Síða 4 af 4

PósturSent inn: 13 Feb 2010, 14:10
af ADLERINN®
Ford og Ford frontar, það er svipur með usa bílunum og þýska taunus

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

PósturSent inn: 13 Feb 2010, 15:48
af Ásgrímur
vá hvað þessi rauði er flottur - felgurnar

PósturSent inn: 13 Feb 2010, 21:13
af zerbinn
enda stendur ford á þessu

PósturSent inn: 09 Sep 2011, 01:12
af pattzi
Hvernig gengur með þennan í dag áttu hann ennþá?.

PósturSent inn: 09 Sep 2011, 12:59
af ADLERINN®
Ég seldi hann en sá sem keypti hann riðbætti bílinn eftir því sem mér skilst og seldi síðan.Hvar bíllinn er í dag veit ég ekki.

Þetta er hörku bíll og alveg frábært að keyra hann það kom mér talsvert á óvart þar sem þetta er Ford en ég hef mjög svo takmarkaðan áhuga á því merki en trúlega eru þessir bílar svona skemtilegir vegna þess að þeir eru þýskir.

PósturSent inn: 09 Sep 2011, 21:34
af Z-414
ADLERINN® skrifaði:Þetta er hörku bíll og alveg frábært að keyra hann það kom mér talsvert á óvart þar sem þetta er Ford en ég hef mjög svo takmarkaðan áhuga á því merki en trúlega eru þessir bílar svona skemtilegir vegna þess að þeir eru þýskir.

Það hefur lengi verið lögð áhersla á aksturseiginleika hjá Ford í Evrópu enda hafa þeir verið framarlega í í akstursíþróttum og margir þeirra hafa aksturseiginleika sem eru á pari við bíla sem eru margfalt dýrari og "fínni".

En þetta er ekkert endilega Þýskur bíll, Taunus/Cortina TC kom á markaðinn 1970 og var hannaður í sameiningu í nokkrum löndum beggja vegna Atlandshafsins undir yfirstjórn Semon "Bunkie" Knudsen sem var Bandaríkjamaður og þetta útlit (1970-75) er oft kallað "Knudsen Taunus" á meginlandi Evrópu og þykir útlitið bera keim af amerískum bílum frá þessum tíma. Yfirhönnuður var einnig Bandaríkjamaður, Harley F. Copp sem var líka einn af hönnuðum Ford GT40. Þetta var einn af fyrstu bílunum sem Ford hannaði sem "Heims bíl" (World car).

1970 - 1975 er nokkur útlitsmunur á Cortinu og Taunus, Cortina hafði "Coceflösku" línur í hliðunum en Taunus var með beinni línur, undirvagninn er hinsvegar sá sami, einnig mælaborð og innréttingar, eftir 1976 er útlitið líka orðið eins. Bílarnir voru framleiddir í Köln í Þýskalandi, Genk í Belgíu og Dagenham í Englandi. Utan Evrópu voru þeir smíðaðir í Argentínu, Ástralíu, Tyrklandi, Suður Afríku og samkvæmt framleiðsluleyfi af Hyundai í Suður Kóreu. Síðustu bílarnir í Evrópu voru árgerð 1982 en lengst voru þeir smíðaðir í Tyrklandi, til 1994.

Þessi bíll er örugglega skráður þannig að hann sé smíðaður í Þýskalandi en gæti alveg eins komið frá Belgíu, það er hægt að lesa það út úr verksmiðjunúmerinu hvar hann er framleiddur.

Re: Ford Taunus "BJARGAÐ"

PósturSent inn: 07 Feb 2013, 16:17
af Ingvar G
Smá update á þennan. 8)
Mynd