Modern Classic á steðjanr. - eða sem gætu verið á slíkum

Sérhæfðara spjall um bíla sem hafa náð 25 ára aldri og eru framleiddir eftir 1950. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Modern Classic á steðjanr. - eða sem gætu verið á slíkum

Pósturaf JBV » 12 Sep 2012, 21:37

Var aðeins að glugga í myndasafnið hjá mér og rakst á nokkra bíla sem ég hafa orðið á vegi mínum s.l. 4-5 ár. Mest eru þetta myndir úr miðbænum hvar ég þvælist um dags daglega vegna vinnu minnar, en einnig slæðast með myndir úr nærsveitum...já og víðar.

Þar sem ég er mikill aðdáandi Benz, þá fór þessi stórglæsilegi W201 ekki fram hjá mér, er ég átti leið um Litlu-Hringbraut í júní s.l.. Einstaklega vel uppgerður og fallegur pre-facelift 190 bíll.
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Þessa tveir Peugout bílar voru á Sólvallagötunni nú í ágúst.
Mynd
Mynd
Þessi MMC Galant var í Flatahrauni í Hafnarfirði fyrir 2 árum
Mynd
Mazda 323 ca 1981 model. Mynd tekin á Skúlagötunni fyrir þremur árum. Sá þennan núna nýlega á ferðinni.
Mynd
Þessi Corolla hefur nokkrum sinnum verið til umræðu á þessu spjalli. Myndin þar sem hann er á númerum var tekin fjórum eða fimm árum í Bergstaðarstræti. Hinar myndar eru teknar af honum númerslausum á Njálsgötunni fyrir tveimur árum að mig minnir. Hef ekki séð hann síðan.
Mynd
Mynd
Mynd
Þessari Toyota Cresidu bregður stundum fyrir á Grettisgötu/Barónsstíg. Mynd tekin fyrir ca tveimur árum.
Mynd
Náði mynd af þessari Lödu 1200 hjá Landsbankanum í Hamraborg s.l. vetur. Aldraður bílstjórinn bar þess merki að hafa átt þennan frá því að Ladan var keypt ný frá Bifreiðum og Landbúnaðarvélum.
Mynd
Önnur Lada. Sport bastarður fyrir utan Öskju fyrir nokkrum árum.
Mynd
Það muna eflaust margir eftir þessum Volvo 164 bílum. Þessi var í Skaftahlíðinni fyrir 5 árum. Hef ekki séð hann síðan.
Mynd
...og annar Volvo til viðbótar. Mynd tekin í Ármúlanum fyrir 5 árum. Man ekki undirtegundar heitið á þessum.
Mynd
Renault 11 Turbo árg 1987 að mig minnir. Gríðarlega sprækurog skemmtilegur bíll á sínum tíma. Hafði m.a. XR3i í kvartmílunni. Þessi var auglýstur til sölu á Blýfæti fyrir nokkrum árum, þá ekinn aðeins um 40.000 km. þarfnaðist þá einhverrar lagfæringar. Veit ekkert hvað af honum varð. Mynd tekin í Skipholti fyrir 4-5 árum síðan.
Mynd
Mynd
Frambyggður Rússi. Mynd tekin á Siglufirði fyrir 5 árum.
Mynd
Mynd
Þá var hann til sölu.
Mynd
Síðast breytt af JBV þann 25 Sep 2012, 13:05, breytt samtals 1 sinni.
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf krúsi » 13 Sep 2012, 00:19

Sælir,

takk fyrir að deila þessum myndum, virkilega gaman að þessu. Veit ekki hvort maður eigi að taka því þannig að maður sé að eldast hratt, þar sem þessir bílar eru í fersku minni og voru í minni notkun í den.....
en eru orðnir fornbílar í dag :shock:

Ætli maður geti fengið afslátt fyrir sjálfan sig hjá tryggingunum fyrir vel við haldið og gott eintak? :D

kv.
Markús
Markús B. Jósefsson
Everyone is entitled to be stupid, but some abuse the privilege.
JEEP Cherokee ´87
Volvo Amazon ´70
krúsi
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 14 Maí 2008, 12:53
Staðsetning: Selfoss

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf Z-414 » 13 Sep 2012, 07:14

JBV skrifaði:Var aðeins að glugga í myndasafnið hjá mér og rakst á nokkra bíla sem ég hafa orðið á vegi mínum s.l. 4-5 ár. Mest eru þetta myndir úr miðbænum hvar ég þvælist um dags daglega vegna vinnu minnar, en einnig slæðast með myndir úr nærsveitum...já og víðar.


...og annar Volvo til viðbótar. Mynd tekin í Ármúlanum fyrir 5 árum. Man ekki undirtegundar heitið á þessum.
Mynd

Þetta er Volvo P210 Duett

Margir af þessum bílum á myndunum eru á þeim aldri sem að sumstaðar erlendis eru kallaðir "Youngtimer", "Retro" eða "Modern Classic", stutt í það að þeir verði fullgildir fornbílar og komin tími til að koma þeim i góða geymslu áður en þeir eyðileggast. Þetta er hættulegur aldur fyrir bíla, fólki finnst þeir ekki nógu gamlir og merkilegir til að varðveita þá þannig að mörgum góðum eintökum er hent og allt í einu er ekkert eftir af þeim eins og bílunum í þessum þræði hérna: http://jsl210.com/spjall/viewtopic.php?f=3&t=4437
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf Gunnar Örn » 13 Sep 2012, 07:39

[quote="JBV"]Var aðeins að glugga í myndasafnið hjá mér og rakst á nokkra bíla sem ég hafa orðið á vegi mínum s.l. 4-5 ár. Mest eru þetta myndir úr miðbænum hvar ég þvælist um dags daglega vegna vinnu minnar, en einnig slæðast með myndir úr nærsveitum...já og víðar.

Þar sem ég er mikill aðdáandi Benz, þá fór þessi stórglæsilegi W201 ekki fram hjá mér, er ég átti leið um Litlu-Hringbraut í júní s.l.. Einstaklega vel uppgerður og fallegur pre-facelift 190 bíll.
Mynd


Blessaður, Ég held að ég geti fullyrt að þessi Benz sé óbuppgerður, bara svona vel hugsað um hann alla tíð.
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf Derpy » 13 Sep 2012, 08:58

mig minnir að einhver, held Twincam eða bragi eigi þennan K-34, Corolluni, veit samt ekkert um það. :P

Annars er þetta snilldar þráður og vona að þið komið með fleiri myndir :D
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf Offari » 13 Sep 2012, 10:10

Flottar myndir. maður er farinn að fylgjast með hvaða bíla hverfa og hvaða bílar fá að eldast. Oftast fá dýrari bílarnir að lifa lengur. Eignig tísku bílar eða klassískir bílar. Vw Bjalla, Land Rover og Willys eru einhverskonar tískubílar ódýrt að fá í þá og auðveldir í viðgerð. Benz og Amerískir drekar er svo klassíkin þótt vissulega eigi breskir eðalvagnar og Bmw þar heima líka bara til minna af þeim.

Japanskir og minni evropu bílar fá bara að eldast fyrir tilviljun. Hafi lent í góðum höndum eða hjá eldra fólki sem gat geymt bílinn inni eftir að hætt var að keyra. Svo eru líka til bílar sem endast vel og eru einfaldlega notaðir meðan þeir ganga en það vill samt oft verða þannig með þá bíla að þótt þeir séu komnir á Ellistyrkinn finnst mönnum yfirleitt of mikið til af þeim til að halda upp á þá þegar fer að koma að viðhaldi og húðmeðferð. Volvo held ég að sé stærstur í þessum hópi. margir volvoar sem komnir eru á ellistyrkinn en í fullu brúki en fáir sem sýna þeim áhuga sem fornbíl.

Fyrir ca 20 árum voru til margir Volvo Amason og tölvert af virðulegum Citroen Ds í brúki. Eitthvað er en til af Amason en minna af þeim á ferðini. En Ds hef ég ekki séð á ferðini lengi hvert fóru þeir? Eitt sinn áttu allir Lödu Sport en ég er hræddur um að þeir fari fljótlega líka að tína töluni þó frétti ég af því að ein slík hafi verið gerð upp á Húsavík og verður því líklega varðveitt. Einhverjir halda upp á smábílana en sjaldgæft að sjá þá verða mjög gamla.
Starri Hjartarson.

Á of marga bíla til að hægt sé að hafa þá alla í undirskriftini.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf JBV » 21 Sep 2012, 23:03

krúsi skrifaði:Sælir,

takk fyrir að deila þessum myndum, virkilega gaman að þessu. Veit ekki hvort maður eigi að taka því þannig að maður sé að eldast hratt, þar sem þessir bílar eru í fersku minni og voru í minni notkun í den.....
en eru orðnir fornbílar í dag :shock:

Ætli maður geti fengið afslátt fyrir sjálfan sig hjá tryggingunum fyrir vel við haldið og gott eintak? :D

kv.
Markús

Verði þér að góðu. Jú öldrun er óumflúin, hvort sem um bíla eða mann sjálfan sé að ræða. Sama get ég sagt að margir af þessum bílum voru samskonar þeim sem ég ók eða átti þegar ég var nýkominn með bílprófið. Ég átti t.d. svona 3ja dyra Mözdu eins þessa grænu, nema minn var GT og árgerð 1981, snarpur og skemmtilegur bíll :) Vinur minn átti Renault 11 TURBO árgerð 1984. Það var algjört #sparkírasstæki# hrikalega snöggur frá kyrstöðu upp í hundrað. Fékk mína fyrstu hraðasekt á þann bíl þegar ég mældist á 116 km hraða á Reykjanesbraut :( MB 190E var svo alltaf draumabíllinn á þessum árum. Sá draumur rættist svo, þegar ég eignaðist minn fyrsta 190E u.þ.b. 20 árum seinna :lol: Hugmyndin með afslátt hjá tryggingunum fyrir gott og vel með farið eintak á aldraðri mannskeppnu er góð, þó tryggingafélögin sjálf eru sennilega ekkert mjög áfjáð í þessa hugmynd. :lol:

Z-414 skrifaði:
JBV skrifaði:Mynd

Þetta er Volvo P210 Duett

Margir af þessum bílum á myndunum eru á þeim aldri sem að sumstaðar erlendis eru kallaðir "Youngtimer", "Retro" eða "Modern Classic", stutt í það að þeir verði fullgildir fornbílar og komin tími til að koma þeim i góða geymslu áður en þeir eyðileggast. Þetta er hættulegur aldur fyrir bíla, fólki finnst þeir ekki nógu gamlir og merkilegir til að varðveita þá þannig að mörgum góðum eintökum er hent og allt í einu er ekkert eftir af þeim eins og bílunum í þessum þræði hérna: http://jsl210.com/spjall/viewtopic.php?f=3&t=4437

Takk fyrir þessar upplýsingar Einar. Sammála því að þessa Youngtimer-a verður áhugafólk um fornbíla að fara gefa meiri gaum og varðveita.


Gunnar Örn skrifaði:
JBV skrifaði:Var aðeins að glugga í myndasafnið hjá mér og rakst á nokkra bíla sem ég hafa orðið á vegi mínum s.l. 4-5 ár. Mest eru þetta myndir úr miðbænum hvar ég þvælist um dags daglega vegna vinnu minnar, en einnig slæðast með myndir úr nærsveitum...já og víðar.

Þar sem ég er mikill aðdáandi Benz, þá fór þessi stórglæsilegi W201 ekki fram hjá mér, er ég átti leið um Litlu-Hringbraut í júní s.l.. Einstaklega vel uppgerður og fallegur pre-facelift 190 bíll.
Mynd



Blessaður, Ég held að ég geti fullyrt að þessi Benz sé óbuppgerður, bara svona vel hugsað um hann alla tíð.

Ótrúlega vel varðveitt og flott eintak. :shock:

Derpy skrifaði:Annars er þetta snilldar þráður og vona að þið komið með fleiri myndir :D

Það er alltaf eitthvað af þessum Youngtimer-um á vegi manns í hverri viku. Þ.a.l. aldrei að vita nema maður skelli inn einni og einni mynd öðru hvoru. :wink:


Offari skrifaði:Flottar myndir. maður er farinn að fylgjast með hvaða bíla hverfa og hvaða bílar fá að eldast. Oftast fá dýrari bílarnir að lifa lengur. Eignig tísku bílar eða klassískir bílar. Vw Bjalla, Land Rover og Willys eru einhverskonar tískubílar ódýrt að fá í þá og auðveldir í viðgerð. Benz og Amerískir drekar er svo klassíkin þótt vissulega eigi breskir eðalvagnar og Bmw þar heima líka bara til minna af þeim.

Japanskir og minni evropu bílar fá bara að eldast fyrir tilviljun. Hafi lent í góðum höndum eða hjá eldra fólki sem gat geymt bílinn inni eftir að hætt var að keyra. Svo eru líka til bílar sem endast vel og eru einfaldlega notaðir meðan þeir ganga en það vill samt oft verða þannig með þá bíla að þótt þeir séu komnir á Ellistyrkinn finnst mönnum yfirleitt of mikið til af þeim til að halda upp á þá þegar fer að koma að viðhaldi og húðmeðferð. Volvo held ég að sé stærstur í þessum hópi. margir volvoar sem komnir eru á ellistyrkinn en í fullu brúki en fáir sem sýna þeim áhuga sem fornbíl.

Fyrir ca 20 árum voru til margir Volvo Amason og tölvert af virðulegum Citroen Ds í brúki. Eitthvað er en til af Amason en minna af þeim á ferðini. En Ds hef ég ekki séð á ferðini lengi hvert fóru þeir? Eitt sinn áttu allir Lödu Sport en ég er hræddur um að þeir fari fljótlega líka að tína töluni þó frétti ég af því að ein slík hafi verið gerð upp á Húsavík og verður því líklega varðveitt. Einhverjir halda upp á smábílana en sjaldgæft að sjá þá verða mjög gamla.

Það hefur einmitt komið manni á óvart hvað mikið er til af t.d. 20-30 ár gömlum Benzum ennþá í umferð, Volvoinn kemur þar strax á eftir. Maður kippir sér ekki mikið upp við það ef slíkir bílar sjást ennþá á götunum. En veitir því frekar eftirtrkt ef 20 ára gamlir eða eldri Jappar sjást þar. En ég vona að það fara koma vakning hjá mönnum fyrir því að fara að varðveita þessa algengu Japönsku bíla sem voru til á tímum steðjanúmeranna.
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf Derpy » 22 Sep 2012, 03:14

Ég var að bjarga einum Jappa, Charade '86, gaman ef fólk bjargar líka bílum sem eru númerslausir / Afskráðir. :) Allt er hægt.
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf Hjalti » 23 Sep 2012, 11:53

Ef menn hafa áhuga á að ná í sjaldgæfan fornbíl þá gæti verið sniðugt að hafa augun hjá sér og ná í einhvern af japönsku, evrópsku eða jafnvel kóresku bílunum sem eru að detta úr brúki, ná í þá varahluti sem vantar sem fyrst því sumar varahlutabúðir liggja enn með þetta á lager. Svo má geyma prójektið í nokkur ár þar til þetta verður enn sjaldgæfara. Miðað við fjöldann sem til var af sumu af þessu þá er ótrúlega lítið eftir.

Hér er dæmi um ferkar sjaldgæfa bíla sem ég hnaut um um daginn og líklega vel "uppgeranlega". Hins vegar eru þeir kannski aðeins utan seilingar til að bjarga þeim, þ.e. í Nuuk. Skyldu vera eftir góð eintök af svona Toyotum hér á landi?

Mynd
Upprunalega lakkið að verulegu leyti og GT-Twin Cam merkingarnar!
Mynd

Mynd
Hjalti Jóhannesson
Akureyri
Willys CJ-2A, A-1297, 13.12.46 - 2. eigandi
Escort XR3i, 12.12.86 - 18. eigandi
Notandamynd
Hjalti
Mikið hér
 
Póstar: 85
Skráður: 26 Jan 2005, 21:15
Staðsetning: Akureyri

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf Frank » 24 Sep 2012, 20:37

JBV skrifaði:
krúsi skrifaði:Sælir,

takk fyrir að deila þessum myndum, virkilega gaman að þessu. Veit ekki hvort maður eigi að taka því þannig að maður sé að eldast hratt, þar sem þessir bílar eru í fersku minni og voru í minni notkun í den.....
en eru orðnir fornbílar í dag :shock:

Ætli maður geti fengið afslátt fyrir sjálfan sig hjá tryggingunum fyrir vel við haldið og gott eintak? :D

kv.
Markús

Verði þér að góðu. Jú öldrun er óumflúin, hvort sem um bíla eða mann sjálfan sé að ræða. Sama get ég sagt að margir af þessum bílum voru samskonar þeim sem ég ók eða átti þegar ég var nýkominn með bílprófið. Ég átti t.d. svona 3ja dyra Mözdu eins þessa grænu, nema minn var GT og árgerð 1981, snarpur og skemmtilegur bíll :) Vinur minn átti Renault 11 TURBO árgerð 1984. Það var algjört #sparkírasstæki# hrikalega snöggur frá kyrstöðu upp í hundrað. Fékk mína fyrstu hraðasekt á þann bíl þegar ég mældist á 116 km hraða á Reykjanesbraut :( MB 190E var svo alltaf draumabíllinn á þessum árum. Sá draumur rættist svo, þegar ég eignaðist minn fyrsta 190E u.þ.b. 20 árum seinna :lol: Hugmyndin með afslátt hjá tryggingunum fyrir gott og vel með farið eintak á aldraðri mannskeppnu er góð, þó tryggingafélögin sjálf eru sennilega ekkert mjög áfjáð í þessa hugmynd. :lol:

Z-414 skrifaði:
JBV skrifaði:Mynd

Þetta er Volvo P210 Duett

Margir af þessum bílum á myndunum eru á þeim aldri sem að sumstaðar erlendis eru kallaðir "Youngtimer", "Retro" eða "Modern Classic", stutt í það að þeir verði fullgildir fornbílar og komin tími til að koma þeim i góða geymslu áður en þeir eyðileggast. Þetta er hættulegur aldur fyrir bíla, fólki finnst þeir ekki nógu gamlir og merkilegir til að varðveita þá þannig að mörgum góðum eintökum er hent og allt í einu er ekkert eftir af þeim eins og bílunum í þessum þræði hérna: http://jsl210.com/spjall/viewtopic.php?f=3&t=4437

Takk fyrir þessar upplýsingar Einar. Sammála því að þessa Youngtimer-a verður áhugafólk um fornbíla að fara gefa meiri gaum og varðveita.


Gunnar Örn skrifaði:
JBV skrifaði:Var aðeins að glugga í myndasafnið hjá mér og rakst á nokkra bíla sem ég hafa orðið á vegi mínum s.l. 4-5 ár. Mest eru þetta myndir úr miðbænum hvar ég þvælist um dags daglega vegna vinnu minnar, en einnig slæðast með myndir úr nærsveitum...já og víðar.

Þar sem ég er mikill aðdáandi Benz, þá fór þessi stórglæsilegi W201 ekki fram hjá mér, er ég átti leið um Litlu-Hringbraut í júní s.l.. Einstaklega vel uppgerður og fallegur pre-facelift 190 bíll.
Mynd



Blessaður, Ég held að ég geti fullyrt að þessi Benz sé óbuppgerður, bara svona vel hugsað um hann alla tíð.

Ótrúlega vel varðveitt og flott eintak. :shock:

Derpy skrifaði:Annars er þetta snilldar þráður og vona að þið komið með fleiri myndir :D

Það er alltaf eitthvað af þessum Youngtimer-um á vegi manns í hverri viku. Þ.a.l. aldrei að vita nema maður skelli inn einni og einni mynd öðru hvoru. :wink:


Offari skrifaði:Flottar myndir. maður er farinn að fylgjast með hvaða bíla hverfa og hvaða bílar fá að eldast. Oftast fá dýrari bílarnir að lifa lengur. Eignig tísku bílar eða klassískir bílar. Vw Bjalla, Land Rover og Willys eru einhverskonar tískubílar ódýrt að fá í þá og auðveldir í viðgerð. Benz og Amerískir drekar er svo klassíkin þótt vissulega eigi breskir eðalvagnar og Bmw þar heima líka bara til minna af þeim.

Japanskir og minni evropu bílar fá bara að eldast fyrir tilviljun. Hafi lent í góðum höndum eða hjá eldra fólki sem gat geymt bílinn inni eftir að hætt var að keyra. Svo eru líka til bílar sem endast vel og eru einfaldlega notaðir meðan þeir ganga en það vill samt oft verða þannig með þá bíla að þótt þeir séu komnir á Ellistyrkinn finnst mönnum yfirleitt of mikið til af þeim til að halda upp á þá þegar fer að koma að viðhaldi og húðmeðferð. Volvo held ég að sé stærstur í þessum hópi. margir volvoar sem komnir eru á ellistyrkinn en í fullu brúki en fáir sem sýna þeim áhuga sem fornbíl.

Fyrir ca 20 árum voru til margir Volvo Amason og tölvert af virðulegum Citroen Ds í brúki. Eitthvað er en til af Amason en minna af þeim á ferðini. En Ds hef ég ekki séð á ferðini lengi hvert fóru þeir? Eitt sinn áttu allir Lödu Sport en ég er hræddur um að þeir fari fljótlega líka að tína töluni þó frétti ég af því að ein slík hafi verið gerð upp á Húsavík og verður því líklega varðveitt. Einhverjir halda upp á smábílana en sjaldgæft að sjá þá verða mjög gamla.

Það hefur einmitt komið manni á óvart hvað mikið er til af t.d. 20-30 ár gömlum Benzum ennþá í umferð, Volvoinn kemur þar strax á eftir. Maður kippir sér ekki mikið upp við það ef slíkir bílar sjást ennþá á götunum. En veitir því frekar eftirtrkt ef 20 ára gamlir eða eldri Jappar sjást þar. En ég vona að það fara koma vakning hjá mönnum fyrir því að fara að varðveita þessa algengu Japönsku bíla sem voru til á tímum steðjanúmeranna.


Þessi rauði Volvo er kominn í uppgerð í Hveragerði núna og þegar að ég sá hann um daginn var vægast sagt búið að spaðrífa hann..
Frank Höybye S: 844-5222
Lincoln Continental árgerð 1969
Pontiac Catalina pikkup árgerð 1961
Bedford slökkvibíl árgerð 1953-57
Toyota Crown árgerð 1971
Ford Aerostar 1986 "44
Frank
Alltaf hér
 
Póstar: 446
Skráður: 26 Ágú 2004, 23:21
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf Derpy » 24 Sep 2012, 22:54

jæja ég var að eignast gráan Citroen AX 11 árg '88-'87, AFskráður 2001-2002 :) Einmitt svona sem þyrfti að bjarga... átti einmitt að fara henda honum. :(

Það sem finnst útí sveit verður líka að bjarga frá pressunni, jafnvel þó það sé slæmt í útliti / afskrátt, það gætu samt sem áður verið þeir síðustu af þeirri tegund.
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf JBV » 25 Sep 2012, 09:58

Hjalti skrifaði:Ef menn hafa áhuga á að ná í sjaldgæfan fornbíl þá gæti verið sniðugt að hafa augun hjá sér og ná í einhvern af japönsku, evrópsku eða jafnvel kóresku bílunum sem eru að detta úr brúki, ná í þá varahluti sem vantar sem fyrst því sumar varahlutabúðir liggja enn með þetta á lager. Svo má geyma prójektið í nokkur ár þar til þetta verður enn sjaldgæfara. Miðað við fjöldann sem til var af sumu af þessu þá er ótrúlega lítið eftir.

Hér er dæmi um ferkar sjaldgæfa bíla sem ég hnaut um um daginn og líklega vel "uppgeranlega". Hins vegar eru þeir kannski aðeins utan seilingar til að bjarga þeim, þ.e. í Nuuk. Skyldu vera eftir góð eintök af svona Toyotum hér á landi?

Mynd
Upprunalega lakkið að verulegu leyti og GT-Twin Cam merkingarnar!
Mynd

Mynd

Þetta væru klárlega flottir safngripir. Þetta hljóta hafa talist óvenjulegir bílar í Nuuk á sínum tíma, þ.e. Twin Cam 16 og GT-i 16 ?
Rakst á eina Toyotu úti á Granda um daginn, að vísu ekki Twin Cam en ágætlega útlítandi engu að síður.
Mynd
Mynd
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf JBV » 25 Sep 2012, 10:40

Hér er einn Daihatsu Charade á U númeri sem varð á vegi mínum á Barónsstígnum í september 2012.
Mynd
Mynd
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf JBV » 25 Sep 2012, 10:45

Ekki margar svona Honda Civic eftir í umferð. Átti sjálfur svona sjálfskiptan árgerð 1988. Sparneytinn, snarpur og skemmtilegur bíll. En mikið rosalega sat maður lágt í Civic-num. Þessi var á Melunum í Vesturbæ Reykjavíkur nú í september.
Mynd
Mynd
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Re: Gamlir bílar, en þó ekki svo gamlir.

Pósturaf pattzi » 28 Sep 2012, 20:02

Hjalti skrifaði:Ef menn hafa áhuga á að ná í sjaldgæfan fornbíl þá gæti verið sniðugt að hafa augun hjá sér og ná í einhvern af japönsku, evrópsku eða jafnvel kóresku bílunum sem eru að detta úr brúki, ná í þá varahluti sem vantar sem fyrst því sumar varahlutabúðir liggja enn með þetta á lager. Svo má geyma prójektið í nokkur ár þar til þetta verður enn sjaldgæfara. Miðað við fjöldann sem til var af sumu af þessu þá er ótrúlega lítið eftir.

Hér er dæmi um ferkar sjaldgæfa bíla sem ég hnaut um um daginn og líklega vel "uppgeranlega". Hins vegar eru þeir kannski aðeins utan seilingar til að bjarga þeim, þ.e. í Nuuk. Skyldu vera eftir góð eintök af svona Toyotum hér á landi?

Mynd
Upprunalega lakkið að verulegu leyti og GT-Twin Cam merkingarnar!
Mynd

Mynd


Gt Twincam er einmitt Draumurinn :)
Notandamynd
pattzi
Mikið hér
 
Póstar: 89
Skráður: 24 Apr 2009, 13:51


Fara aftur á Bílar eftir 1950

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron