"MUSCLE CAR" dagurinn 2011 - FRESTAÐ TIL SUNNUDAGS

Sérhæfðara spjall um "muscle cars", 15 ára og eldri. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

"MUSCLE CAR" dagurinn 2011 - FRESTAÐ TIL SUNNUDAGS

Pósturaf Moli » 07 Jún 2011, 00:07

Þá er komið að því, hin árlegi Muscle Car dagur Kvartmíluklúbbsins verður næstkomandi Laugardag, þann 11. Júní nk. ef veðurguðirnir verða okkur hliðhollir. 8-)

Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á Amerískum bílum, hvort sem heldur gömlum eða nýjum til að koma og sýna sig og sjá aðra. Við óskum einnig eftir að fólk taki til í skúrnum hjá sér og taki gamla dótið með upp á braut til að selja, þetta er nokkuð sem kallað er "Swap Meet" á tungumáli Kanans. :)

Allir þeir sem mæta á Amerískum bílum með V8 mótor, hvort sem NÝJUM eða GÖMLUM, fá frítt inn á svæðið, geta ekið brautina frítt og fengið fría pyslu og ískalt Pepsi eða Appelsín til að seðja hungrið. 8-)

Aðrir sem mæta ekki á slíkum bílum þurfa hinsvegar að borga 1.000kr. inn á svæðið.

Kl. 10.00 Verður svæðið og pitturinn opnað fyrir þá sem ætla að mæta með bíla og varning sem þeir vilja selja á svæðinu. Gríptu gamla lofthreinsarann úr hillunni úr skúrnum eða gömlu felgurnar, það eru örugglega einhverjir sem hafa not fyrir þetta.

kl. 12.00-13.00 Verður tendrað í ljúffengum Pylsum á grillinu að hætti Gunna GTO grillmeistara. Með þeim verður hægt að renna þeim niður með ísköldu Pepsi eða Appelsíni, við minnum þó á að þetta stendur á meðan birgðir endast. 8-)

kl. 13.15 eða um það leyti sem fólk er að renna niður síðasta pyslubitanum of ropa restinni af Pepsinu ætlar Ingó formaður Kvartmíluklúbbsins að kenna fólki hvernig aka eigi Kvartmílubrautina, hvernig þú tekur burnout, hvrenig ljósin virka, hvernig þú stage-ar þig inn og annað sem gott er að vita áður en þú stillir bílnum upp.

kl. 13.15-15.00 Verður hraðafíklunum og þeim sem hafa áhuga á að vita hvað bíllinn getur, hleypt á ráslínu brautarinnar, þeim að kostnaðarlausu. Fyrir þá sem ekki geta mætt með hjálma, verða nokkrir hjálmar látnir ganga á milli og fólki lánað. Hafa skal í huga að þeir sem ætla að aka brautina verða að vera með gilt ökuskírteini og skoðaðan bíl.

kl. 15.00-16.00 Verður síðan haldin útsláttarkeppni í 1/4 mílu fyrir þá sem hafa áhuga á, ein ferð milli bíla og sigurvegari heldur áfram þangað til aðeins sigurvegarinn stendur einn eftir.

kl. 16.30 Er síðan verðlaunaafhending og sigurvegari útsláttarkeppni tilkynntur.

kl. 16.45 eða þegar verðlaunaafhendingu lýkur verður farinn hóprúntur bíla um Hafnarfjörð og mynduð stemning fyrir fólk og gangandi.


Við hvetjum því alla áhugamenn, fjölskyldur, mömmur, pabba, afa, ömmur, vini, bræður, systur, kviðmága og öðruvísi mága að hópa sig saman í Ameríkubílinn sinn og mæta á svæðið fríkeypis, glimrandi tónlist í anda gamla tímans verður í græjunum og búið að óska eftir góðu veðri. 8-) Er hægt að hafa það betra? :D


VIÐ MINNUM Á AÐ ÞESSI DAGUR ER EINUNGIS ÆTLAÐUR V8 BÍLUM FRÁ AMERÍKU, NÝJUM EÐA GÖMLUM, OG AÐEINS ÞEIR FÁ AÐ AKA BRAUTINA. Þetta er gert til að mynda samheldni áhugamanna slíkra bíla og auka stemninguna á svæðinu. 8-)


EKKI MISSA AF ÞESSU!

Mynd
Síðast breytt af Moli þann 10 Jún 2011, 17:27, breytt samtals 1 sinni.
Kv. Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Mustang Sportsroof / Mach-1
Notandamynd
Moli
Alltaf hér
 
Póstar: 341
Skráður: 30 Mar 2004, 18:31

Fornbíladagur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum (1)

Pósturaf jsl » 07 Jún 2011, 01:45

Árlegur skemmtidagur fornbílamanna verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum laugardaginn 11. júní kl. 10-16. Eru félagar beðnir um að mæta með bíla sína milli kl. 9 og 10 um morgunin og er aðkoma frá Holtavegi (beygt niður af Langholtsvegi við Beco). Frítt verður í leiktæki fyrir börn þeirra sem mæta með bíla, og pylsur verða grillaðar eftir hádegi. Viðvera bíla er til kl. 16. Fjölmennum!
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Pósturaf Moli » 07 Jún 2011, 22:09

úbbs.. ætlaði nú ekki að troða ykkur um tær, vissi ekki af ykkar viðburð á þessum sama degi. :wink:
Kv. Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Mustang Sportsroof / Mach-1
Notandamynd
Moli
Alltaf hér
 
Póstar: 341
Skráður: 30 Mar 2004, 18:31

Pósturaf jsl » 07 Jún 2011, 22:41

Borgar sig alltaf að kíkja á http://www.fornbill.is/dagatal.html 8)
Við byrjum að plana árið í október :)
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Beiðni til stjórnar

Pósturaf Gaui » 08 Jún 2011, 03:35

Elsku félagsmenn.
Voða væri það nú þakklátt starf ef þið í öllum þessum bílaklúbbum samhæfðust nú um svona viðburði, það er ekkert að því að fara helgi eftir helgi til að skoða bíla og annað, eflir bara starfið hjá okkur öllum.

Setjið nú saman nefnd sem sér til þess að þessi mál verði rædd tímanlega hjá öllum þessum klúbbum.
Munið við erum ekki í neitti samkeppni, heldur sameiginlegt áhugamál.
Markmiðið gæti verið eitthvað að ske, einhverstaðar allar helgar sumarsins.

Með kveðjum frá Guðjóni Guðvarðarsyni.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf jsl » 08 Jún 2011, 09:14

Það er ekki bara valkvíði hjá þeim sem skoða heldur líka hjá þeim sem eiga bílana, hvar á að mæta og hvort er skemmtilegra. Í þessu tilfelli hefði ég viljað mæta á bæði en það er ekki hægt og auðvitað velur maður okkar viðburð :)
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Pósturaf Moli » 10 Jún 2011, 17:31

Sælir félagar, rétt er það það væri gott að geta gert allt í einu, en þar sem helgarnar eru ekki margar yfir sumarið, og þær þétt skipulagðar hjá klúbbum fram í tímann, hlýtur alltaf eitthvað að stangast á.

En þar sem þessum viðburði hjá okkur í Muscle Car deild Kvartmíluklúbbsins hefur verið frestað vegna veðurs ætum við færa hann fram á sunnudaginn, við getum því nýtt báða dagana. :wink:

ÉG MINNI ÞVÍ Á, ÞESSUM VIÐBURÐI HJÁ KVARTMÍLUKLÚBBNUM HEFUR VERIÐ FRESTAÐ FRAM Á SUNNUDAG 12. JÚNÍ NK. :wink:
Kv. Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Mustang Sportsroof / Mach-1
Notandamynd
Moli
Alltaf hér
 
Póstar: 341
Skráður: 30 Mar 2004, 18:31

Pósturaf Jón Hermann » 12 Jún 2011, 17:22

Flottur dagur hjá Kvartmílu klúbbnum takk fyrir mig.
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík


Fara aftur á Muscle cars

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron