsta spyrnutæki landins um árabil, og þegar muscle-cars komu fram á Íslandi um 1968-9, þá var sett 440 cub 375 hö vél í 58 Fury-inn úr Bláum/hv 1967 Plymouth Belvedere II GTX, sem fór síðan í sölunefndina með 6 cyl vél, en er núna með 426 Hemi og Íslandsmetshafi standard bíla (óbreyttra) í kvartmílu 12.54 sek, eig Gunnar Gunnarsson (sjá mynd http://paranoid.is-a-geek.com/Mopar/Mopar%20009.jpg ) Á sama uppboði fór '67 GTX 426 Hemi á $84.240 http://www.cars-on-line.com/barrett-palm04.html 1958 fury-inn sást síðast mjög heillegur 1975-80 vélarlaus við Síld & Fisk við Reykjanesbraut Hafn. Sumar sögur segja hann urðaðan þar við húsið.
Hér er slóð á síður klúbbs, sem er um þessa Fury bíla. http://clubs.hemmings.com/frameset.cfm?club=goldenfin

Plymouth Belvedere Sport Coupe 1958 2d ht, 36.043 framleiddir, upphaflegt verð $2.457 er til í Kef, eig. Gunnar Sveinbjörnssonar Vatnsnesvegi 23 Kef sími 421-5845 og hefur alla tíð verið á Íslandi, en er nú langt kominn í uppgerð undir rauðu/hvítu lakki. Allt Fury kittið er til á hann. Þessi bíll er nákvæmlega eins sá bíl, sem myndaður var í Christine.
Síðast breytt af Jón G þann 25 Maí 2004, 23:22, breytt samtals 6 sinnum.
Jón G
Bannaður
 
Póstar: 77
Skráður: 02 Apr 2004, 07:26

Pósturaf Binni » 02 Apr 2004, 10:26

hilmarb skrifaði:Þessi bíll er Sport Fury 1959 og var fluttur inn af Eyjólfi Brynjólfssyni í Jöfri vorið 1988, í engum tengslum við myndina. Bíllinn var algjörlega upprunalegur að öllu leyti og sem nýr, drapplitur (upphaflegt lakk), ekinn ef ég man rétt um 50.000 mílur. Hann var síðar keyptur af aðstandendum Djöflaeyjunnar og sprautaður í hörmulegum rauðum lit. Hann er núna skráður á Jón Ara Jónsson sem býr í Skipasundi 55. Um ástand á bílnum í dag veit ég ekki.


'Eg ætla að prufa að grafa upp nr ið hjá honum og heyra í honum hljóðið !
Bíla og búvélasafnið Stóragerði í skagafirði.
Binni
Byrjandi
 
Póstar: 9
Skráður: 31 Mar 2004, 16:29
Staðsetning: Rvk

...

Pósturaf Björgvin Ólafsson » 13 Apr 2004, 20:50

Sælir!

Hvernig er það var ekki svona Plymouth í Skagafirðinum, eða var það Dodge?

Ef mig misminnir ekki þá sá ég hann síðast heima hjá ykkur feðgum 8)

Hvernig er standið á honum í dag?

kv
Björgvin
Notandamynd
Björgvin Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 340
Skráður: 02 Apr 2004, 09:33
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Binni » 15 Apr 2004, 16:12

Coronet er bíllinn,hefur það gott inn í skemmu,vantar talsvert af varahlutum í hann og mikin tíma :lol:
Bíla og búvélasafnið Stóragerði í skagafirði.
Binni
Byrjandi
 
Póstar: 9
Skráður: 31 Mar 2004, 16:29
Staðsetning: Rvk


Fara aftur á Bílar eftir 1950

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron