Síða 2 af 2

Re: Flott græja.

PósturSent inn: 15 Mar 2012, 23:25
af Gizmo
Ég varð nú svo frægur að eignast flakið af Austin Healey Sprite bílnum 1996, ég geymdi hann í um 8 ár áður en ég seldi hann til manns sem býr nærri Korpúlfsstöðum.

Miðað við slátraraaðferðirnar sem voru notaðar á ræfilinn til að setja V8 í hann þá er ég ekki hissa að hann hafi vart gengið....

Re: Flott græja.

PósturSent inn: 21 Mar 2012, 14:06
af Rúnar Magnússon
Okay þetta voru þá tveir bílar sem hér um ræðir......það hefur greinilega ekkert skort á hugmyndaflug manna á þessum árum......

Re: Flott græja.

PósturSent inn: 30 Nóv 2012, 09:51
af gunnicamaro
Menn eru að spyrja hérna spurningar um "Kókosbolluna" og fá ekki svör en ég skal reyna að svara þeim :
Kókosbollann er Triump sem var fyrst gul en síðan máluð svört með glimmer flygsum og fékk þá viðurnefnið kókosbollann.
Hún fékk ýmsar V8 í kringum 1980 en var "frægust" með 302 Chevy vélinni sem kom, væntanlega úr ´69 Z/28 Camaro frá USA en þetta var vél sem var frekar heit frá verksmiðjunni og það skondna er að hin lítt þekkta 302 Chevy var framleidd á undan hinni þekktri 302 Ford vél.
Síðan tjúnuðu strákarnir hérna hana frekar upp, mig minnir að hún hafi verið um tíma með tunnel milliheddi og tvo fjögurra hólfa blöndunga og á þessum árum (upp úr 1980) var þessi vél þvílíkt öflug og eiginlega einokaði brautina, bæði í kókosbollunni og síðar í Svörtu Monsunni og ég held að þetta sé eina 302 Chevy vélin hér á landi og spurning hvar hún sé niðurkomin ?

Re: Flott græja.

PósturSent inn: 03 Okt 2013, 00:19
af ívarm
ég hef séð hana þar sem hún er núna. og hefur verið lengi

ég yrði mjög hissa ef það ætti einhver að vestan myndir, nema eigandinn kannski