Kadett E '85

Sérhæfðara spjall um bíla sem hafa náð 25 ára aldri og eru framleiddir eftir 1950. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Kadett E '85

Pósturaf svennibmw » 26 Júl 2012, 21:56

Var að eignast þetta snilldar farartæki um daginn, mjög heill bíll... kveðja svenni
Viðhengi
655.JPG
655.JPG (76.62 KiB) Skoðað 6844 sinnum
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Re: Kadett E '85

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 30 Júl 2012, 21:52

Sæl Öllsömul.

Sæll Svennibmw.

Til hamingju með þennan ! Þetta eru seinustu Kadett bílar Opel.
Eftir þá kemur Opel Astra.

Ekki voða margir eftir af þessari tegund heillegir á íslandi.
Hvernig vél er í þessum ?

Ér er að norðan, en man samt ekki eftir gráum Kaddet E á þessu númeri ?
Er hann frá Akureyri ?
Í litlum bæ eins og Akureyri þekkti maður marga bíla og bílnúmer, áður en fólk fór að kaupa einota bíla sem duga ekki í 10 ár.

GSI 2.0 16V Kadett bíll Opel var talinn einn af þeim skemmtilegri í sínum stærðarflokki.
Með betri momentkúrvu en sjálfur VW GTI sem margir voru að miða sig við á þeim tíma.
Helst að Peugeot 1.9 GTI væri skemmtilegri í akstri en 2.0 GSI 16 V Kadett-inn, ef marka má umsagnir þess tíma.

Ég man að ég keyrði svona bíl nýjan í Danmörku á sínum tíma. Var búinn að taka rosalega vinnutörn erlendis, átti frí og langaði að skoða Danmörku svolítið.
Gekk inn á bílaleigu og ætlaði að fá leigðan rúmlega miðlungsstóran BMW. Vantaði ekki seðla þá eða Visa.
En nei, almennilegir BMW voru ekki leigðir yngri en vel rúmlega tvítugum einstaklingum, því það hafði verið svo mikið um ofsaakstur og dauðaslys yngri karlkyns ökumanna á þeim tækjum.

Thja, ekki mér að kenna að BMW gat ekki smíðað ökuhæfa kraftbíla.. á þeim tíma.

Þannig að ég sat uppi með Opel Kadett E, alveg glænýjan, þeir tóku meira að segja plast af sætum áður en ég fékk bílinn !
Nýr Opel Kadett...það hentaði mér alveg prýðilega, Opel delludrengnum.
Bara góður bíll, lipur og þægilegur. Og ilmaði eins og nýir bílar einir gera.
Að vísu bara grunntýpan... rauður að lit, ... sæti, stýri, útvarp, 1.3 vél... ekkert aukadót, bara bíll. En Opel.. það dugði.
Átti góða daga í dönsku síðsumri á bílaleigu-Kadett-inum.

Svo er bara að fara vel með gripinn, passa bleytu og ryð undir plasthlutum utan á bílnum, þar vildi ryðga hressilega.
Eitthvað þynnri málmur í þessum Opel en góðu gömlu Rekord-unum.
En finnst bíllinn er að norðan, þá ætti hann að vera góður.
Ekkert saltaustursbrjálæði þar, enda kann fólk að keyra bíla fyrir norðan.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Re: Kadett E '85

Pósturaf ADLERINN® » 31 Júl 2012, 08:40

Ég man að ég keyrði svona bíl nýjan í Danmörku á sínum tíma. Var búinn að taka rosalega vinnutörn erlendis, átti frí og langaði að skoða Danmörku svolítið.
Gekk inn á bílaleigu og ætlaði að fá leigðan rúmlega miðlungsstóran BMW. Vantaði ekki seðla þá eða Visa.
En nei, almennilegir BMW voru ekki leigðir yngri en vel rúmlega tvítugum einstaklingum, því það hafði verið svo mikið um ofsaakstur og dauðaslys yngri karlkyns ökumanna á þeim tækjum.

Thja, ekki mér að kenna að BMW gat ekki smíðað ökuhæfa kraftbíla.. á þeim tíma.


Það geta ekki allir höndlað BMW. Þeir sem kunna ekki að keyra eiga að halda sig við eithvað annað eða bara sleppa því að keyra bíl.

