Toyota Cressida '78

Sérhæfðara spjall um bíla sem hafa náð 25 ára aldri og eru framleiddir eftir 1950. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Toyota Cressida '78

Pósturaf Seddan » 12 Feb 2006, 00:10

Jæja er með einn tveggja dyra sem er frekar illa farinn, hann gengur reyndar ennþá og mjög vel reyndar en ryð er að fara illa með hann. Svo er það líka það að einhverjum datt það í hug að mála greyið með málningu :? Aðrir smáhlutir eru að hrjá hann en það sem ég ætla að gá að er veit einhver hérna á spjallinu um annann svona á landinu eða parta í hann? (Líka ef einhver hérna er með flott sæti til sölu þá endilega láta mig vita :wink: Það eru einhver funky fjólublá flauelssæti í honum sem eru alveg handónýt :lol: )
Seddan
Byrjandi
 
Póstar: 8
Skráður: 11 Feb 2006, 22:30
Staðsetning: kóp

Pósturaf Seddan » 22 Feb 2006, 18:59

ef einhver á bara hvað sem er úr þessum bíl, endilega láta mig vita. Ég er búin að heyra að það áttu allir svona bíla fyrir um 20 árum og ég trúi því ekki að það sé búið að pressa þá alla :(

Og ég er ennþá að leita af flottari sætum :lol:
Seddan
Byrjandi
 
Póstar: 8
Skráður: 11 Feb 2006, 22:30
Staðsetning: kóp

Pósturaf ADLERINN® » 22 Feb 2006, 19:45

Svona er þetta það má ekki eiga neitt hérna á Íslandi, það er öllu hend og svo eru kannski einhver einn eða tveir bílar sem að sleppa undan hreinsunar liðinu og þá kemur í ljós að menn verða ef að þeir ættla að halda í bílana, að finna einhvern klúbb einhverstaðar erlendis, ef það á að halda þeim gangandi eða gera upp.

Þetta er alveg snar ruglað land allavegana hvað þessi mál varðar.
:twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted: :twisted:

Er engin svona bíll þarna
http://www.jsl210.com/spjall/viewtopic.php?t=377
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Ásgrímur » 22 Feb 2006, 21:11

Ætlarðu að gera við þennan bíl, eða bara nota hann þar til hann ryðgar algerlega utan af þér :roll:

er þetta bíllinn sem var auglýstu hérna, í fyrra minnir mig?
þekki stelpu sem keyrir daglega um á svona bíl hérna á Ak, 8)
veit um leyfar af svona fjögurra dyra bíl og station bíl :roll:
Gremlin Owners Are Special

amc "77
Plymouth "66
saab "84
Ásgrímur
Veit mikið
 
Póstar: 634
Skráður: 09 Apr 2004, 11:46
Staðsetning: Á ferðinni

Pósturaf Gizmo » 23 Feb 2006, 00:07

ég man eftir að hafa séð svona 2ja dyra bíl standa ofan við Toyota á Akureyri, hann var rauður og númerslaus. 1-2 ár síðan, á sennilega mynd af honum.

Ég átti svona Sedan '78, sjálfskiptan, alveg æðislegur bíll að öllu leyti nema vökvastýrið sárlega vantaði. Mikið svakalega langaði mig alltaf í 2ja dyra, með fallegri boddyum sem japaninn hefur smíðað !

Mynd
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf ADLERINN® » 23 Feb 2006, 00:57

með fallegri boddyum sem japaninn hefur smíðað !


Og þeir voru vandaðir og alveg ágætlega smíðaðir,það er eitthvað annað í dag maður, algjört rusl sem þetta merki er fest á í dag allavegan eru fólksbílarnir ekki mjög merkilegir.

Það var nefnilega einu sinni að ef að toyota merkið var á bílum þá var hægt að treysta á ákveðin gæði en í dag eru bílar orðnir neysluvarningur sem á bara að nota í ákveðin mörg ár og svo á að henda þeim í endurvinslu og búa til nýja.
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Ásgrímur » 23 Feb 2006, 10:12

"þekki stelpu sem keyrir daglega um á svona bíl hérna á Ak, "

það er þessi rauði á ak.
Gremlin Owners Are Special

amc "77
Plymouth "66
saab "84
Ásgrímur
Veit mikið
 
Póstar: 634
Skráður: 09 Apr 2004, 11:46
Staðsetning: Á ferðinni

Pósturaf Seddan » 25 Feb 2006, 23:08

ég reyndar keyri um á honum dags daglega en mig langar nú ekki til þess að greyið ryðgi utan af mér :wink:
Mynd

Þetta er einmitt nákvæmlega svona bíll, meira að segja á þessum felgum, en hann er reyndar svartur (MÁLAÐUR svartur) :P

Það var hugmyndin ef þeir finna ekki of mikið að honum í skoðun að gera eitthvað fyrir hann, koma honum í gott stand einhvertímann í framtíðinni, taka hann jafnvel bara af númerum og bíða þar fjárhagur leifir, það þarf nebblega að taka bodyið algjörlega í gegn, ásamt nokkrum götum á botninum :lol:
Seddan
Byrjandi
 
Póstar: 8
Skráður: 11 Feb 2006, 22:30
Staðsetning: kóp

Pósturaf ztebbsterinn » 01 Mar 2006, 22:35

Seddan skrifaði:ég reyndar keyri um á honum dags daglega en mig langar nú ekki til þess að greyið ryðgi utan af mér :wink:
Mynd

Þetta er einmitt nákvæmlega svona bíll, meira að segja á þessum felgum, en hann er reyndar svartur (MÁLAÐUR svartur) :P

Það var hugmyndin ef þeir finna ekki of mikið að honum í skoðun að gera eitthvað fyrir hann, koma honum í gott stand einhvertímann í framtíðinni, taka hann jafnvel bara af númerum og bíða þar fjárhagur leifir, það þarf nebblega að taka bodyið algjörlega í gegn, ásamt nokkrum götum á botninum :lol:

handmálaður svartur?
hmm.. var hann ekki á Ísafirði í fyrra/hittifyrra?
Það er einn 4 dyra brúnn hér fyrir vestan.
DeLorean "81
MB 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~~~~
Stefán Örn
Notandamynd
ztebbsterinn
Veit mikið
 
Póstar: 776
Skráður: 19 Jan 2006, 22:58
Staðsetning: Ísafjörður

Re: Toyota Cressida '78

Pósturaf Fjölnir » 05 Sep 2012, 05:50

Hvernig gengur með cressiduna? En ég hef þessa rauðu frá akureyri inní skúr og byður þess að verða gerð upp. Konan mín á bílinn og var þetta fyrsti bíllin hennar. En er eithvað til í þessa bíla hérna á klakanum?
Fjölnir
Byrjandi
 
Póstar: 1
Skráður: 04 Sep 2012, 15:45

Re:

Pósturaf Z-414 » 05 Sep 2012, 13:13

ADLERINN® skrifaði:
með fallegri boddyum sem japaninn hefur smíðað !


Og þeir voru vandaðir og alveg ágætlega smíðaðir,það er eitthvað annað í dag maður, algjört rusl sem þetta merki er fest á í dag allavegan eru fólksbílarnir ekki mjög merkilegir.

Það var nefnilega einu sinni að ef að toyota merkið var á bílum þá var hægt að treysta á ákveðin gæði en í dag eru bílar orðnir neysluvarningur sem á bara að nota í ákveðin mörg ár og svo á að henda þeim í endurvinslu og búa til nýja.

Kannski liggur það í því að "Japanskir" bílar eru flestir ekki lengur Japanskir, flestir Toyota fólksbílar sem seldir eru í dag eru smíðaðir í Bretlandi og bretar geta nú verið nokkuð mistækir smiðir.

Ég tók bílprófið á Toyota Cressida árgerð líklega 1980, góðir og flottir bílar, síðan rakst ég á þennan á fornbílamóti í Austurríki um helgina, var nánast eins og nýr.

Mynd
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: Toyota Cressida '78

Pósturaf Ramcharger » 06 Sep 2012, 11:30

Tók líka prófið á svona eðalvagn í Borganesinu :D
Kv.
Andrés G.


"70 Nova R.I.P M-3237
"72 Celica R.I.P R-14833
"74 Ramcharger R.I.P G-24555
"78 Olds Delta R.I.P R-29941
Notandamynd
Ramcharger
Alltaf hér
 
Póstar: 232
Skráður: 01 Mar 2010, 20:17
Staðsetning: Borg óttans

Re: Toyota Cressida '78

Pósturaf Offari » 07 Sep 2012, 22:57

Ég á tvær fjögra hurða Cressidur. 79-80 Það stendur til að gera upp aðra og rífa hina. Skiptingin ar lúin í bílnum sem stendur til að gera upp er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að nota gírkassann úr hinum eða láta gera upp skiptinguna (má víst ekki eyða miklum aur í bílana mína :( )

Gangerkið er gott að öðru leiti. Bodýið ekki slæmt en þó er líklegt að ég skipti út framhurðum sem búið er að finna skott og húdd gét ég notað úr varahlutabílnum. Ég var strax skotin í þessum bílum þegar ég sá þann fyrri og þegar ég gat líka fengið varahlutabíl náði ég í þá báða.
Starri Hjartarson.

Á of marga bíla til að hægt sé að hafa þá alla í undirskriftini.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík

Re: Toyota Cressida '78

Pósturaf JBV » 12 Sep 2012, 20:54

Þennan hér sé ég stundum bregða fyrir á Grettisgötunni
Mynd
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Re: Toyota Cressida '78

Pósturaf krúsi » 12 Sep 2012, 23:53

JBV skrifaði:Þennan hér sé ég stundum bregða fyrir á Grettisgötunni
Mynd


Hvaða Volvo er þarna í bakgrunni? með þessa líka fínu grjótgrind [4 ........ en vantar alveg hjólkoppana.. :(

kv.
Markús
Markús B. Jósefsson
Everyone is entitled to be stupid, but some abuse the privilege.
JEEP Cherokee ´87
Volvo Amazon ´70
krúsi
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 14 Maí 2008, 12:53
Staðsetning: Selfoss


Fara aftur á Bílar eftir 1950

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron