Mikill Mustangáhugi um heim allan

Sérhæfðara spjall um bíla sem hafa náð 25 ára aldri og eru framleiddir eftir 1950. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Mikill Mustangáhugi um heim allan

Pósturaf Jón G » 14 Maí 2004, 06:52

Mustang sportbíll fátæka mannsins
er slagorð, sem Mustang var seldur undir.

Mustang $2.372 fyrst kynntur í apríl 1964 á "New York World's Fair" þar gafst greinarhöfundi kostur á að skoða hann, en verður þó að viðurkenna að honum fannst meira koma til silfurgráa '62 Aston Martins James Bond, úr myndinni Dr. No, einkum þeim útfærslum sem hann hafði, t.d. hægt að skjóta farþeganum+sætinu í 20 m hæð, númer á fletti-rúllum, reyk-útbúnaður & olíu/nagla-dreyfari að aftan (heftir eftir-för) og vél-byssur faldar í fram-stuðara-hornum. Slíkur bíll hefði gagnast mun betur, en svona er lífið, maður varð að sætta sig við bíl fátæka-mannsins Mustang og horfa á hina. http://www.leoemm.com/nr1musta.htm http://www.leoemm.com/nr2musta.htm http://www.leoemm.com/nr3musta.htm

Óskar Benediktsson Beinárgerði Héraði á heillegan rauðan óuppgerðan Mustang sedan árg 1964 1/2 $2.372, 501.965 framleiddir, 6 cyl, 101 hö framleiddur fyrir 25-09-64/120 hö eftir, sjálfskiptur, innfluttur 1978, fyrst stutt í Hafnarfirði, síðan á Höfn til 1986, er Óskar kaupir hann. 680.989 Mustang bílar voru seldir frá apríl 1964 - ágúst 1965, en Mustang var lang vinsælasti USA-bíllinn á 7. áratugnum.

Ofur-Mustangar á Íslandi, 1970 hætti Ford við yfirtöku-áætlun í Trans-Am, USAC, NASCAR, og alþjóðlegum kappakstri, þar með hvarf ofur-Mustang.

Mustang 428 Cobra Jet-R HO (high output/Ram-Air shaker-scoope, fast á blöndungi með gat í húddi) fastback árg 1969 dökk grænn var í eigu greinarhöfundar árin 1971-2, seinna orange á Akureyri, núna í uppgerð hjá Bjargmundi í Glófaxa hf. Þessi útgáfa var uppgefin 375 hö, en mun hafa verið mun aflmeiri, lenti í 410-15 hö flokk í stock car racing, en lægri tölur (335 hö)uppgefnar frá verksmiðju vegna trygginga-iðgjalda. Uppgefin í Car & Driver 13.6 sek kvartmíluna óbreyttur á götudekkjum. "Sævar í Karnabæ" Baldursson flutti bílinn inn, seldi Gunnari Härzler Garðinum á kr 500.000 ág 1970, sem síðan skipti við mig á Cobrunni með bráðinn stimpil og 1968 Firebird HO 350 4 gíra Hurst beinskiptum + 50.000 kr, sem átti standard mílu-metið 13.6 til 1988, sett 1981 af núverandi eig Sævari Péturs bílasprautara Kef. Chevy '57 topplakkvinna undir 8 glæru umferðum hjá Sævari. ----> http://www.internet.is/racing/index_bil ... vy_57.html Þegar Gunnar seldi 1971 '68 HO Firebird á 400.000 kr, þá dugði andvirðið fyrir fokheldu einbýlishúsi í Kef. Alltaf gaman að finna gamla hjólkoppa, 2 koppar af 4, sem voru á HO Cobra-Jetinum koma hér í ljós á afturhjólum á 390 ci '67 mustang Akureyri. http://www.mustang.is/album_anton/ax-671/index.htm
Við Gunnar Härzler stilltum upp vel læstum '68 HO 350 Firebird og '69 428 Cobra-Jet, Firebirdinn fór framúr Cobrunni í startinu, þó aldrei nema 1/2 bíllengd, frambretti Cobrunnar nam við hurð Firebirds, síðan þegar nálgaðist 60 mílurnar, þá fór Cobran framúr, með þó nokkrum mun. Firebirdinn tapaði ekki nema 2 spyrnum í minni eigu árið 1971, hinn bíllinn var 1970 fjólublár/hv vinyl topp 426 Hemi Challanger 425 hö. Eins og Gunnar Härzler sagði: "ég hefði aldrei getað selt þér Cobruna, ef ég hefði ekki tekið þig"428 HO-Cobran tapaði ekki spyrnu í minni eigu, og var bestur eftir að 60 mílunum var náð, og átti það til að strika 4m+ á báðum þegar 3-þrepa C6 torque-converter skiptingin tók 2. gír á 60 mílum. Cobra-Jetinn var ekki fljótasti bíllinn hér 0-100 km, átti það til að missa sig í spól, sem gerðist ekki hjá mér, var 3O% semi-splittaður og snéri gjarna hægra afturhjóli á of mikilli gjöf, en þegar 60 mílunum var náð, þá yfirgaf Cobran vettvanginn. Enginn bíll á Íslandi mun hafa náð annari eins athygli og þessi Cobra Sævars gerði á sínum tíma, dökk, dökk grænn sans ( næstum svartur) með matt-svörtum röndum/húddi/shaker scoope
, bein 2" rör aftur úr, enginn hljóðkútur, aðeins smá afturvíkkun á báðum rörum, enda hljóðið engu líkt og útlit, sem gaf í skyn að bifreiðin næði 700 km hraða. Akureyrar-dvölin ---> http://www.mustang.is/album_1/69-70/pages/album1_22.htm Vélarlaus og hefur átt betri dag ------> http://www.mustang.is/album_1/69-70/ima ... um1_20.jpg
Sævar gerði lítið annað en reyk-spóla '69 428 HO Cobrunni fyrir utan Glaumbæ, það er ekki fyrr en Gunnar eignast hana að hún var tekin til kostanna. '68 HO Firebirdinn er sá bíll, sem komst næst Cobrunni í spyrnu hjá Gunnari, og spyrnti hann henni mikið. 428 vélin mun vera til á Selfossi.


Mach I 428 Super Cobra Jet-R 420-5 hö 1969 (Ram-Air shaker-scoop), vel læst 3.90 drif, orange flutti inn Björn Emilsson TV-gúrú, Barði keypti og seldi til Akureyrar. Mach I Björns var ekki HO, heldur með power-bremsum/stýri ofl, og var til í kjallaranum í Blikksmiðjunni Gretti Ármúla þar til fyrir nokkrum árum í eigu Valla, en samkvæmt upplýsingum hans var Mach I Cobrunni hent í óþökk, er fjölskyldan skipti fyrirtækinu upp og Valli fór með vatnskassa viðgerðunum Grettis á Vagnhöfða 6. 428 Super Cobra-Jet vélin & C6 skiptingin munu vera í eigu Barða.

428 Mach I Cobra-Jet-R 1969 mun vera í uppgerð í eigu Barða.

BOSS 429 $4.798, 375 hö uppgefið frá verksmiðju, 498 framleiddir með tapi, því 500 eintök gáfu keppnisrétt, árg 1970 með ál-Hemi heddum, sérstyrktur að framan, dökkgrænn sans var til á Keflavíkurflugvelli 1970, en stoppaði stutt hér. Ljóst er að Boss 429 var að skila hátt í 500 hö, þar sem sama útfærsla á BOSS-302 (uppgefið 290 hö) vélinni skilaði um 350 hö.

429 Cobra Fastback 1971 370 hö uppgefin frá verksmiðju, rauður, Barði flutti inn, nú í eigu Hálfdáns Kvartmílu-gúrú. Vefsíða Hálfdáns http://www.internet.is/racing

Shelby GT 500 $4.195 428 cub 400+ hö (uppgefin 335), 1967 Mustang fastback, 2.050 framleiddir, dökk græn-sans flutti Helgi heitinn Laxdal inn um 1972, en Gylfi Púst keypti og leysti út, selur síðan Arthúri Bogasyni Akureyri nú formaður útgerðarmanna
smábáta, vann verðlaun á 17. júní sýningu Akureyri 1977 fyrir Shelby-inn ( sjá myndir ). Á Akureyri voru gerðar umdeildar breytingar á Shelbyinum, m.a. settur beinskiptur kassi, sem passaði illa við ballanseraða vélina, Guðmundur Kjartansson kaupir, setur 3.71 læst drif og selur Birgi Jónssyni "Bigga Bakara", sem gerir Shelby-inn upp, málar hann í upphaflegu litunum, bláan með 2 x breiðum strípum. Shelby-inn stóð á bílasölu sumarið 1986 á 700.000 kr. Shelby-klúbburinn var að leita þessa eintaks, og rakst Biggi á auglýsingu frá þeim, þar sem verksmiðjunúmer þessa Íslands-Shelbys voru uppgefin. Bíllinn mun upphaflega hafa verið reynsluaksturs bíll, með blower ofl. Gísli Guðmundsson forstjóri B&L kaupir síðan og mun hafa selt skólastrák úr Opal fjölskyldunni Shelby-inn, sem síðan fór til USA í nám, og tók Shelby-inn með sér og seldi.
Caroll Shelby http://www.mustang.org/halloffame.cfm breytti Mustang bílum, setti roll-bar, tjúnaði vél og breytti útliti í samvinnu við forstjóra Ford Lee Iacocca http://www.mustang.org/halloffame.cfm , "kraftaverkamanninn" í bandarísku efnahagslífi. Mustang var fóstur Iacocca, en vegna afbrýðissemi rak Henry Ford II Iacocca 1978, sem hafði verið stjórnarformaður Ford frá 1970. Lee tók þá við stjórn Chrysler á barmi gjaldþrots, og endurreisti eins og frægt er. Þetta '67 Shelby eintak var mjög sjúskað og útkeyrt við komuna 1972, og vakti ekki mikla athygli, og fáar sögur fara af afrekum. Á árunum 1973-4 mun hafa fréttst norður yfir heiðar af fjandanum fljótari 1970 gullsans Formulu 400 Firebird 370 hö uppgefin, 4 gíra beinsk, læstum & búkkuðum, er grillaði allt sem kom nálægt henni. "Túri" mun hafa gert sérstaka ferð suður til að kynna Formúluna fyrir Shelby-inum. Þórskaffi mun hafa verið vettvangurinn, og "stillt upp" suður Nóatúns-brekkuna. Þegar Óli "Bón" Hafsteins hafði spólað út 1.-2. & 3. gír á hægri akrein, þá hægði hann á sér handan Háteigskirkju, enda Shelby-inn 5-6 bíllengdum fyrir aftan. Shelby-inn náði þá að tracka, og óð framúr, hitti á græn ljós á Miklubrautinni, og Óli Bón sá undir undirvagn GT-500 bifreiðarinnar úr bílstjórasæti sínu, þegar hún tók langstökkið yfir Miklubrautina, þaðan var Shelby-inn fluttur á vagni í lögreglufylgd af staðnum, beint norður aftur. Fátt var það, sem ekki skemmdist, vélin laus á hliðinni, olíupanna/púst og allt mölbrotið.
Löngu-hlíðar-lang-stökk "Túra" spurðist, og vildu fleiri reyna. "Sleepy-Joe", Jóhann Ingólfsson, seinna "tálbeitan" átti gullfallegan bláan 1971 Challanger R/T Magnum 383, sagði fjölmiðlum & lögreglunni að hann hefði verið að athuga hve langt Challengerinn gæti stokkið, þegar hann veitti viðtal með myndum, sem tekið var við bílinn á staðnum. Challangerinn líktist nú meir banana en bifreið, enda fór 383 Magnum-inn beint í afskráningu. Gatnamóta-stökkpallur mikill myndaðist þarna í mýrinni, hefur þó verið lagaður síðan.
http://www.mustang.is/shelbygt500/shelbygt500.htm http://www.mustang.is/album_anton/shelb ... /index.htm
http://www.mustang.is/album_1/67-68/pages/album1_01.htm
http://www.mustang.is/album_1/67-68/ima ... um1_02.jpg
Í mars 2004 fór 1967 Shelby GT-500 á metverði á uppboði $189.000
http://www.cars-on-line.com/barrett-palm04.html

Shelby GT-500 1969-70 $4.709, 1085 framleiddir, blár fastback mun hafa verið til á Keflavíkurflugvelli 1975-7, en fór utan aftur.

Shelby Mustang 1968 fastback hvítur (mynd á heimasíðu FBÍ "bílar félagsmanna") mun á leiðinni til landsins, eigandinn er Íslendingur í Lúxemburg.

390 cub 4 gíra 320 hö (uppgefin), beinskiptur Mustang 1967 sedan blá-sans var til í Hafnarfirði um 1971, seinna á Akureyri. http://www.mustang.is/einar/einar.htm <------ gæti verið þessi bíll, en þó minnir mig litinn ljósari.

390 GT Mach I 1969 320 hö (uppgefin), grænn fluttur inn af Barða, tjónaðist og mun ekki lengur til.

BOSS 302 1970 $ 3.720 6.319 framleiddir, orange vel uppgerður er til hér nú, þekki ekki sögu hans, hvort um er að ræða kittaðan eða orginal Boss 302, en orginal vélin var að skila um 350 hö (uppgefin 290), Barði mun hafa flutt inn annan svartan árg. 1970 sem er einnig til nú. Vélin úr öðrum þeirra er til suður með sjó, en eigandi hennar mun ófáanlegur til að sameina hana bílnum. http://www.mustang.is/album_anton/boss_ ... 8.BOSS.htm


289 cub 4 gíra 220 hö, beinskiptan Mustang sedan 1967 gulan keypti Sævar í Karnabæ í nefndinni árið 1969-70

289 cub 4 gíra $2461, 271 hö, 356.271 framleiddir, beinskiptan Mustang sedan 1967 græn sans með 411 eða 480 drifi keypti Magnús verslunarstjóri hjá Silla & Valda Ásgarði í nefndinni árið 1969. Þetta var fyrsti Mustanginn, sem eitthvað hvað að í spyrnu, aðrir 289 sjálfskiptir með venjulegu drifi, steinlágu fyrir þeim bílum fyrir voru. Þessi Mustang var örskots fljótur af stað, en ekkert sérstakur eftir að 40-60 mílum var náð, og minnist höf þess að hafa þurft 1969 að fara í uppgjör um fljótasta bíl Íslands við hann sumar-bjarta góðviðris-nótt, eftir að 1/2 Glaumbær krafðist "ShowDown". Reglurnar setti múgurinn, en höf þagaði, farið var á Keflavíkurveginn, og ákveðin upphafs & endis-kennileiti, enn þagði höf. Byrjað skyldi við Álvers-innkeyrsluna, endað við afleggjaran að Sædýrasafninu (móts við gamla Krísuvíkurveginn) 3 km leið, þar biðu tugir bíla, margir komu fullir af farþegum. Magnús taldi niður, en aðeins við 2 vorum á ráspól, í hvarfi frá markinu. Mustanginn náði strax forskoti á Chervolet rauðu/hv '65 bælu 327 cub 300 hö Impöluna með 2 þrepa powerglide skiptingu, nú Y-1965 í eigu Viðars Garðabæ.
Eftir að hafa verið í beinni línu fyrir aftan Mustanginn tók linþekjan í 40+ mílum að draga hratt á í draginu af Mustang, og fór síðan með miklum hraðamun framúr í 70-80 mílum, en í 90 stoppaði Mustanginn sökum lágs drifs, en Lettin náði sínum 120 mílum, og kom nokkur hundruð metrum á undan í mark, þar sem allir biðu. Mustang/Bullit aðdáendur, sem höfðu séð Bullit-grænu 289-una spóla um bæinn hefðu nú þurft hóp-áfallahjálp, Steve McQueen hafði ekki verið við stýrið, menn voru þöglir, sögðu ekkert, annar eins munur hafði ekki sést. Sumir héldu nú, eftir jarðarför Bullit-ofur-grænu 289-unnar, að rauða '65 blæu-Impalan væri kraftmesti bíll Íslands. Höf vissi betur og þagði. Keppti aðeins eftir þeim reglum, sem settar voru hverju sinni. Réttur litur dugði ekki gegn 327-blæunni. Höf þekkti takmarkanir 289-unnar á lága-drifinu, og hafði gætt þess, að vera aldrei undir 40 mílum, þegar hún var á ferðinni. Sorglegt þegar menn þekkja ekki takmörk bíla sinna.
Efasemdarmenn voru enn til, og besti vinur Magga-Mustang, "Keli" Þorkell Stefánsson nú eig Raftækjaverslunar Íslands taldi '67 289-Mustanginn enn sneggsta bílinn, þó hann hefði ekki hæstan hámarkshraða. Þá var ekki annað en afsanna það, og var fenginn utanbæjar maður til verksins. Gunnar Häzler Garðinum hafði nýlega sett 440 ci 375 hö í ljósbrúnan '58 Plymouth Fury ( samkonar bíll og í myndinni Christine) http://clubs.hemmings.com/frameset.cfm?club=goldenfin http://clubs.hemmings.com/clubsites/gol ... allery.gif , http://clubs.hemmings.com/clubsites/gol ... photo3.jpg sem hafði verið í '67 Plymouth Belvedere II GTX http://paranoid.is-a-geek.com/Mopar/Mopar%20009.jpg sem síðan fór í nefndina með 6 cyl, er nú í eigu Gunnars Gunnarssonr með 426 Hemi 12.54 sek míluna standard met frá 1988. Gekk ekki þrautalaust að fá Magga & Kela til að spyrna, þeir ættu nú ekki annað eftir, en að spyrna við svona "gamla druslu", sem væri langt fyrir neðan virðingu þeirra.
Gunnar rósemdar maðurinn hafði gaman að hrokanum og elti Mustanginn í rólegheitum um allan bæ, án þess nokkurn tíma að sýna neitt til '58 Furys-ins, þó Mustanginn tæki nokkur spól-show, vildi ekki hætta á, að þeir færu heim. Á endanum urðu Maggi/Keli leiðir á að hafa Fury-inn í speglunum, svo að stillt var upp á Skúlagötunni í austur. Þó nokkur fjöldi elti, sem hafði séð Suðurnesja-hákarlinn í kjölfari 289-unnar. Vel læstur Fury-inn reykspólaði framúr Mustangnum á fyrstu metrunum, og saltaði, en þegar Skúlagatan var á enda, stoppaði Gunnar á Aðalbílasöluplaninu. Komu félagarnir hlaupandi, hrokinn horfinn, en Sólheima-undrunarsvipur kominn í staðinn. Vildu sjá ofan í húddið á Fury, og spurðu hvað væri undir því ? Greinarhöfundur hvíslaði rafvirkjanum Kela, " eitt stykki Búrfellsvirkjun " , og ókum brott.

Uppúr 1970 flæddu Mach I árg 1969 í öllum litum 302 og 351 cub inn í landið, þeir voru aðeins flottir, en ekkert í toppbaráttunni.

Ebay býður daglega ca 700 Mustanga: 302 1969 fastback http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayI ... otohosting
428 Cobra Jet Mach I 1969 http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayI ... otohosting
289 sedan 1964 1/2 http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayI ... 66790&rd=1
1969 fastback http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayI ... 10827&rd=1
Mach I 1969 351 Windsor Góður, eig skipti yfir í 428 Cobra Jet bíl.
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayI ... otohosting
BOSS 302 1970
http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayI ... otohosting
428 CJ Mach I http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayI ... eName=WDVW
428 CJ Mach I topp eintak http://cgi.ebay.com/ebaymotors/ws/eBayI ... otohosting

Íslenski Mustang Klúbburinn er með um 300 félaga og öfluga heimasíðu www.mustang.is

Bullit með Steve McQueen ***1/2 í Maltin's sem segir: " one of screen's all-time best", óskarinn fyrir klippingu. Fyrsta & besta ofur-bíla-aksturs mynd, sem gerð hefur verið. 4-5 eintök 4 gíra beinsk 1968 Mustang GT fastback græn sans 390 cub 335 hö uppgefin fóru í tökurnar af eltinga-leik við R/T 440 cub 375 hö 1968 svartan Charger (þurfti nokkur eintök), sem var í brekkum San Fransisco. Steve McQueen tókst að eyðileggja nokkur eintök er hann lék sum stunt-atriðin og Robert Duvall er með hár. Eftir þessa mynd 1968, hófst bið eftir fyrsta ofur-Mustangnum http://www.mustang.is/bullitt_1968/bullitt.htm


Eins og ValdiKoppur segir: "það er eins gott fyrir eigendur þessara hrísgrjóna-plast-fata í dag, að hafa ekki verið á götunum fyrir 35 árum"
á tímum sem menn borguðu sig ekki inná bílasýningar, og miðbærinn tæmdist, ef einhver þorði að elta 428 Cobruna, svo að umferðar öngþveiti varð, þar sem spyrnur fóru fram hverju sinni, sem minntu frekar á jarðarför, en keppni. Eigendur Cobrunnar gengu stundum undir nafninu "The Undertaker". Bílar voru notaðir á þessum árum, þegar rúnturinn og helgarkvöldin fyrir utan Glaumbæ voru samfelld bílasýning.
Síðast breytt af Jón G þann 30 Des 2004, 18:18, breytt samtals 81 sinnum.
Jón G
Bannaður
 
Póstar: 77
Skráður: 02 Apr 2004, 07:26

Pósturaf Björgvin Ólafsson » 16 Maí 2004, 01:49

Skemmtilegur pistill!

Shelby GT 500 427 cub 400+ hö (uppgefin 335),


Þetta var nú samt 428, er það ekki?

390 cub 4 gíra 335 hö, beinskiptur Mustang 1968 sedan blá-sans var til í Hafnarfirði um 1971


Það er einn svona 67, 390, 4 gíra blár til hér á Akureyri. Endilega fræddu okkur meir um þenna 68 bíl? Hef ekki heyrt um original 68, 390 bíl hér á landi fyrr.

Mustang kveðja!
Björgvin
Notandamynd
Björgvin Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 340
Skráður: 02 Apr 2004, 09:33
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Jón G » 16 Maí 2004, 11:22

Björgvin Ólafsson skrifaði:Skemmtilegur pistill!

Shelby GT 500 427 cub 400+ hö (uppgefin 335),


Þetta var nú samt 428, er það ekki?

390 cub 4 gíra 335 hö, beinskiptur Mustang 1967 sedan blá-sans var til í Hafnarfirði um 1971


Það er einn svona 67, 390, 4 gíra blár til hér á Akureyri. Endilega fræddu okkur meir um þenna 68 bíl? Hef ekki heyrt um original 68, 390 bíl hér á landi fyrr.

Mustang kveðja !

Björgvin


Samkvæmt upplýsingum Helga Laxdal var GT-500 Shelby-inn 427 cub. Hugsanlega gætir misskilnings vegna 427 AC Cobru Shelbys http://www.leoemm.com/cobra.htm (1968 bauð Mustang 427 cub 390 hö uppgefin & 428 cub 335 hö uppgefin)Heimildir Ford segja 1967 GT 500 Shelby 428 cub 400+ hö, og mun það réttara vera. Þakka ábendinguna.

Væntanlega var 1968 & 1967 390 cub blái Mustanginn sami bíllinn, sama boddý, en '68 kom með ljós í grillinu, og minna mustang merki. Erfitt að muna þessi smá-atriði, þegar mar skoðar bíla á 100-200+ km hraða fjarlægjast í afturspeglunum, sem var helsta notagildi baksýnisspegla Cobrunnar.[/quote]
Jón G
Bannaður
 
Póstar: 77
Skráður: 02 Apr 2004, 07:26

Pósturaf Ásgrímur » 21 Júl 2004, 19:57

svona er gaman að lesa 8)
Gremlin Owners Are Special

amc "77
Plymouth "66
saab "84
Ásgrímur
Veit mikið
 
Póstar: 634
Skráður: 09 Apr 2004, 11:46
Staðsetning: Á ferðinni

Pósturaf Anton Ólafsson » 15 Sep 2004, 22:03

Sæll Jón.

Þetta er 67 390 Mynd
Hinn sem þú settir inn var með 289, bíll sem ég mundi samt vilja vita hvað varð um.

En þessi guli 70 sem þú settir inn er ekki Boss heldur illa "uppgerð" Mach 1 með rönd sem á stendur BOSS351
Mynd

Varðandi Boss-ana þá er það þessi sem er grænn BH-810 í dag er ekki með boss vél. En hún er til. Fyrsti eigandi tók hana úr og á hana enn.
Svo er það hinn bílinn.BI-003
Mynd
Hann er fyrst á Akureyri þar sem Bjarki Tryggva, söngvari hlómsveitar Ingimars Eydal ók honum, hann gekk aðeins manna á milli og fór svo suður, en þá var búið að taka bossvélina úr honum, hann gengur síðann eitthvað manna á milli. Núna er hann sundur rifinn inn í skúr (minnir mig kefv) og original vélinn kominn inn í skúrinn.

Kv
Anton
A-1964
A-1967
A-1972
Notandamynd
Anton Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 237
Skráður: 17 Apr 2004, 23:10
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Jón G » 16 Sep 2004, 20:37

Anton Ólafsson skrifaði:Sæll Jón.

Þetta er 67 390 Mynd
Hinn sem þú settir inn var með 289, bíll sem ég mundi samt vilja vita hvað varð um.

En þessi guli 70 sem þú settir inn er ekki Boss heldur illa "uppgerð" Mach 1 með rönd sem á stendur BOSS351
Mynd

Varðandi Boss-ana þá er það þessi sem er grænn BH-810 í dag er ekki með boss vél. En hún er til. Fyrsti eigandi tók hana úr og á hana enn.
Svo er það hinn bílinn.BI-003
Mynd
Hann er fyrst á Akureyri þar sem Bjarki Tryggva, söngvari hlómsveitar Ingimars Eydal ók honum, hann gekk aðeins manna á milli og fór svo suður, en þá var búið að taka bossvélina úr honum, hann gengur síðann eitthvað manna á milli. Núna er hann sundur rifinn inn í skúr (minnir mig kefv) og original vélinn kominn inn í skúrinn.

Kv
Anton


Þakka ábendingarnar.
Hvernig seturðu myndir inn í spjall-dálkana ?
Jón G
Bannaður
 
Póstar: 77
Skráður: 02 Apr 2004, 07:26

Pósturaf Anton Ólafsson » 16 Sep 2004, 21:38

Sæll Jón.

Ef þú ætlar að setja inn mynd þá verður hún að vera vistuð á einhverri síðu. Síðan er merki fyrir neðan þar sem þú skrifar fyrirsögnina sem stendur ´"Img" þú klikkar á hann, setur inn slóðinna á myndinni og klikkar svo aftur á hann.

Mynd

En talandi um Cobra Jet-ið. Þá talar þú um að Akureyrar veran hafi ekki verið góð, hvorug myndin sem þú linkaðir inn er tekinn á Ak. En þessi bíll hefur lent í einhverju mjóg vafasömu áður en að hann var fluttur inn!
Óskar Jónsson, (sá sem lét sprauta hann orange) var að verka hann niður fyrir sprautun svo fann hann allt í einu sparsl í einu bretti. Hann ákvað að verka það alveg upp og undir því voru fjögur skotgöt!
En átt þú einhverjar myndir af Jet-inu grænu? 'Eg er að safna mustang myndum og á enga mynd af því grænu.
A-1964
A-1967
A-1972
Notandamynd
Anton Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 237
Skráður: 17 Apr 2004, 23:10
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Mercedes-Benz » 16 Sep 2004, 22:20

Jón

Lestu þetta ef þú villt setja inn mynd á vefinn

http://www.stjarna.is/forum/viewtopic.php?t=926
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Jón G » 16 Sep 2004, 22:57

Anton Ólafsson skrifaði:Sæll Jón.

Ef þú ætlar að setja inn mynd þá verður hún að vera vistuð á einhverri síðu. Síðan er merki fyrir neðan þar sem þú skrifar fyrirsögnina sem stendur ´"Img" þú klikkar á hann, setur inn slóðinna á myndinni og klikkar svo aftur á hann.

Mynd

En talandi um Cobra Jet-ið. Þá talar þú um að Akureyrar veran hafi ekki verið góð, hvorug myndin sem þú linkaðir inn er tekinn á Ak. En þessi bíll hefur lent í einhverju mjóg vafasömu áður en að hann var fluttur inn!
Óskar Jónsson, (sá sem lét sprauta hann orange) var að verka hann niður fyrir sprautun svo fann hann allt í einu sparsl í einu bretti. Hann ákvað að verka það alveg upp og undir því voru fjögur skotgöt!
En átt þú einhverjar myndir af Jet-inu grænu? 'Eg er að safna mustang myndum og á enga mynd af því grænu.


Því miður á ég enga mynd af Cobra-Jet, gaf Bjargmundi Glófaxa núverandi eig einu myndina, sem ég átti, þá orange á sýningu á Akureyri.
Hvaða bretti var með 4 skotgöt ? Sjálfur hafði ég sett nýtt h. frambretti á Cobruna eftir smá tjón. Minnist þess ekki að skotið hafi verið á mig, þó menn væru margir tapsárir. Annars eru skotgöt á USA bílum algeng, geta verið parkeraðir í skotlínu. Sævar Pétursson bílasprautari Kef fann viðgert skotgat á v afturhurð á bleika '57 4d ht Chevy, sem hafði orsakað ryð/vatnsleka og hurðarbotninn var ónýtur, eina ryðið í bílnum http://www.internet.is/racing/index_bil ... vy_57.html Hvar/hvenær eru myndirnar af Cobrunni teknar ?
Jón G
Bannaður
 
Póstar: 77
Skráður: 02 Apr 2004, 07:26

Pósturaf Anton Ólafsson » 16 Sep 2004, 23:16

Það var annaðhvort afturbrettið, mig minnir að það hafi verið það vinstra.
A-1964
A-1967
A-1972
Notandamynd
Anton Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 237
Skráður: 17 Apr 2004, 23:10
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Moli » 18 Sep 2004, 14:51

sælir, svona til að fyrirbyggja allan misskilning (eins og oft vill verða) er það þá ekki rétt hjá mér að...

...þetta sé BH-810 í dag

Mynd

...lítur svona út í dag...

Mynd


...þetta sé 302 Boss-in í keflavík sundurtekinn með original vél og skiptingu
Mynd

...og þetta er síðast þegar ég vissi bíll sem var í Garðinum, síðan í Grindavík og er nú í skúr í Mosfellsbæ.
Mynd
Mynd

...að þetta sé ´69 428 High-Output sem um er rætt hér að ofan og er í uppgerð hjá feðgunum í Glófaxa?
Mynd
Kv. Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Mustang Sportsroof / Mach-1
Notandamynd
Moli
Alltaf hér
 
Póstar: 341
Skráður: 30 Mar 2004, 18:31

Pósturaf Jón G » 18 Sep 2004, 19:49

...að þetta sé ´69 428 High-Output sem um er rætt hér að ofan og er í uppgerð hjá feðgunum í Glófaxa?

Mynd
[/img]

Þessa mynd hefi ég ekki séð áður, þetta er allavega shaker scoop, númerið Þ-405/6/8 ? Hvar/hvenær er þessi mynd tekin (Húsavík ?) ? Þannig að 428 HO Cobran hafi verið 1) dökk græn sans 2) orange 3) vínrauð ? Svo var hin 428 Mach I Super Cobra Jet með shaker scoop. Bjössi Emils sagði hana hafa verið ryðgaða þegar hún kom til landsins, þess vegna hefði hann ekki haldið henni, heldur svarta '71 351 Mach I, sem hann var að sprauta fyrir stuttu.
Jón G
Bannaður
 
Póstar: 77
Skráður: 02 Apr 2004, 07:26

Pósturaf Anton Ólafsson » 18 Sep 2004, 20:00

Jón þessi mynd af Cobruni (númmerið er Þ-406) er tekinn þegar Cobru-Björn á hana. Hann býr rétt við Grenivík, þar af leiðandi var bílinn á Þ-númmeri. Það var hann sem setti einmitt 406FE mótorinn í hann. Bíllinn ER orange á þessari mynd, það er bara furðuleg birtan þarna.

Moli. þessi svarti Boss getur ekki verið annað en BH-810.
Allt hitt er rétt hjá þér.
A-1964
A-1967
A-1972
Notandamynd
Anton Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 237
Skráður: 17 Apr 2004, 23:10
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Jón G » 19 Sep 2004, 11:45

Anton Ólafsson skrifaði:Jón þessi mynd af Cobruni (númmerið er Þ-406) er tekinn þegar Cobru-Björn á hana. Hann býr rétt við Grenivík, þar af leiðandi var bílinn á Þ-númmeri. Það var hann sem setti einmitt 406FE mótorinn í hann. Bíllinn ER orange á þessari mynd, það er bara furðuleg birtan þarna.

Moli. þessi svarti Boss getur ekki verið annað en BH-810.
Allt hitt er rétt hjá þér.


Það væri áhugavert að fylla eigendasögu/ár '69 HO Cobrunnar frekar.
1) 1971 Sævar í Karnabæ Baldursson Rvk 2) 1971 ág Gunnar Härzler Garðinum 3) 1972 Jón Guðm Rvk 4) 1973 Jóhann Sigurjónsson Hafn. látinn(Dekkjaverkstæði Sigurjóns). Afhverju/hvenær var skipt um vél ?
Jón G
Bannaður
 
Póstar: 77
Skráður: 02 Apr 2004, 07:26

Pósturaf Anton Ólafsson » 23 Sep 2004, 21:16

Sæll Jón.

Ég man ekki eiganda ferilinn nákvæmlega en get grafið hann upp.
Jóki gemur með bílinn norður, Hann selur svo Óskari Jónssyni bílinn sem tekur strax og sprautar hann Orange. Vélinn hrundi allavega einusinni ef ekki tvisar hjá Skara. Man ekki hvað hann flakkaði svo en Cobra-Björn var með hann í kringum 80, er á honum í sandi (sérð á meðfylgjandi myndum) 428 vélinn hrundi hressilega hjá honum og þá var sett í hann 406 úr 62 Galaxie.

En með fylgjandi myndir eru teknar þegar Óskar er ný búinn að sprauta orange. Svo er ein af Bjössa í sandinum

Mynd


Mynd


Mynd


Mynd


Mynd


Mynd
A-1964
A-1967
A-1972
Notandamynd
Anton Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 237
Skráður: 17 Apr 2004, 23:10
Staðsetning: Akureyri


Fara aftur á Bílar eftir 1950

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur