Síða 1 af 1

Ford Capri MkIII 77-87

PósturSent inn: 14 Maí 2010, 21:37
af Sira
Veit einhver um svona Ford Capri MK III
Þetta er minn uppáhalds bíll..
Mynd
Mynd

PósturSent inn: 14 Maí 2010, 21:52
af Ásgrímur

PósturSent inn: 15 Maí 2010, 10:28
af Ramcharger
Man eftir einum sem að var í eigu stelpu fyrir tæpum 25 árum.
Sá var með 3,0 vél :shock:

PósturSent inn: 15 Maí 2010, 12:48
af Moli
Man alltaf eftir tveim '77- og uppúr, bílum sem stóðuvið Vatnagarðana, við hliðina á húsinu við Honda umboðið. Stóðu þar í portinu í einhver ár. Þetta hefur verið fyrir 10-15 árum síðan, seinna stóðu þeir við hús á Fosshálsinum, götunni beint fyrir ofan Ölgerðina, trúlega rétt eftir aldamót. Veit ekki hvað varð af þeim eftir það.

Svo var einn svartur lengi vel á götunni, hann er reyndar '76 árg. En ég held hann (mynd) sé kominn upp á Geymslusvæði og sé farinn að fara frekar illa. Veit ekki um fleiri slíka bíla. :(

Hér er mynd af mínum gamla '74 MK1 og þeim svarta, myndir teknar trúlega um 1994.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

PósturSent inn: 15 Maí 2010, 19:38
af Sira
það Var einn hvítur með rauðri rönd til herna í Skagafirðinum
1600 laser bíll.
Eg veit að hann var seldur á Akueyri fyrir ca 10-12 árum.

Sá einn svartan 2,8 Injection á S-krók um 1995 með gylltar felgur eins og þinn en þetta var MK III bíll því hann var með 4 framljós

PósturSent inn: 15 Maí 2010, 19:55
af Þorkell
Kunningi minn átti ca 1976 fjólubláann með svörtum vínil toppi sem var með 3000 vél ´70 árgerð minnir mig og með númerið G 1925. Held hann hafi keypt hann frá Akureyri. Mjög sprækur bíll og skemmtilegt að keyra hann.Veit ekki hvert hann seldi hann.

Capri

PósturSent inn: 25 Jún 2010, 06:20
af kiddi63
Þennan átti ég einu sinni en ég veit ekki hvar hann er eða hvort hann er ennþá til.

Mynd

Capri

PósturSent inn: 20 Des 2010, 16:16
af chevelle71
Lárus Wöhler ökukennari á einn,eða átti,veit ekki meir
Halldór

MK III 1977

PósturSent inn: 21 Des 2010, 21:33
af Þórður Helgason
Ég átti einn hvítan árg. 1977, Ghia . Nokkuð skemmtilegur.
Fór til Siglufjarðar 1982 held ég.

Hef ekki heyrt af honum síðan.

Siglfirðingar, veit eihver afdrif hans?

Þórður H.

Re: Ford Capri MkIII 77-87

PósturSent inn: 14 Mar 2015, 10:43
af rs1600
mk1 var fallegasti capri þetta er eins og allt hjá ford beint niður á við