Ford Taunus 1976

Sérhæfðara spjall um bíla sem hafa náð 25 ára aldri og eru framleiddir eftir 1950. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Ford Taunus 1976

Pósturaf Z-414 » 04 Júl 2010, 20:16

Ég var að festa kaup á Sunnudags og góðviðris faratæki.
Þetta er Ford Taunus 1.6GL árgerð 1976
Bíllinn er í mjög góðu ástandi og óryðgaður, allt sem ekki er orginal fylgir með (þ.e. orginal hlutirnir). Raunar fylgir hálfur bíll með í varahlutum.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Síðast breytt af Z-414 þann 29 Júl 2010, 22:53, breytt samtals 2 sinnum.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Sigurbjörn » 04 Júl 2010, 22:18

Flottur
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Pósturaf ADLERINN® » 05 Júl 2010, 14:16

Glæsilegt eintak :wink:
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Re: Ford Taunus 1976

Pósturaf admiral » 05 Júl 2010, 17:06

Flotur Bíll
en Myndirnar eru
af Cortinu taunus er
ekki með svona aftur ljós
og ekki með svona grill
og stefnuljós að framan
svo eru stöðararnir á
Taunus með plas hornum
sem ná út á brettin

KV.Símon

Broncorússi 1972

Ford Cortina mk.3 1973
















Z-414 skrifaði:Ég var að festa kaup á Sunnudags og góðviðris faratæki.
Þetta er Ford Taunus 1.6GL árgerð 1976
Bíllinn er í mjög góðu ástandi og óryðgaður, allt sem ekki er orginal fylgir með (þ.e. orginal hlutirnir). Raunar fylgir hálfur bíll með í varahlutum.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
admiral
Mikið hér
 
Póstar: 94
Skráður: 30 Maí 2008, 20:29
Staðsetning: hveragerði

Re: Ford Taunus 1976

Pósturaf Z-414 » 05 Júl 2010, 18:14

cortina skrifaði:Flotur Bíll
en Myndirnar eru
af Cortinu taunus er
ekki með svona aftur ljós
og ekki með svona grill
og stefnuljós að framan
svo eru stöðararnir á
Taunus með plas hornum
sem ná út á brettin

KV.Símon

Broncorússi 1972

Ford Cortina mk.3 1973


Símon, ég veit hvað þú ert að tala um en það er ekki alveg rétt hjá þér, þú ert að tala um Taunus eftir 1979-80.

Smá Cortinu-Taunus sögustund:

Fyrir 1970 voru Taunus og Cortina algjörlega óskyldir fyrir utan að vera frá Ford. Í kringum 1970 stokkar Ford verulega upp framleiðsluna hjá sér og á markaðin kemur svokallaður Taunus/Cortina TC. Í Bretlandi var þessi bíll nefndur Cortina Mk3 en annarstaðar í Evrópu Taunus TC eða TC1 stundum kallaður Knudsen-Taunus eftir einum af yfirmönnum Ford. Þessir bílar voru í grundvallaratriðum eins þó að það væri talsverður útlitsmunur, t.d. hafði Taunus ekki "kókflösku" línuna sem Cortina hafði á afturbrettunum. Af einhverjum furðulegum ástæðum fengu Íslendingar ekki Taunus eins og aðrar þjóðir með hægri umferð heldur Breskar Cortinur en með stýrið vinstra megin eins og Taunusinn.

1976 kemur ný útgáfa af báðum bílunum með að miklu leiti sama undirvagni og áður en mikið breittu útliti og núna eru báðir bílarnir nánast upp á skrúfu eins, í Bretlandi eru þeir nefndir Cortina Mk4 og annarstaðar í Evrópu Taunus 2 eða TC2 en ennþá er sú einkennilega staða að Íslendingar fá umbreittar Cortinur með vinstrihandar stýri frá Bretlandi. Þessi Taunus er sá bíll sem ég var að kaupa. Eini verulegi munurinn milli Taunus og Cortinu var að ef þeir voru með 2 lítra vélum notuðu Bretar 4 sílendra 1993cc "Pinto" vél á meðan Taunus var með V6 1998cc "Cologne" vél (nema "2.0S" útgáfan sem var allstaðar með "Pinto" vélina sem var öflugri en V6-an) og Cortina var bara til 2-dyra í ódýrustu útfæslunum (nema á Íslandi) á meðan Taunus var til 2-dyra í öllum útfærslum. Frá árgerð 1977 var hægt að fá báða með 2.3L V6 "Cologne" vél

1980 kemur síðan síðasta útgáfan af þessum bílum og nú bregður svo við að Íslendingar hætta að fá Cortinur og fara að fá Taunus og þar er kominn bíllinn sem "cortina"(Símon) er að tala um. Undirvagnin er sá sami og boddí svipað en svolítil breyting samt. Gluggar eru stærri, ljós, grill og stuðarar öðruvísi og eitthvað fleira. Áhugafólk um þessa bíla kallar þá Cortina Mk5 og Taunus 3 eða TC3 en Ford notaði það aldrei heldur kallaði þá Cortina '80 og Taunus '80 sem bendir til að þeir hafi litið á þennan bíl sem andlitslyftingu en ekki nýja útgáfu. Í Evrópu var hætt að framleiða þá 1982 en þeir voru framleiddir í Argentínu eitthvað lengur og í Tyrklandi vel fram yfir 1990.

Ég átti á sínum tíma Ford Cortinu 2.0S árgerð 1977 (seldi hana og keypti síðan aftur seinna) og græt það alltaf að hafa ekki varðveitt hana. Hún var orðin svolítið lasin (riðguð og með bilaða vél) þegar ég hætti að nota hana en hefði samt auðveldlega verið hægt að gera hana upp. Ég man bara eftir einum öðrum svona "S" bíl á Íslandi og sá var eiturgrænn (signal green), hugsamlega hafa þær þó verið fleiri.
Ef hún væri til væri hún væntanlega eina 2-dyra 2.0S Cortinan sem til væri en í Bretlandi er talið að aðeins séu til séu 12-15 svona 2.0S og 2.3S bílar og allir 4-dyra.
Hérna er mynd af þessum eðalvagni:
Mynd
Síðast breytt af Z-414 þann 06 Júl 2010, 07:48, breytt samtals 1 sinni.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Siggi Royal » 05 Júl 2010, 21:51

Þetta er mjög fróðlegur pistill hjá þér og kannski hefir Cortina horfið inn í Taunus, þá sögu þekki ég ekki, en ég átti nokkra Taunusa t.d. tvo 12m 62 og 64, einneginn 61 station, með afturljósin í þakantinum yfir afturhurðinni og annann 17m 66. Enginn af þessum bílum voru með Fordmerkin. Vinur minn átti á þessum tíma bíl, sem hét Ford Consul Cortina, sem var með samlitu röragrilli. Consul merkið var fremst á húddinu, Cortina á gaflinum að aftan.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Eldri Cortina og Taunus

Pósturaf Z-414 » 06 Júl 2010, 09:00

Ég er ekki mjög fróður um Cortinu og Taunus fyrir 1970 en ég veit þó að Taunus nafnið á sér langa sögu, fyrstu bílarnir sem Ford í Þýskalandi setti á markaðin með þessu nafni komu 1939.
M-línan af Taunus kom 1952 (12M og 15M) og 1957 klauf Ford framleiðsluna í tvær mismunandi tegundir sem báðar notuðu Taunus nafnið, "Minni Taunus (12M og 15M) og "Stærri Taunus (17M, 20M og 26M).
Taunus TC tók við af minni bílnum 1970 og Granada leysti þann stærri af hólmi 1972.

Hvað Cortinu varðar þá er þessi Ford Consul Cortina sem "Siggi Royal" talar um Cortina Mk1 en fyrstu tvö árin var hún seld sem Consul Cortina en eftir andlitslyftingu 1964 er hún seld undir eigin nafni.
Cortina Mk2 kemur síðan 1967 og Cortina TC eða öðru nafni Mk3 tekur við 1970.

Ford á ennþá Cortinu nafnið og einhverjar pælingar voru í gang um að þeir myndu nota það þegar Mondeo kom á markaðin en það varð ekki af því. En kannski eigum við eftir að sjá Cortinur koma aftur á markað seinna, allavega finnst mér þetta nafn með allra fallegustu bílanöfnum og eitt er með þetta nafn að mér finnst ekki nokkur leið að tala um Cortinu nema í kvenkyni.
Ég hef meira að segja verið að hugsa um hvort ég ætti að panta mér Cortina merki frá Bretlandi og fjarlægja Taunus nafnið sem mér finnst ekki nema í meðallagi fallegt af þeim bláa.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Siggi Royal » 06 Júl 2010, 10:12

Mér þykir nú þú vera aldeilis fróður um þessa bíla og þurfir ekkert að vera draga úr því. Skemmtilegur vinkill þetta með kvenkenningu bíla í nafni þeirra. Ég man í augnablikinu bara eftir Simcu, Vivu, Crestu og Victoriu, jú og svo náttúrulega Toyotu. Skemmtileg hliðar pæling í dellunni. Kannski þekkja einhverjir fleiri kvenkyns bíla.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf R 69 » 06 Júl 2010, 12:39

Siggi Royal skrifaði:Mér þykir nú þú vera aldeilis fróður um þessa bíla og þurfir ekkert að vera draga úr því. Skemmtilegur vinkill þetta með kvenkenningu bíla í nafni þeirra. Ég man í augnablikinu bara eftir Simcu, Vivu, Crestu og Victoriu, jú og svo náttúrulega Toyotu. Skemmtileg hliðar pæling í dellunni. Kannski þekkja einhverjir fleiri kvenkyns bíla.


Hún Mazda vill endilega komast á listann, og hún Volga líka :wink:
Notandamynd
R 69
Alltaf hér
 
Póstar: 225
Skráður: 12 Ágú 2006, 13:25
Staðsetning: Kópavogur

Pósturaf ADLERINN® » 06 Júl 2010, 14:57

R 69 skrifaði:
Siggi Royal skrifaði:Mér þykir nú þú vera aldeilis fróður um þessa bíla og þurfir ekkert að vera draga úr því. Skemmtilegur vinkill þetta með kvenkenningu bíla í nafni þeirra. Ég man í augnablikinu bara eftir Simcu, Vivu, Crestu og Victoriu, jú og svo náttúrulega Toyotu. Skemmtileg hliðar pæling í dellunni. Kannski þekkja einhverjir fleiri kvenkyns bíla.


Hún Mazda vill endilega komast á listann, og hún Volga líka :wink:


Ladan
pandan
Hondan
Bjallan
Celican
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Siggi Royal » 06 Júl 2010, 17:01

Og ekki má gleyma Impölu og Tötru og Oktaviu, en svo hefir Skoda alltaf verið, Skodi þó ritað sé með kvenkyns hætti.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Z-414 » 06 Júl 2010, 17:40

Eiginlega finnst mér tegundarheitin (Toyota, Honda o.s.fr.) ekki telja með vegna þess að þó t.d. Toyota sé eiginlega kvenkynsorð, allavega í Íslensku, þá er t.d. Toyota Landcruser orðið karlkyn. Þannig að typuheitið ræður.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 08 Júl 2010, 15:43

Sæl Ölsömul.

Sæll Z414, virkilega fallegt eintak sem þú hefur náð í.
Fróðlegt að fá yfirsýn um sögu ákveðinna bílategunda.

Ég þykist vita, að í Fornbílaklúbbnum sé fólk sem er gangandi alfræðisafn um ýmsar eða einstakar bílategundir.
Og sögu einstakra bíla.
Væri ekki galið að koma þeirri vitneskju á skriflegt form, jafnvel á Netið.
Efnið autvitað merkt höfundum.
Kanski enn einn spjallþráðinn ?

Mikið er gott að vera fornbílaáhugamaður á meginlandi Evrópu, gott úrval gamalla bíla og stöðugur efnahagur. Ekkert rugl í efnahagsmálum eins og á Íslandi. Kaup á bílum og varahlutum einfaldari en á Íslandi þar sem ennþá eru leifar af gömlu einokunarversluninni, sbr. gjaldeyrishöft.

Gaman að velta fyrir sér ásigkomulagi gamalla bíla frá hinum og þessum löndum, t.d. bera saman Ísland, Evrópu eða USA.
Eða mismun milli landshluta hérlendis.

Auðvitað skiptir veðurfar miklu máli. Ekki mikið um sólbrunið lakk eða sólsprungnar innréttingar í gömlum bílum á Íslandi, líkt og hægt er að sjá á gömlum bílum frá USA.
Færeyingar eiga ekki mikið af fornbílum, saltrok og bleyta sem slær jafnvel út veðurfar í Reykjavík sér til þess.
Færeyingar og flest öll lönd Evrópu og USA (eða hvar sem er í heiminum) eru með miklu háþróðara vegakerfi en Íslendingar.
Flestir sem hafa komið nálægt uppgerð gamalla íslenskara bíla, hafa séð grjótbarðar hjólaskálar og laskaða burðarbita í undirvagni eftir íslenska þjóðvegi.

Varðandi mismun á ásigkomulagi bíla á milli landshluta hérlendis, þá þekkja flestir einhverjar sögur varðandi slíkt.

Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf Z-414 » 27 Júl 2010, 18:50

Þá er ég komin með hann heim, fór síðastliðin fimmtudag ásamt Axel Wium (félagi í Fornbílaklúbbnum og stoltur eigandi að Volvo Amason og fleiri bílum) sem er búinn að vera í heimsókn hjá mér ásamt sinni fjölskyldu og við sóttum hann. Ég keyrði hann frá nágrenni Vínarborgar og heim til mín u.þ.b. 250 km og hann stenst allar væntingar.
Tvö smá vandamál hafa komið upp, einu sinni neitaði hann að starta en lagaðist þegar hann hafði kólnað og hefur ekki borið á því aftur en annar startari fylgir með ef á þarf að halda. Hitt vandamálið er að lítið plaststykki sem heldur gírstangarliðnum saman var brotið og stöngin losnaði upp úr kassanum. Önnur stöng fylgdi með og hún var skrúfuð í í staðin. Annars virðist allt virka og vera í lagi og bíllinn virðist vera algjörlega riðlaus.
Skráði hann síðan og tryggði á mitt nafn á föstudag, hérna í Austurríki getur maður skráð fleiri en einn bíl á sömu númeraplötur og borgar bara gjöld og tryggingar af þeim sem ber hæstu gjöldin. Númeraplöturnar eru síðan bara færðar á milli eftir því hvaða bíl er verið að nota og hann fór á sömu númer og Mondeo-inn minn.
Við Axel skrúfuðum síðan í hann öryggisbelti fyrir aftursætið sem ég var búinn að kaupa til þess að hægt sé að fara með börnin í bíltúr en ég á eftir að ganga frá plötunni á hillunni afturí eftir það.
Ég er ekki alveg sáttur við stýrishjólið í honum, er að spá í að skipta því út fyrir orginal hjólið en það fylgir með.
Þess má geta að þessi bíll virðist vera framleiddur í Genk í Belgíu eins og margir aðrir góðir Evrópskir Fordar þar á meðal Mondeo-inn minn.
Mynd
Mynd
Mynd
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Jón Hermann » 27 Júl 2010, 19:51

Glæsilegur bíll.
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík

Næstu

Fara aftur á Bílar eftir 1950

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron