Síða 1 af 3

Ritskoðun á Kvartmíla.is

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 13:50
af AlliBird
Ég setti inn þráð á kvartmilu.is þar sem ég lýsti yfir að þar sem ég og fleiri væru ekki velkomnir þar þá mundi ég í framhaldi afskrá mig þar.

Benti mönnim einnig á hvernig ætti að afskrá sig og afskráði ég mig svo í framhaldi.

ÞRÆÐINUM VAR EYTT !!

Ég hélt að þetta væri einmitt það sem þeir vildu þar, losna við utanfélagsmenn af spjallinu !

Eitthvað virðast stjórnendur kvartmíluspjallsins vera viðkvæmir fyrir þessu máli.

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 13:54
af Ramcharger
Þú hefur hitt hamarinn á hausinn [3

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 14:07
af Gizmo
Það er ekki nóg með að póstum þarna sé eytt, (sem hefur nú gerst oft áður) það er líka farið að læsa þráðum sem eru ekki að lofsyngja þessa snillinga sem lokuðu spjallinu.

Bara enn og aftur, hingað eru allir velkomir.

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 14:42
af jsl
Við skulum samt vera hæglátir í allri umræðu um önnur spjallborð, orð hafa ábyrgð og ekki viljum við að það sé verið á úthúða okkur á öðrum borðum.

Það eru allri velkomnir hingað sem vilja koma, en núna hlítur mesti æsingurinn að vera að hjaðna og menn geta farið að snúa sér að skemmtilegri umræðum :)

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 14:51
af JBV
jsl skrifaði:Við skulum samt vera hæglátir í allri umræðu um önnur spjallborð, orð hafa ábyrgð og ekki viljum við að það sé verið á úthúða okkur á öðrum borðum.

Það eru allri velkomnir hingað sem vilja koma, en núna hlítur mesti æsingurinn að vera að hjaðna og menn geta farið að snúa sér að skemmtilegri umræðum :)

Tek heilshugar undir þessi orð með nafna mínum.

Ég vil samt leifa mér að fagna þeirri miklu nýliðun sem hefur orðið hérna á fornbílaspjallinu að undanförnu. Þetta gefur bara góð fyrirheit um en betra og öflugra spjall á FBÍ. :wink:

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 19:28
af Frank
Ég er búin að senda tvö Email á þá og biðja þá um að eiða öllu út sem ég hef skrifað á síðuna og mér er ekki einu sinni svarað, merkilegt að henda manni út en sjá ekki sóma sinn í að taka út það sem um er beðið í staðin.

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 20:00
af ADLERINN®
Ég er helst á því að það sé lekur nitro kútur í félagsheimilinu hjá kvartmíluklúbbnum sem hafi svo þessi áhrif á mennina.

:lol:

En að öllu gríni slepptu þá er þetta alveg hroðaleg ákvörðun fyrir þá sjálfa sem því miður hefur nú þegar valdið óbætanlegum skaða útá við.

Annars held ég að það sé alveg óhætt að fara að senda þakkarbréf til stjórnar kvartmíluklúbbsins fyrir þessa ákvörðun og helst að birta það í blöðunum því að þetta hefur aukið áhuga manna á öðrum klúbbum.

Ég á eftir að loka aðgangnum inná spjallið hjá þeim en ég geri það alveg örugglega fljótlega .

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 20:44
af Erlingur
Já, ég er samt svolítið hissa á að þeir leyfa pollinuað halda sér, þar sem kosið er um hvert menn helst halda þegar þeir hætta á kvartmílu vefnum :mrgreen:

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 21:18
af Ásgrímur
Held að menn ættu að hætta að velta þessu fyrir sér, og bara sjá hvað setur, það er kanski ágætt að þetta dreifist aðeins, ég hef undanfarin ár bara verið bitinn við kvartmílu og fornbílaspjallið, og kk spjallið var svolítið farið að staðna í áhugverðleika, fyrir mína parta, og á móti lítið verið að gerast hér. (þannig)
það sem ég vildi helst sjá meira af hér eru myndir og umræður um það sem spjallverjar eru að gera í skúrnum, (það gerist kanski hægt hjá öðrum en Hinrik) en það er það sem er lang áhugaverðast.
mæli með að það verði stofnuð "mappa" hér sem heitir verkefni.

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 22:17
af AlliBird
Ég er reyndar á því að td á fornbílaspjallinu séu full margir þræðir, þar er fornjeppaspjall, bílar eldri en 15 ára, 25 ára, sportbílar, evrópubílar, smábílar osfrv.
Hætta á að spjallið sjálft dreyfist of mikið innan síðunnar.

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 23:03
af Ásgrímur
sammála því en samt ekki, maður getur gengið að því sem hentar,
gæti verið
fornbílar 25 +
tæplega
önnur tæki og dót
en þetta er ósköp notalegt að geta gengið að því beint sem maður hefur hvað mestann áhuga á og svo kíkt á hitt,
væri bara gaman að sjá samansafn af því sem menn eru að gera upp, því það er alltaf áhugavert sama hvað það er.

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 23:05
af jsl
Persónulega finnst mér gott að hafa flokka og geta séð fljótt hvað er áhugavert þegar maður notar "Skoða innlegg síðan síðast", á mörgum öðrum sjallborðum þá kemur titill flokks fyrir aftan og oft erfit að sjá hvaða þræðir tilheyra hverju. T.d. kíki ég yfirleitt ekki á þræði sem koma upp í "Til sölu" því mig vantar ekki bíl.
Held reyndar að margir noti ekki "Skoða innlegg síðan síðast" og rúlla frekar niður listan sem er bara tímaeyðsla þegar þessi möguleiki er til og virkar.

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 23:43
af Frank
jsl skrifaði:Persónulega finnst mér gott að hafa flokka og geta séð fljótt hvað er áhugavert þegar maður notar "Skoða innlegg síðan síðast", á mörgum öðrum sjallborðum þá kemur titill flokks fyrir aftan og oft erfit að sjá hvaða þræðir tilheyra hverju. T.d. kíki ég yfirleitt ekki á þræði sem koma upp í "Til sölu" því mig vantar ekki bíl.
Held reyndar að margir noti ekki "Skoða innlegg síðan síðast" og rúlla frekar niður listan sem er bara tímaeyðsla þegar þessi möguleiki er til og virkar.


Ég gæti ekki verið meira sammála þér, það er allt í góðu að hafa marga flokka ef maður kann á möguleikan "skoða innlegg síðan síðast"

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 23:47
af Mercedes-Benz
Frank skrifaði:
jsl skrifaði:Persónulega finnst mér gott að hafa flokka og geta séð fljótt hvað er áhugavert þegar maður notar "Skoða innlegg síðan síðast", á mörgum öðrum sjallborðum þá kemur titill flokks fyrir aftan og oft erfit að sjá hvaða þræðir tilheyra hverju. T.d. kíki ég yfirleitt ekki á þræði sem koma upp í "Til sölu" því mig vantar ekki bíl.
Held reyndar að margir noti ekki "Skoða innlegg síðan síðast" og rúlla frekar niður listan sem er bara tímaeyðsla þegar þessi möguleiki er til og virkar.


Ég gæti ekki verið meira sammála þér, það er allt í góðu að hafa marga flokka ef maður kann á möguleikan "skoða innlegg síðan síðast"


Nákvæmlega... En stundum þegar maður bendir mönnum á þennan möguleika að þá eru viðbrögðin oftast á þann veg að það er eins og sumir séu að kveikja á tölvu í fyrsta skipti.... :lol: :lol: :lol:

PósturSent inn: 04 Mar 2010, 23:53
af Heimir H. Karlsson
Sæl Öllsömul.

Er mjög ánægður með Fornbílaspjallið.

Gott að hafa spjallið svona vel flokkað niður.
Góð og rökrétt flokkun.
Ekki slæmt að bætt hafi verið við flokki um muscle-cars, þó ekki sé það mín sérgrein.
Alltaf gaman að lesa og læra um, hvað aðrir eru að gera.

Sammála, að gaman væri að sjá meira af myndum að því sem er að gerast í framkvæmdum varðandi bíla félagsmanna.
Það er hins vegar undir spjallþáttakendum sjálfum komið.
Spjallið er og verður lifandi og skemmtilegt, vegna þess að þáttakendur skrifa og setja inn myndir, en lesa ekki eingöngu.

Er sjálfur ekki saklaus af því að vera mjög lélegur að birta myndir af þeim fáu verkefnum sem ég get og geri í mínum bílum.
Alltof latur við að taka myndir, og enn latari að setja inn myndir.
Finnst ég gat sett inn myndir á Facebook, þá get ég gert það hér líka.

Kveðja,
Heimir H. Karlsson.