Rekord C 197? kominn í vinnslu

Deildu með öðrum hvað er í gangi í skúrnum. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjóri: jsl

Rekord C 197? kominn í vinnslu

Pósturaf svennibmw » 19 Jan 2011, 19:25

Já þessi hvíti sem ég fékk í haust og ætlaði að rífa er kominn í slipp inní skúr, byrjaður að rífa, ryðbæta og sandblása, hann er kominn á önnur dekk og er ökufær, draumurinn er að koma honum í gagnið á þessu ári en það getur breyst... myndir koma seinna af ferlinu en myndir af bílnum síðan í haust eru í almenna spjallinu... kveðja svenni
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Pósturaf Frank » 19 Jan 2011, 20:41

Flott framtak :D
Frank Höybye S: 844-5222
Lincoln Continental árgerð 1969
Pontiac Catalina pikkup árgerð 1961
Bedford slökkvibíl árgerð 1953-57
Toyota Crown árgerð 1971
Ford Aerostar 1986 "44
Frank
Alltaf hér
 
Póstar: 446
Skráður: 26 Ágú 2004, 23:21
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf aspen » 20 Jan 2011, 00:09

Ef þú getur gert hann upp þá getur þú allt he he he ég skora á þig að gera bíl úr þessu :D
Notandamynd
aspen
Mikið hér
 
Póstar: 78
Skráður: 11 Ágú 2009, 19:30

Pósturaf svennibmw » 20 Jan 2011, 12:00

Ég verð nú seint talinn snillingur í ryðbætingum en bíllinn er bara betri en maður hélt þó að náttúran hafi reynt að granda honum á þeim 20 árum sem hann stóð úti á túni.... ef hann hefði fengið að standa inni þennan tíma væri ég búinn að koma honum á götuna :wink:
kveðja svenni
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Pósturaf svennibmw » 09 Apr 2011, 21:22

Hægri framhurð að verða tilbúinn, bremsudælur framan í fíneseringu, tveggja stimpla dælur og bara einn af fjórum stimplum fastir :P hjólalegur frekar þurrar en samt í lagi með innri legur og pakkdósir, er ekki buinn að skoða bremsur aftan, bremsuklossar framan fást í vel flestum varahlutaverslunum á landinu þar sem þetta eru sömu klossar og í volvo 850 að aftan, þannig að ég þarf ekki að byrgja mig upp af þeim, er mjög latur að mynda herlegheitin, en stefni á að gera eitthvað í því þegar hann fer út næst.. :wink: ... kveðja svenni
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Pósturaf svennibmw » 11 Apr 2011, 20:15

Þarf nokkuð að meðhöndla ónotaða asbest kúplingu sérstaklega, er ekki alveg í lagi að nota svoleiðis djásn??? :roll: kveðja svenni
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Pósturaf ussrjeppi » 11 Apr 2011, 21:24

var bent á að ef þú ert með asbest í bíl og ert að þrífa þá er nr 1 að nota grímu og nr2 að vera með góðaryksugu til að hreinsa allt asbest ryk í burtu
Guðmundur Árni Sigurðsson.
Á GAZ 69m og gaz 69a . stefni á að eignast lödu 2103.
volgugaz21. moskvitch 403.
ussrjeppi
Alltaf hér
 
Póstar: 325
Skráður: 21 Mar 2010, 22:32
Staðsetning: suðurlandi

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 14 Apr 2011, 13:22

Sæl Öllsömul.

Ég veit ekki með asbestið, það var flokkað stórhættulegt, sérstaklega ryk frá asbesti.
Berst víst ofan í lungu og veldur m.a. einkennum sem kallast steinlungu.
Sama áhætta, af öðrum orsökum, er víst fyrir hendi hjá þeim sem vinna á ákveðnum stað í álverksmiðjum.
Samt viljum við byggja fleiri slíkar hérlendis.

Ég var í barnaskóla, þar sem loftið var klætt með asbestplötum. Þær fjarlægðar síðar með miklum tilkostnaði og tilfæringum.
Geymdi Lita Gula Opelinn minn í 10 ár í skúr þar sem hurðirnar voru klæddar asbesti.

Þrátt fyrir þessa umgengni mína við asbest, þá eru lungun í mér fín, ennþá. Er með ansi góða Vo2 max mælingu.

Konan mín sem reykir, stefnir hraðbyri í væga lungnaþembu, og er daman þó rétt fertug.
Asbest var bannað, ekki reykingar.

