Chevrolet Nova Concourse 1977

Deildu með öðrum hvað er í gangi í skúrnum. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjóri: jsl

Chevrolet Nova Concourse 1977

Pósturaf jsl » 05 Mar 2010, 00:17

Af fornbill.is
Mynd Mynd Mynd Mynd
Kristinn Sigurðsson sendi okkur nokkrar myndir af bílnum sínum sem er búinn að vera í uppgerð síðasta ár.
Myndirnar er hægt að sjá hér http://www.fornbill.is/myndir/kiddi_nova/kiddi_nova.html og gefum honum orðið.

Bíllinn er Chevrolet Nova Concourse 1977, með 305 vél. Ég keypti bílinn árið 2006, en ætlunin er að hann fari á götuna 2011. Það sem eftir er að gera er að útvega smádót á hann, púst og nýjan vínýltopp og svo auðvitað að raða honum saman. Upphafið að ævintýrinu var að vinur minn Sigurbjörn Helgason fornbílamaður hefur samband við mig og lét mig vita af þessum bíl og að hann sé til sölu niður í landi. Honum að þakka var ég sá fyrsti sem hafði samband við seljanda (Takk Sigurbjörn). Bíllinn reyndist ryðlaus, en búið var að gera við ryðið. Það var hætt við uppgerð á sínum tíma en bíllinn var geymdur í einhver ár í upphituðu húsnæði. Ég er nýbúinn að lækka hann að framan, kem svo til með að lækka hann að aftan, fékk smá móral yfir því hvort að bíllinn sé of lágur að framan, en það kemur í ljós. Þið megið gefa mér ykkar álit á því. Ég er mjög ánægður með bílinn, enda finnst mér þetta vera flottir bílar, þó ég segi sjálfur frá.
Jón S. Loftsson
Umsjónarmaður FBÍ spjalls og fornbill.is.
fornbill@fornbill.is
Notandamynd
jsl
Umsjón
 
Póstar: 600
Skráður: 25 Mar 2004, 15:14

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 05 Mar 2010, 00:39

Sæl Öllsömul.

Gaman að sjá einn svona.
Þessi verður eflaust fallegur þegar hann er tilbúinn.

Hef áður sagt frá minningum mínum af Concourse, hér á Fornbílaspjallinu.

Það var árið 1988 á Blönduósi og nágrenni.
Billinn var rauður að utan, með svörtum toppi, rauður að inna líka, minnir mig.
Á þeim Concourse var ég stundum bílstjóri, þegar það vantaði einhvern ódrukkin til að keyra.
Man eftir ferð í Ríkið á Sauðárkrók.
Vatnskassin í þeim Concourse lak nokkuð, drakk eitthvað aðeins minna en farþegarnir samtals.
Náðum á milli bensístöðva með því að hafa tveggja lítra kók fulla af vatni með.

Fannst alltaf leitt, að sjá svo skemmtilegan bíl fara svona illa.

Kveðja,
Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf Óli Þór » 05 Mar 2010, 15:12

Þetta þóttu nú hálfgerðir verkamanna vöðvabílar þegar þeir komu, svona svipað og malibuinn af sömu árgerð.
En þeir eldast svakalega vel og væri alveg til í einn svona.
Óli Þór
Alltaf hér
 
Póstar: 104
Skráður: 22 Ágú 2006, 21:24

Re: Chevrolet Nova Concourse 1977

Pósturaf Ramcharger » 05 Mar 2010, 16:32

jsl skrifaði:Af fornbill.is
Mynd Mynd Mynd Mynd
Kristinn Sigurðsson sendi okkur nokkrar myndir af bílnum sínum sem er búinn að vera í uppgerð síðasta ár.
Myndirnar er hægt að sjá hér http://www.fornbill.is/myndir/kiddi_nova/kiddi_nova.html og gefum honum orðið.

Bíllinn er Chevrolet Nova Concourse 1977, með 305 vél. Ég keypti bílinn árið 2006, en ætlunin er að hann fari á götuna 2011. Það sem eftir er að gera er að útvega smádót á hann, púst og nýjan vínýltopp og svo auðvitað að raða honum saman. Upphafið að ævintýrinu var að vinur minn Sigurbjörn Helgason fornbílamaður hefur samband við mig og lét mig vita af þessum bíl og að hann sé til sölu niður í landi. Honum að þakka var ég sá fyrsti sem hafði samband við seljanda (Takk Sigurbjörn). Bíllinn reyndist ryðlaus, en búið var að gera við ryðið. Það var hætt við uppgerð á sínum tíma en bíllinn var geymdur í einhver ár í upphituðu húsnæði. Ég er nýbúinn að lækka hann að framan, kem svo til með að lækka hann að aftan, fékk smá móral yfir því hvort að bíllinn sé of lágur að framan, en það kemur í ljós. Þið megið gefa mér ykkar álit á því. Ég er mjög ánægður með bílinn, enda finnst mér þetta vera flottir bílar, þó ég segi sjálfur frá.


Ég fæ ekki betur séð en að myndin af Lettanum
þar sem hann stendur á kerrunni sé tekin í Borganesi :)
Kv.
Andrés G.


"70 Nova R.I.P M-3237
"72 Celica R.I.P R-14833
"74 Ramcharger R.I.P G-24555
"78 Olds Delta R.I.P R-29941
Notandamynd
Ramcharger
Alltaf hér
 
Póstar: 232
Skráður: 01 Mar 2010, 20:17
Staðsetning: Borg óttans

Pósturaf Gizmo » 05 Mar 2010, 23:27

þetta voru alveg ógó flottir bílar, silfur og svart með rauðri innréttingu, alveg æði. Gott að sjá að það verði svona bíll á götunum.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf Sigurbjörn » 06 Mar 2010, 00:05

Draumur hjá mörgum að eignast svona bíl á yngri árum
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Pósturaf Frank » 06 Mar 2010, 00:57

Virkilega gaman að þessu verkefni :D
Frank Höybye S: 844-5222
Lincoln Continental árgerð 1969
Pontiac Catalina pikkup árgerð 1961
Bedford slökkvibíl árgerð 1953-57
Toyota Crown árgerð 1971
Ford Aerostar 1986 "44
Frank
Alltaf hér
 
Póstar: 446
Skráður: 26 Ágú 2004, 23:21
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf Gizmo » 06 Mar 2010, 07:45

þetta er sýnist mér akkúrat orðið að framan, þetta eru ekki jeppar....

ef þig vantar púst þá á ég 2,5" mandrel beygð rör frá miðju og afturúr sem passa þér sennilega.
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf Jón Hermann » 06 Mar 2010, 11:04

Gaman að sjá að einn svona er á leiðina á götuna.
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík


Fara aftur á Verkefni í skúrnum

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron