Síða 3 af 4

Sending

PósturSent inn: 22 Mar 2008, 12:42
af Guðbjartur
Jæja ég var að fá smá sendingu frá Moss Motors.

Mynd
MGB 1969 by Aðalbjartur, on Flickr[/img]


Ég fékk nýjar gólfplötur, nýja ytri og innri sílsa. Allar fóðringar í
undirvagninn, allt nýtt í stýrisgang, nýja gorma, nýjar bremsudælur
að framan og að aftan, nýja diska og klossa að framan, nýja borða
og skálar að aftan, efra og neðra slípisett í mótor, allar pakkdósir í
mótor og gírkassa, nýja mótorpúða og gírkassapúða, nýjar
pústupphengjur, nýjar hjólalegur, nýir þurkuarmar og þurkublöð, ný
bremsuhöfuðdæla, efri og neðri kúplingsdælur,nýtt kúplingssett,
smursíur og bensínsíur, ný pakkningasett í blöndungana, pústpakkningar,
nýja krossa í drifskaftið, nýja sætissleða, og margt fleira.

Svo tók ég mælaborðið úr áðan og þetta er afraksturinn.

Mynd
MGB 1969 by Aðalbjartur, on Flickr[/img]

Mynd
MGB 1969 by Aðalbjartur, on Flickr[/img]

Mynd
MGB 1969 by Aðalbjartur, on Flickr[/img]



Kv Bjartur

PósturSent inn: 22 Mar 2008, 13:06
af ADLERINN®
Flott stikki !en þú veist að þú verður að stífa boddýið af gagnvart rifum áður en þú ferð að skipta um sílsana og eins að passa þig á því að hafa búkka á réttum stöðum.

:wink:

PósturSent inn: 22 Mar 2008, 13:26
af Guðbjartur
Já ég var búinn að heyra af því. Ég er með myndband af því þegar
þessi aðgerð er gerð og einnig MGB uppgerðarbók sem leiðir mann
áfram í þessu ferli en endilega komið með hugmyndir og leiðréttið
mig ef þig sjáið að ég er að gera eitthvað rangt, maður kann nú ekki allt :oops:

Kv Bjartur

PósturSent inn: 22 Mar 2008, 14:49
af ADLERINN®
Guðbjartur skrifaði:Já ég var búinn að heyra af því. Ég er með myndband af því þegar
þessi aðgerð er gerð og einnig MGB uppgerðarbók sem leiðir mann
áfram í þessu ferli en endilega komið með hugmyndir og leiðréttið
mig ef þig sjáið að ég er að gera eitthvað rangt, maður kann nú ekki allt :oops:

Kv Bjartur


Það hafa margir sem hafa talið sig vera fullfæra til að gera upp bíla lend í því að klikka á þessu.

En þú ert greinilega á réttri leið :)

PósturSent inn: 22 Mar 2008, 18:35
af Guðbjartur
MGB

PósturSent inn: 13 Apr 2008, 21:37
af Guðbjartur
Jæja það er búið að vinna smá í bílnum.

Mynd
MGB 1969 by Aðalbjartur, on Flickr[/img]

Verið undirbúa að taka hjólastellið undan.

Mynd
MGB 1969 by Aðalbjartur, on Flickr[/img]

Hjólastellið komið undan.

Mynd
MGB 1969 by Aðalbjartur, on Flickr[/img]

Hjólastellið komið undan og þess má til gaman geta að það eru bara
4 boltar sem halda öllu stellinu.

Mynd
MGB 1969 by Aðalbjartur, on Flickr[/img]

Botninn á bíllnum áður en farið var að skera.

Mynd
MGB 1969 by Aðalbjartur, on Flickr[/img]

Búið að skera plöturnar úr.

Mynd
MGB 1969 by Aðalbjartur, on Flickr[/img]

Mynd
MGB 1969 by Aðalbjartur, on Flickr[/img]

Byrjað að flétta ofan af burðarbitunum.

Mynd
MGB 1969 by Aðalbjartur, on Flickr[/img]

Allt heilt og fínt hér.

Mynd
MGB 1969 by Aðalbjartur, on Flickr[/img]

Hér sjáið þig greinilega hvað gólfið var ryðgað þegar ég bar það upp
við ljós.

Kv Bjartur

PósturSent inn: 13 Apr 2008, 21:38
af Guðbjartur
.

PósturSent inn: 13 Apr 2008, 21:38
af Guðbjartur
.

PósturSent inn: 13 Apr 2008, 21:41
af Guðbjartur
.

PósturSent inn: 13 Apr 2008, 22:03
af Guðbjartur
Ekki veit ég afhverju þetta kom svona oft.

PósturSent inn: 14 Apr 2008, 00:58
af ADLERINN®
Guðbjartur skrifaði:Ekki veit ég afhverju þetta kom svona oft.


Það er eithvað bögg í gangi

Mynd

:wink:

Svoldið þreytandi og maður getur alveg lekið niður úr leiðindum þagar að það gerist.



Mynd

PósturSent inn: 14 Apr 2008, 00:59
af ADLERINN®
Guðbjartur skrifaði:Ekki veit ég afhverju þetta kom svona oft.


Það er eithvað bögg í gangi

Mynd

:wink:

Svoldið þreytandi og maður getur alveg lekið niður úr leiðindum þagar að það gerist.



Mynd

PósturSent inn: 28 Apr 2008, 14:53
af Guðbjartur
Jæja þá er ég búinn að hreinsa af burðarbitunum og núna er ég að verða
tilbúinn að setja nýja botnplötur í.

Mynd


Kv Bjartur

PósturSent inn: 28 Apr 2008, 14:54
af Guðbjartur
Mynd

PósturSent inn: 30 Apr 2008, 09:38
af Guðbjartur
Skotgengur bara


Ekki get ég nú sagt það :? En þetta hefst og gengur þokkalega miðað
við það að maður fær bara að stelast út í skúr eftir kvöldmatinn. :lol:

Kv Bjartur