Varðandi kúpplingu úr asbesti, þá er hún eflaust fín.
Ég var að pakka einni lítið notaðri úr sama efni, niður í kassa um daginn.
Fékk hana með varahlutabíl.
Gerði engar sérstakar varúðaráðstafanir, verkið tók kannski 2-3 mínútur.
Kúpplingingin verður ekki hreyfð úr kassanum næstu áratugina, miðað við minn fornbílaakstur.
Ekki mikil snerting við asbest það.

Man ennþá eftir bremsukossum úr asbesti, sakna þeirra.
Bremsuklossar sem komu í staðinn gera krómfelgur kolsvartar af bremsuklossaryki á nokkrum dögum.

það er reyndar stórhættulegt að umgangast bíla og bílaviðgerðir.
Nokkur dæmi hér að neðan.

Mér skilst, að reglubundin snerting við olíu valdi tölfræðilega aukinni hættu á krabbameini.
Enda nota margir sem gera við bíla á versktæðum í dag einnota gúmmíhanska.
Ekkert kám á hurðum eða stýri lengur eftir verkstæðisheimsóknir. Maður efast stundum um, að eitthvað hafi verið litið á bílinn eftir verkstæðisheimsókn í dag, ef ekki væri reikningurinn.

Blý var fjarlægt úr bensíni, því það olli m.a. heilaskemmdum í börnum, dró úr taugaþroska þeirra eða eitthvað því um líkt.
Bensen var sett í bensín í staðinn, það veldur krabbameini.

Vistvæn bílamálning (bílalakk) komu í umferð fyrir allmörgum árum.
Mun lélegri að endingu, sem þýðir að oftar þarf að laga lakkskemdir en þegar gamla bílamálningin var notuð.
Sem þýðir meiri notkun á bílamálningu, og meiri vinnu fyri bílamálara.
Satt er það, að gamla bílamálningin var afar eitruð.
En sterk og endingargóð var hún, það vita þeir sem þurfa að vinna gamla málningu á bíl fyrir málun.
Sá sem ég og frúin kaupum bílamálningu af, svaraði gagnrýni minni á nýju bílalökkin þannig :
"Hefur þú einhverntíma hitt gamlan bílamálara ? "

Það er vandlifað í þessum heimi.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf Ingvar G » 14 Apr 2011, 18:34

Góður pistill Heimir.

Því miður þá er nokkuð mikið til í þessu með aldurinn á bílamálurunum. Og lélegt mynni virðist loða allnokkuð við þá marga hverja líka. :lol: :twisted:

En merkilegt nokk, að þrátt fyrir astbest, olíur og allt hitt "eitrið" í bílaviðgerðunum þá virðast bifvélavirkjar almennt hafa orðið allra kalla elstir og hraustastir. :wink:
Kveðja: Ingvar Gissurar.
Jaguar XJ40 Sovereign ´90
Jaguar XJS 4,0 Convertible ´95
Suzuki GSXR 750W ´93
Notandamynd
Ingvar G
Mikið hér
 
Póstar: 90
Skráður: 01 Apr 2004, 20:26
Staðsetning: Garður

Pósturaf Derpy » 26 Apr 2011, 12:45

FRÁBÆRTTT!!!!! ég er rooosalega ánægður með þig! þakka þér :D :D

elska þennan bíl og frábært að vita að hann sé / verði gerður upp. :)
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12

Pósturaf svennibmw » 26 Ágú 2011, 22:04

Var að taka af honum frambrettin og mér til mikillar furðu þá var ekki mikið af skemmdum þar, þegar hann hefur verið tekinn í gegn síðast eflaust fyrir einhverjum 30árum síðan var makað ógrynni af koppafeiti yfir öll samskeyti og verið grunnað undir.... horfið og orðið af drullu þar sem mest hefur mæðst á en pottþétt bjargað miklu... sum staðar var og er feitin eins og ný, er enn að vinna í bremsum og fleiru, sá ljósblái er alveg að verða óökufær vegna heddpakkningarbilunar og rúmlega slapps kúplingsdisks en kúppligssett var ég búin að fá hjá klúbbnum og fer í fjótlega en ég er með smá valhvíða hvort betra sé að taka mótorinn úr fyrst bæði þarf í kúplingu og hedd?

kveðja svenni
Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Re: Rekord C 197? kominn í vinnslu

Pósturaf svennibmw » 11 Jún 2012, 21:31

Rekord 71x2
Caprice 77
745i 85
264 78
-------
svennibmw
Mikið hér
 
Póstar: 66
Skráður: 30 Okt 2008, 21:00
Staðsetning: Hafnafjörður

Re: Rekord C 197? kominn í vinnslu

Pósturaf Derpy » 13 Jún 2012, 22:18

mjög flott hjá þér! :D bara flottur! [4 núna á ég sjálfur opel rekord, Rekord E árg '85 :D
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12


Fara aftur á Verkefni í skúrnum

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron