Síða 1 af 2

Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 09 Ágú 2012, 14:45
af Jóhann93
Sælir

Mig langaði að deila þessu hérna með ykkur.

Þetta var fyrsti bílinn minn og ég á hann enþá og ættla að eiga hann lengur, Hef ekki séð annan svona nema þann sem er búið að búa til jeppa úr.
Ef þið vitið um annann svona eða eigið myndir þá meigiði endilega seta þær hérna í þráðinn.

Þessi fákur fór á götuna fyrir 2 árum eftir að hann var gerður upp. Og rúntaði ég mikið á honum, hann er ekki keyrður nema 142.xxxþús.
Síðann fór önnur hjóldælan í honum að framann í lok sumarsinns, bílinn stóð því bara inni í skúr allt síðasta sumar því ég hafði ekki tíma til að koma honum á götuna
var að vinna svo mikið. En hann fór aftur á götuna núna í sumar með nýjar bremusdælur að framann, og vekur mikla athygli á götunum.

Mynd:

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 09 Ágú 2012, 16:39
af Sigurbjörn
Flottur.Takk fyrir að deila þessu með okkur

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 09 Ágú 2012, 17:24
af Heimir H. Karlsson
Sæl Öllsömul.

Gaman að lesa svona.

Skemmtilegt að hafa haldið í fyrsta bílinn, skil þig vel.

Eðlilega vekur bíllinn mikla athygli, það eru líklega ekki margir eftir.
Virkilega skemmtilegt að sjá svona bíl í umferðinni.

Datsun var forveri Nissan.
Mig minnir að Datsun hafi verið með sniðuga slagorðið "Datsun saves" í USA í oliukreppunni.
Hægt að finna upplýsingar og myndir á Goggle.com um það slagorð.
Hvati að geta lesið og skoðað bíl af eigin tegund á Netinu.

Endilega halda bílnum við, hófleg notkun og góð geymsla er ein leið.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 09 Ágú 2012, 21:57
af Offari
fallegur bíll en því miður lítið til (eða kannski ekkert) af varhlutabílum. Japanskir bílar reyndust vel en því miður hafa færri viljað viðahalda þeim bílum og því er Japanskir fornbílar alltof sjaldséðir hér.

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 10 Ágú 2012, 00:07
af Sigurbjörn
Hugsa nú að nokkrir hafi nú viljað halda þeim við en erfileikar við að afla varahluta gæti hafa orsakað að fólk hafi hreinlega gefist upp

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 10 Ágú 2012, 08:57
af Hjalti
Gaman að þessu, endilega varðveita hann, nota sparlega og geyma sem mest inni. Kannast við þetta vandamál með varahluti í bíltegundir sem menn hafa hent í gríð og erg, t.d. Escort MK 3/4 "Erika" sem ég er að basla við að skrapa saman varahlutum í.

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 10 Ágú 2012, 10:46
af Siggi Royal
Í gamla daga var ég svo fordómafullur, að ég steig á stokk og strengdi þess heit, að japanskan bíl skyldi ég aldregi eignast. Þá datt svona 100A upp í hendurnar á mér, sem greiðsla upp í vinnulaun. Bíllinn kom mér mjög þægilega á óvart, sportlegur í útliti, kraftmikill miðað við sambærilega bíla þess tíma og sérlega neyzlugrannur. Ég gaf síðan litlu systur minni bílinn og snérist hann undir henni alla hennar skóla göngu, og lengur en það, eða allt þar til ryðið komst í burðarvirkið og honum varð ekki bjargað. Ég hugsa þess vegna alltaf með hlýhug til þessa litla bíls, sem opnaði augu mín og gerði fátækri námsmey kleift að eiga og reka bíl með litlum tilkostnaði. Hafðu þökk fyrir varðveita slíkan bíl.

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 10 Ágú 2012, 18:25
af Z-414
Þessir gömlu japönsku bílar voru með pínulitlar vélar en unnu samt ótrúlega vel, galdurinn var hvað þessir bílar voru léttir. Fyrsti bíllinn minn 1975 Mitsubishi Lancer 1400EL var 820kg, sá næsti Subaru 1600GFT árgerð '78 var 850kg báðir skemmtilega sprækir þó að vélarnar myndu ekki gera mikla lukku í nútímabílum sem eru líkleg 50-70% þyngri miðað við svipaða stærð. Ætli þessi Datsun sé ekki öðruhvoru megin við 700kg?

Það er synd hvað er orðið lítið eftir af gömlu japönunum, ekki bara á Íslandi heldur víðast hvar, ein ástæðan er örugglega hvað þeir voru fljótir að ryðga niður en önnur ástæða er líka að menn voru með fordóma gagnvart þeim og hirtu ekki um að halda þeim til haga. Það er komin tími til að Íslenskir fornbílamenn og konur taki amerísku plötuna af fóninum og fari að huga að þessum bílum. Ég gæfi heilmikið fyrir að finna Subaru GFT eins og þann sem ég átti en ég efast um að það sé nokkur til ennþá.

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 11 Ágú 2012, 08:32
af Siggi Royal
Mæltu manna heilastur.

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 11 Ágú 2012, 22:15
af Heimir H. Karlsson
Sæl Öllsömul.

Ég leyfi mér að hafa ákveðna skoðun á japönskum bílum, en það er mín skoðun.

Ég á engan.

Átti einn af nútímaárgerð, sem var japanskur að nafni til og smíðaður í Bretlandi, ekki alveg mín draumalönd hvað framleiðslu og samsetningu varðar.
Voða ljúfur og góður, þegar ég var loksins búinn að gera við hann, að mestu....
Rafkerfið var saga út af fyrir sig, og ryðið enn önnur saga, eiginlega framhaldssaga...
Varahlutaöflun hafði ekkert með bílinn eða upprunaland að gera, var eingöngu undir umboðinu komið, sem hefur alla tíð verið lélegt, sama hvaða bíltegund það þjónar.

Satt er það, margir athyglisverðir japanskir bílar sem gaman væri að sjá í dag. t.d. Subaru GFT, þeir eru allir horfnir hérlendis ?
Mazda frá rúmlega 1970.... það hlýtur að vera eitthvað eftir ?

Varðandi ameríska bíla, þá sagði kunningi minn við mig um daginn, þegar ég var að býsnast yfir olíublett sem sást undir einum af mínum fornbílum.: " þú veist ekkert hvað olíuleki er, fyrr en þú hefur átt amerískan bíl"
Og þar sem ég hef ekki átt amerískan bíl, þá veit ég ekkert um hvað hann var að tala.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 12 Ágú 2012, 11:06
af Z-414
Ég er hrifin af tveggja dyra bílum og margir af gömlu tveggja dyra japönunum fannst mér sérlega vel heppnaðir, hér eru nokkur dæmi.
Fyrstan skulum við telja bílinn sem þráðurinn fjallar um:

Datsun 100A

Mynd

Og stóri bróðir hans Datsun 180B SSS

Mynd

Mazda hefur komið með nokra góða, hér er Mazda 616

Mynd

Og stóri bróðir hans Mazda 929 eða RX-4 ef hann var með Wankel mótor

Mynd

Toyota Celica

Mynd

Ýmsar útgáfur af Toyota Corolla

Mynd

Þetta er að sjálfsögðu uppáhalds Corollan, Toyota Corolla A86 líklega betur þekkt sem TwinCam GT-S

Mynd

Subaru 1600 GFT, ég átti tvo svona

Mynd

Og ekki má gleyma litla Daihatsu Charade Runabout

Mynd

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 12 Ágú 2012, 11:50
af Ramcharger
Sælir.

Hef átt gamlan japana Celicu 1972 og var það sá
skemmtilegasti japanski sem ég hef átt.

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 12 Ágú 2012, 16:30
af Z-414
Mitsubishi og Honda gleymdust.

Mitsubishi Lancer

Mynd

Mitsubishi Lancer Celeste seldur sem Plymouth Arrow í Ameríkuhreppi

Mynd

Mitsubishi Sapparo líka í Plymouth útfærslu

Mynd

Honda Civic

Mynd

Honda Accord

Mynd

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 13 Ágú 2012, 17:11
af Jóhann93
Sælir

Ég er líka soldið skotinn í Datsun 240Z fynnst þeir margir hverjir mjög flottir.

Vitiði um einhverja þannig bíla hér á landinu? sem eru í uppgerð eða eru að drappast niður einhverstaðar?
Er allveg búinn að sjá það að það er mun léttara að fá varahluti þá heldur en í þennan hérna, en þessi varður nú alltaf í minni eign.

Re: Datsun 100A 1972

PósturSent inn: 14 Ágú 2012, 20:13
af Heimir H. Karlsson
Sæl Öllsömul.

Skemmtilegt að sjá myndir af þessum bílum.

Því miður alltof fáir eftir.

Ég hefði ekkert á móti því að eiga 240Z týpuna af Datsun, minnir að hún hafi verið kölluð "Porsce fátæka mannsins" í USA.

Getur líka verið áhugavert að eiga ódýrari tegundir af bílum, þeim er síður haldið við en dýrari og veglegum útgáfum.
Verða sjaldgæfari með tímanum og ekkert síður skemmtilegri til eignar.
Góð eintök vekja oft mikla athygli.

Alltaf mjög gaman að eiga bíl sem hefur fylgt manni lengi, jafnvel frá upphafi bílprófsaldurs.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.