BMW e21 323i var til dæmis kallaður líkkista á hjólum á sínum tíma einfaldlega vegna þess að þessir bílar voru wicked og óútreiknanlegir.
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Re: Kadett E '85

Pósturaf svennibmw » 31 Júl 2012, 14:13

Þessi er með 1,3 vélinni og er keyrður 124þús og var keyptur af sambandinu á Akureyri 1985 og með
sama eiganda til 2012....
Bmw E21 er ekki hættulegur akstursbíll bara adrenalínfíklarnir sem hafa drepið sig á þeim... :shock:
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Re: Kadett E '85

Pósturaf ADLERINN® » 31 Júl 2012, 22:31

svennibmw skrifaði:Þessi er með 1,3 vélinni og er keyrður 124þús og var keyptur af sambandinu á Akureyri 1985 og með
sama eiganda til 2012....
Bmw E21 er ekki hættulegur akstursbíll bara adrenalínfíklarnir sem hafa drepið sig á þeim... :shock:


Þeir er hættulegir vegna þyngdar hlutfalla þeir urðu nánast alveg bremsulausir mjög fljótt vegna þess að þeir eru svo framþungir.

Ég þekki þetta mjög vel enda ók ég mínum talsvert eins og fangi á flótta.
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Re: Kadett E '85

Pósturaf Gaui » 01 Ágú 2012, 00:24

Voru það ekki aðallega 6 cyl. bílarnir sem voru svona svakalega framþungir, hafði enga keyrslueiginleika. Hefur mikið skánað í seinni tíð með léttari vélum, nú hefur drifbúnaður ekki lést mikið og er að aftan, en vélin miklu léttari, ætli þyngdarhlutföllin með bílstjóra séu ekki nálægt 60 / 40 í þristinum, sem er auðvitað allt annað en í framdrifsbílum í þessum stærðarflokki.
Þar sem ég átti marga Mini-a á sínum tíma, af öllum gerðum sem voru ægilega framþungir, en á móti kom að drifrásin var undir allri þyngdinni, þá nýttist það vel, rétt notað til aksturs. Það sem ég ætlaði að segja er, set spurningu um gæði framdrifs á öðru en smábílum, þetta dregur ekki eins vel á stærri bílum.
Allavega, þar sem mér þykir gaman að aka greitt, þaeas. þegar ekki er önnur umferð, um bugðótta vegi, finn ég mig ekki í nútíma framdrifsbíl, maður getur einhvern veginn ekki nýtt tækið til hjálpar, það er alveg öfugt. Það fer öll orkan í að halda þessu drasli á veginum, á engri ferð, ekkert gaman.
Að vísu er hálkuakstur annað mál, en þó, þetta er svo létt að framan, tala nú ekki um fullt af fólki, að ég skyl ekki alveg tilganginn, nema ódýrari og einfaldari framleiðsla.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 578
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Re: Kadett E '85

Pósturaf ADLERINN® » 01 Ágú 2012, 18:19

Gaui skrifaði:Voru það ekki aðallega 6 cyl. bílarnir sem voru svona svakalega framþungir, hafði enga keyrslueiginleika. Hefur mikið skánað í seinni tíð með léttari vélum, nú hefur drifbúnaður ekki lést mikið og er að aftan, en vélin miklu léttari, ætli þyngdarhlutföllin með bílstjóra séu ekki nálægt 60 / 40 í þristinum, sem er auðvitað allt annað en í framdrifsbílum í þessum stærðarflokki.
Þar sem ég átti marga Mini-a á sínum tíma, af öllum gerðum sem voru ægilega framþungir, en á móti kom að drifrásin var undir allri þyngdinni, þá nýttist það vel, rétt notað til aksturs. Það sem ég ætlaði að segja er, set spurningu um gæði framdrifs á öðru en smábílum, þetta dregur ekki eins vel á stærri bílum.
Allavega, þar sem mér þykir gaman að aka greitt, þaeas. þegar ekki er önnur umferð, um bugðótta vegi, finn ég mig ekki í nútíma framdrifsbíl, maður getur einhvern veginn ekki nýtt tækið til hjálpar, það er alveg öfugt. Það fer öll orkan í að halda þessu drasli á veginum, á engri ferð, ekkert gaman.
Að vísu er hálkuakstur annað mál, en þó, þetta er svo létt að framan, tala nú ekki um fullt af fólki, að ég skyl ekki alveg tilganginn, nema ódýrari og einfaldari framleiðsla.


Jú þetta voru 6 cylendera bílarnir sem voru svona varasamir.
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Re: Kadett E '85

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 09 Ágú 2012, 17:11

Sæl Öllsömul.

Sæll SvenniBMW.

Þetta er ekki slæm eigendasaga !
Sami eigandi til 2012, það er leitun að öðru eins !
Ekki ekin nema 120 þúsund rúmlega.
Og Akureyrarbíll ?
Heppni hjá þér að hafa fundið þennan bíl.
Það væri gaman að sjá þennan Opel hjá þér við tækifæri.

Varðandi BMW og aksturseiginleika, þá hef ég því miður lítið ekið slíkum bílum.
Hef alltaf verið frekar hrifinn af þeim, þetta er vönduð smíði.
Hefði ekert á móti því að eiga einn, eða fleiri...
Til margar mismundandi gerðir og útfærslur af BMW, þar ætti hver að geta fundið sitt draumaeintak.

Ætli það sé ekki með BMM eins og alla bíla, bíllinn gerir voða lítið sjálfur annað en að bregðast við akstri ökumannsins.
Veldur sá er á heldur.
Kannski er svona gaman að keyra BMW að ökumenn ráða sér hreinlega ekki fyrir akstursgleði.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Re: Kadett E '85

Pósturaf svennibmw » 25 Feb 2013, 20:42

Það er ennþá örlítið til af varahlutum í kadettinn, fékk timareimina í bílanausti og bremsuklossana framan, stilling hinsvegar búin að losa sig við alla hluti í bíla eldri en 92
svo er slatti sem passar úr talsvert nýrri opelum eins og bremsudælur aftan virðast óbreyttar frá 1982-2003 :shock: svo er pöntunarsíðan hjá mekonomen mjög aðgengileg
og þeir útvega líka í talsvert eldri bíla.... en semsagt kadettinn er race ready þegar saltbílunum hefur verið lagt :twisted: kveðja svenni
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Re: Kadett E '85

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 26 Feb 2013, 14:23

Sæl Öllsömul.

Sæll svennibmw.

það ætti ekki að vera vandamál að fá varahluti í þennan Kadett E, það er nóg til úti í heimi.

Því miður lítur umboðið þannig á málin, að það þurfi ekki að þjónusta þig lengur en í 10 ár.
Opel umboðið á Íslandi hefur gegnum árin verið alþekkt fyrir afar lélega þjónustu og áhugaleysi.
Verst var þetta þegar SÍS var með umboð fyrir bílana, enda vildu þeir bara selja dráttarvélar og heybindivélar, og topparnir í fyrirtækinu voru bara til fyrir launin sín og eftirlaun.

Ég verð því miður að slá þig út varðandi bremsuvarahluti og það sem passar á milli í Opel bílum.
Vantaði bremsukklossa í Opel Kadett árgerð 1971, og þeir eru alveg eins og í Opel Vectra 1998 !
Þessu komst ég að fyrir tilviljun, þegar ég hitti á afar þjónustulipran dreng í varahlutaverslun Ingvars Helgasonar, dreng að nafni Kristinn Agnar Stefánsson.
Hann þekkti um leið bremskuklossa sem ég var með í höndunum, sá að bremsuklossinn var svipaður og úr nýrri Opel-bílum, bar þá saman, og viti menn, þeir voru alveg eins.
Einnig benti hann mér á, að bremsudælur fyrir bremsur í aftari hjólum væri eins og í Opel Combi frá 2002.
Svona eiga menn að vera, sem sinna viðgerðar og varahlutaþjónustu, hafa áhuga á starfi sínu og þekkja bílavarahluti !
Ekki bara fletta hlutum upp í tölvu, og segja bara "Computer says no !"
Annað dæmi, ég skipti um undirlyftukubba og rockerarama í sama bíl, árgerð 1971, í vetur.
Tók þá úr mjög vel farinni vél frá 1980 og eitthvað !
Sama vél framleidd hjá Opel frá 1966 til 1984, og vélarblokkinn jafnvel lengur, með smá breytingum.

Þessi varahlutaleit er dæmi um, að Opel er ekki að breyta neinu, sem virkar vel, eru ekki að gera einfalda hluti flókna.
Ólíkt annari bíltegund sem sama bílaumboð á Íslandi selur, Subaru.
Þar lentum við í því að prufa þrjár kúpplingar, áður en við fundum þá sem virkaði, jú þær pössuðu allar mjög vel, sen slitu bara ekki tengsli, þegar búið var að setja þær í !
Ég hef japanska verkamenn hjá Fuji Heavy Industries grunaða um að sitja í morgunkaffi og leggja á ráðin: " Heyrðu, gerum vinnuna skemmtilegri, notum aðra tegund af kúpplingu í bílana eftir kaffi ! Bara tilbreytingarinnar vegna." Og svo hlægja þeir illkvittnislega... Sama endurtekur sig í síðdegiskaffinu......

Eftir leit á Netinu að dæma, þá er nokkuð mikið til af varahlutum í Kaddet E, líkt og þann sem þú ert með.

Þegar þú nefnir, að varahlutaumboð hafi losað sig við varahluti, þá er ég alltaf að vona, að þeim hafi ekki verið hent, heldur gefin Fornbílaklúbbnum.
Með slíku eru varahlutaumboð að styrkja klúbbinn okkar, og slíkt fréttist.

Verður gaman fyrir þig að geta notað þennað Kadett frá 1985 sem brúksbíl í sumar.
Lipur lítill bíll sem fer vel með bensínið !
Og skemmtilegt að sjá gamla Opel bíla á ferðinni.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Re: Kadett E '85

Pósturaf Hjalti » 26 Feb 2013, 16:13

Gaman að sjá þennan aftur og að þú ætlir að varðveita hann vel. Hann var örugglega í eigu Valgarðs Baldvinssonar sem gengdi lengi stöðu bæjarritara á Akureyri. Valgarður átti örugglega líka númerið A 212. Og takk fyrir góða ábendingu um Mekonomen - ég sé að þar er til ýmislegt í minn Ford '86 :)

Merkilegt nokk, ég var líka á ferð í Danmörku ungur maðurinn 1985 og fékk þá glænýjan svona Kadett á bílaleigu!
Hjalti Jóhannesson
Akureyri
Willys CJ-2A, A-1297, 13.12.46 - 2. eigandi
Escort XR3i, 12.12.86 - 18. eigandi
Notandamynd
Hjalti
Mikið hér
 
Póstar: 85
Skráður: 26 Jan 2005, 21:15
Staðsetning: Akureyri

Re: Kadett E '85

Pósturaf svennibmw » 27 Feb 2013, 18:43

Já það passar, Valgarður átti þennan bíl og keypti nýjan og átti í 27 ár, á þeim tíma hefur sáralítið verið gert við hann en ég kynntist þessum bíl og fyrri eiganda þegar ég bjó og starfaði á Akureyri hjá bifrverkstæði Sigurðar Valdimarssonar sem var og hét. Það þurfti að laga upphalara í framhurð þegar ég gerði við hann fyrst og hann var fenginn notaður frá Svíþjóð og svo var gert við olíuleka og sitthvað smálegt á næstu árum þar á eftir, ástæðan fyrir því að Valgarður lét hann frá sér var sigraður kúplingsdiskur sem ég pantaði frá Mekonomen og er skipt um í gegnum þar til gert gat á kúplingshúsinu án þess að taka kassann úr og er álíka fljótlegt og að skipta um olíu. Það eina sem mætti betur fara er lakkið það er upprunalegt á öllu nema hægri afturhurð og er sigrað þ.e komið niður í grunn á mörgum stöðum, almálun á svona bil kostar sennilega of mikið ef vel á að vera en kannski má bara hafa hann í orginal ástandi sem er orðið vinsælt ástand á fornbílum í heiminum..... :roll: kveðja svenni
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður


Fara aftur á Bílar eftir 1950

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 5 gestir

cron