Síða 1 af 1

Uppgerð á Mustang 1972

PósturSent inn: 17 Apr 2012, 19:04
af Frissi
Við feðgarnir höfum verið að endurbæta þennan Mustang frá 2009 til 2012, ásamt nokkrum góðum fagmönnum. Verkefnin hafa verið nokkur til dæmis var vélarúmið endurnýjað alveg. Töluverðar riðskemmdir voru komnar í Mustanginn bæði í framhluta, skotti og botni hans. Þær voru lagfærðar með nýju stáli. Allur stýrisgangur ásamt bremsubúnaði endurnýjaður. Allur krómhluti bílsins var endurnýjaður bæði með nýjum hlutum og endurkrómuðum. Sjálfskipting tekin upp, skipt um legur í hásingu. Nánast öll innrétting kom ný frá USA, mælaborð og hvalbakur einnig. Allt pústkerfi kom nýtt frá Einari undir Mustanginn, Streight flow kútar, flækjur og tveggja og hálfs tommu rör. Felgur og dekk komu ný, Cragar S/S.
Við erum búnir að endurnýja allt rafmagn í bílnum og koma fyrir í honum þokkalegum hljómflutningsgræjum. Allt miðstöðvarkerfið tókum við úr honum og tókum það í gegn. Allur botn Mustangsins að innan var klæddur með hljóðeinangrandi suðumottum. Öll brakket og allar festingar í framsamstæðu voru tekin burt sandblásin og sprautuð. Nokkra krómlista gátum við ekki fengið nýja frá USA og urðum við að leggja töluverða vinnu í að lagfæra þá til að hægt væri að endurkróma þá. Steini í Svissinum hjálpaði okkur að gera þá nánast eins og nýja, síðan voru þeir endurkrómaðir.
Ekki er hægt að fullyrða um nákvæma afkastagetu 351 Windsor vélarinnar en aðeins er búið að hressa hana við með heitum knastás, milliheddi, flat topp þrykktum stimplum og 650cc Holley blöndungi. Þessar endurbætur hefðu orðið erfiðar ef við hefðum ekki notið aðstoðar þessara frábæru fagmanna er komu að þessu með okkur.


Hér er svo myndband af ferlinu

http://www.youtube.com/watch?v=HxDOjNeM1Ag&context=C45a6039ADvjVQa1PpcFPzstFjL8zunem9fhCKoXhiNFrF_UDwD20=


Mynd

Hér eru svo myndir og texti af ferlinu. http://spjall.kvartmila.is/index.php?topic=50370.0

Re: Uppgerð á Mustang 1972

PósturSent inn: 17 Apr 2012, 20:40
af hallif
Sællir

Til hamingju þetta er alvöru handtök.

Re: Uppgerð á Mustang 1972

PósturSent inn: 18 Apr 2012, 07:50
af Gunnar Örn
Þetta er stórglæsilegt hjá ykkur. [4 [4 [4 [4