Benz 300D 1977

Sérhæfðara spjall um bíla sem hafa náð 25 ára aldri og eru framleiddir eftir 1950. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Benz 300D 1977

Pósturaf ztebbsterinn » 28 Nóv 2010, 16:33

Sé að ég hef ekki útbúið þráð hér um einn af bílunum mínum.

Þetta er Benz 300D árgerð 1977 sem ég eignaðist um mitt sumar 2009.
Hann hefur alist upp á Akureyri og nágrenni frá því hann var nýr.
Að sögn var hann leigubíll fyrstu 5 ár ævi sinnar eða til 1982.
Í kringum árið 1998 verður hann vélarvana og honum lagt úti á túni þar sem hann stóð í um 7 ár.
Þegar að það átti að fara að farga honum þá kaupir gamall eigandi hann aftur og fær í hann annan mótor og kemur honum á götuna á ný. Hann á bílinn í nokkur ár þar til að ég kaupi hann eftir að hafa séð hann auglýstan á auglýsingarvef Fornbílaklúbbsins.

Ég hef notað þennan bíl mikið og verið að ditta að hinum smátt og smátt.

Svona leit hann út þegar ég eignast hann:

Mynd
Mynd
Mynd
Hann er svona skemmtilega marglitur á vinstri hlið, ein 3 til 4 afbrigði af litnum á einni og sömu hliðinni.
Mynd

Ég byrjaði á því að taka gangverkið aðeins í gegn, skipta um glóðarkerti, síur og þess háttar ásamt því að laga rafkerfið aðeins til.
Mynd
Mynd

Hann var búinn að vera að smita hráolíu úr lögnum neðan úr tankanum í einhvern tíma. Það var hreinsað upp og skipt um allar slöngur við tankann.
Mynd
Mynd

Hann er mjög heill af ryði, hér má sjá nokkra staði sem oftast eru ryðgaðir í þessum bílum:
Mynd
Mynd

Það eru nokkrir staðir sem eru ryðgaðir og er ég hræddur um að staðan úti á túni í 7 ár hafi haft eitthvað með það að segja.
Hér er ryð neðan í brettum og fremst í sílsum:
Mynd
Mynd
Aftan í sílsum:
Mynd
Góður hægra megin:
Mynd
Svo eru smá blettir hér og þar.
Mynd
Mynd

Ég er aðeins byrjaður að ryðbæta og byrjaði ég á því sem var verst:
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Svo fékk ég honum númer sem fer honum vel:
Mynd

Svo lenti hann í því að það var bakkað á hann, en ég er kominn með hurð sem er góð:
Mynd
Mynd
Mynd

Í haust gaf ég honum nýjar hosur og pakkdósir í drif:
Mynd
Þessar gömlu voru orðnar þreyttar:
Mynd
Enda síðan 1977:
Mynd
Mynd

Nú seinnipart föstudags og í gær tók ég hjólastellið í gegn öðru megin að framan:
Mynd
Mynd

Eins og maðurinn sagði, góðir hlutir gerast hægt :wink:
DeLorean "81
MB 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~~~~
Stefán Örn
Notandamynd
ztebbsterinn
Veit mikið
 
Póstar: 776
Skráður: 19 Jan 2006, 22:58
Staðsetning: Ísafjörður

Pósturaf Bragi Þ. » 28 Nóv 2010, 16:48

virkilega flott hjá þér
VW Bjalla '72 (Project)
Bragi Þ.
Þátttakandi
 
Póstar: 43
Skráður: 03 Apr 2008, 19:32
Staðsetning: Hfj.

Pósturaf Z-414 » 30 Nóv 2010, 14:47

Ég keyrði oft leigubíla hérna í gamladaga og vann þá talsvert á svona bílum bílum, bæði 5 sílendra eins og þessum og líka 4 sílendra 240D. Þetta eru sterkir og góðir bílar og gott að vinna á þeim. Sumir segja að þetta hafi verið síðustu "góðu" Benzarnir, allavega urðu margir leigubílstjórar sem skiptu frá þessum (W123) yfir í næstu kynslóð (W124) fyrir miklum vonbrigðum en þeir bílar reyndust mjög bilanagjarnir allavega í samanburði við þessa.
Ef þessir bílar fá gott viðhald er eiginlega bara ryð eða umferðaróhöpp sem geta grandað þeim, það er til talsvert af svona bílum sem eru keyrðir yfir miljón kílómetra.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Mercedes-Benz » 13 Des 2010, 21:03

Z-414 skrifaði:Ég keyrði oft leigubíla hérna í gamladaga og vann þá talsvert á svona bílum bílum, bæði 5 sílendra eins og þessum og líka 4 sílendra 240D. Þetta eru sterkir og góðir bílar og gott að vinna á þeim. Sumir segja að þetta hafi verið síðustu "góðu" Benzarnir, allavega urðu margir leigubílstjórar sem skiptu frá þessum (W123) yfir í næstu kynslóð (W124) fyrir miklum vonbrigðum en þeir bílar reyndust mjög bilanagjarnir allavega í samanburði við þessa.
Ef þessir bílar fá gott viðhald er eiginlega bara ryð eða umferðaróhöpp sem geta grandað þeim, það er til talsvert af svona bílum sem eru keyrðir yfir miljón kílómetra.


Flestir svona bílar sem urðu leigubílar í Þýskalandi voru eknir um eina miljón þegar hætt vara að nota þá þar og þá voru þeir seldir úr landi til notkunar annarsstaðar í heiminum. Þetta voru nokkur þúsund eintök, enda einn algengasti leigubíll í Evrópu á þeim árum..
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Ásgeir Yngvi » 26 Jan 2011, 19:38

Mynd

Þetta er svakalega sexy 8)
Ásgeir Yngvi Ásgeirsson
W116 Mercedes Benz 280se '80 (M-733)
Jeep Grand Cherokee Limited 4,7 '99
Ásgeir Yngvi
Þátttakandi
 
Póstar: 34
Skráður: 11 Jún 2006, 18:58
Staðsetning: Borgarfjörður

Pósturaf Frank » 27 Jan 2011, 01:09

Ásgeir Yngvi skrifaði:Mynd

Þetta er svakalega sexy 8)


Já það er alltaf sexy að sjá botnin á þessum W123 boddyum aftan frá og upp undir 8)
Frank Höybye S: 844-5222
Lincoln Continental árgerð 1969
Pontiac Catalina pikkup árgerð 1961
Bedford slökkvibíl árgerð 1953-57
Toyota Crown árgerð 1971
Ford Aerostar 1986 "44
Frank
Alltaf hér
 
Póstar: 446
Skráður: 26 Ágú 2004, 23:21
Staðsetning: Hafnarfjörður


Fara aftur á Bílar eftir 1950

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron