Rambler 440 American 1967

Deildu með öðrum hvað er í gangi í skúrnum. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjóri: jsl

Rambler 440 American 1967

Pósturaf Falk65 » 28 Júl 2010, 00:33

Jæja þá er ekkert að vanbúnaði að hefja vinnu við Ramblerinn kominn með fína aðstöðu

Er að stefna á lit á bílin sem heitir emerald blue eða þá jafnvel bara í svartan

ef að blái liturinn verður ofan á verður innréttingin og hurðarspjöld sæti í bláum tón og rjómahvítum og að sjálfsögðu allt úr leðri nema auðvitað teppin en verði svarti liturinn ofan á verður breytt í rautt og rjómahvítt :)

Stefni á að vera búinn með málingavinnu fyrir áramót og geta farið að púsla bílnum saman strax eftir áramót og haft hann skoðaðan og aksturskláran í mai 2011

Er kominn með flest allt sem vantaði af hlutum eins og framrúðu en er að leita að sætum sem myndu henta frekar en að hafa bekkinn frammí en ef að allt þrýtur þá heldur bekkurinn sér :)

Vel og skifting eru í sigtinu og mun breyta úr beinskiftum í stýri í sjálfskiftan í gólfi :)

Mun henda inn myndum hér eftir sem á líður og eitthver áfangi klárast en í dag er bíllinn ryðlaus nánast og ekkert sem þarf að sjóða undirvagn góður og er því mest um hreina pússningavinnu að ræða og gera bílin kláran undir málingu svo mun ég athuga með hentugri hásingu undir gripinn heldur en brauðið sem er undir honum að mínu mati

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd
1967 AMC Rambler American 440
Falk65
Byrjandi
 
Póstar: 7
Skráður: 24 Júl 2010, 21:49

Fara aftur á Verkefni í skúrnum

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron