International scout, Volvo kram og vw bjöllu boddý

Sérhæftðara spjall um "Antík" bíla, framleiddir fyrir 1950. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

International scout, Volvo kram og vw bjöllu boddý

Pósturaf Guðmundur Ingvar » 29 Jan 2010, 20:54

Ég eignaðist bíl nú á dögunum árgerð 1967 og langar til að deila þessu verkefni mínu með ykkur. Þetta er frægur bíll frá Húsavík. Mig minnir að maðurinn sem breytti þessum bíl heiti Héðinn. En þetta er skráð sem scout og er grindin hásingarnar og millikassin frá scout, það er með Volvo b 20 mótor og gírkassin er frá Volvo og ofaná þessu er vw bjöllu boddý. Ég á nú ekki margar myndir af þessu faratæki eins og er allavega fyrir utan það að ég kann nú ekki að setja þær hér inn. En ef einhver gæti gert það fyrir mig gæti ég sent honum myndir í mail-i. En stefnan hjá mér er að gera við þennan bíl og koma aftur á númer (var seinast á númerum 2002 að ég best veit) En áður en ég byrja að vinna í þessum ætla ég að byrja á og klára að gera við '79 árgerðina af chrysler lebaron sem ég á einnig. Endilega komið með ykkar skoðun á þessu og ef einhver myndi nenna setja myndir hér inn fyrir mig.
Guðmundur Ingvar
Mikið hér
 
Póstar: 77
Skráður: 27 Jan 2010, 09:55
Staðsetning: Skagafjörður

Pósturaf Tercel » 29 Jan 2010, 21:13

Er þetta nokkuð þessi ?

Mynd
Subaru 1800 Coupe '89.
Volvo 240 Gl ´88.
Citroen Axel ´86.
Tercel
Mikið hér
 
Póstar: 61
Skráður: 24 Apr 2006, 17:42

Pósturaf Guðmundur Ingvar » 29 Jan 2010, 21:34

Jú jú mikið rétt. Ég fékk hana hjá Kristjáni Skjóldal á Akureyri
Guðmundur Ingvar
Mikið hér
 
Póstar: 77
Skráður: 27 Jan 2010, 09:55
Staðsetning: Skagafjörður

Pósturaf zerbinn » 29 Jan 2010, 22:29

þegar ég var smá polli og fór með mömmu í kaupstaðar ferð til húsavíkur þr sem þessi bíll var smíðaður og var lengst af þá fannst mér hann alltaf svakalega flottur.

hvernig stand er á honum :D
Bjarki Hall. Bassaleikari
2x Mercury Comet árg. 1964
MMC Galant árg. 1979
UAZ 452 árg. 1970
zerbinn
Veit mikið
 
Póstar: 606
Skráður: 13 Okt 2007, 00:10
Staðsetning: Neskaupstaður

Pósturaf Guðmundur Ingvar » 29 Jan 2010, 22:43

Hann er í sæmilegu standi myndi ég segja. Fer í gang og keyrir. En þarf að riðbæta, veit um tvö sæmilega stór göt en ekki ólíklegt að þau séu fleiri. svo er búið að taka brettin af eins og sést á myndinni og henda þeim, en það fylgdu 3 með þarf af fynna mér vinstra frambretti. svo vantar í hann sæti
Guðmundur Ingvar
Mikið hér
 
Póstar: 77
Skráður: 27 Jan 2010, 09:55
Staðsetning: Skagafjörður

Pósturaf zerbinn » 29 Jan 2010, 23:46

Ásgrímur hérna á spjalllinu á öruglega einhverstaðar mynd af þessum bíl með hann var upp á sitt besta
Bjarki Hall. Bassaleikari
2x Mercury Comet árg. 1964
MMC Galant árg. 1979
UAZ 452 árg. 1970
zerbinn
Veit mikið
 
Póstar: 606
Skráður: 13 Okt 2007, 00:10
Staðsetning: Neskaupstaður

Pósturaf Guðmundur Ingvar » 30 Jan 2010, 19:28

já það væri auðvitað gaman að fá myndir af bílnum eins og hann var. En svo veit ég líka að það var tekið viðtal við Héðinn sem breytti bílnum. Viðtalið var í einhverju torfærublaði að ég best veit, sem var í framleiðislu hér á árum áður. Ef einhver veit eitthvað um þetta viðtal mætti sá hinn sami endilega benda mér á hvar má nálgast það. Svo segir sagan að það sé heitur ás í mótornum en hvað er satt og rétt í því veit ég ekki.
Guðmundur Ingvar
Mikið hér
 
Póstar: 77
Skráður: 27 Jan 2010, 09:55
Staðsetning: Skagafjörður

Pósturaf Derpy » 01 Feb 2010, 06:35

Til hamingju með þessa flottu bjöllu , í byrjun 2000 þá fór ég til Húsavíkur og sá þessa snilldar bjöllu uppá sitt besta með bretti og öllu , Gangi þér vel með hana.
Opel Kadett D '81
Mazda 626 GLX '87
Fiat Uno 45-S '87
Nissan Sunny 1.6 4X4 '88
Mitsubishi Lancer GLX '88

Rúnar Lúðvíksson
Notandamynd
Derpy
Alltaf hér
 
Póstar: 440
Skráður: 20 Jan 2009, 12:12

Pósturaf Guðmundur Ingvar » 02 Feb 2010, 00:43

Já takk fyrir það. En veit einhver eða sér á myndinni hvaða árgerð sirka boddýið er?
Guðmundur Ingvar
Mikið hér
 
Póstar: 77
Skráður: 27 Jan 2010, 09:55
Staðsetning: Skagafjörður

Pósturaf Offari » 02 Feb 2010, 10:52

Ég er ekki með árgerðina á hreinu. Best bara að bjalla í Héðinn Helgason os spurja. Vinur minn (á Akureyri) á úrklippu af þessu blaðaviðtali innrammað upp á vegg hjá sér. Ef þú ert fyrir norðann gætir þú örugglega fengið að líta á það.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík

Pósturaf Gunnar Örn » 02 Feb 2010, 13:09

Ég gæti trúað að þessi bjalla væri 1968-1971 árgerðin.
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Offari » 02 Feb 2010, 13:59

mér sýnist framrúðan ver kúmpt á þessum því tel ég bjölluna vera yngri, en man samt ekki hvenær bjöllurnar fengu kúpta framrúðu.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík

Pósturaf Mercedes-Benz » 02 Feb 2010, 15:56

Þetta er 1303 Voffi... árgerð 1973 eða yngri..

Hann verður sennilega svolítið töff þessi ef hann verður huggulega lagaður... :wink:
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Sigurbjörn » 02 Feb 2010, 16:01

Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Pósturaf Guðmundur Ingvar » 17 Feb 2010, 13:15

Getur einhver sagt mér hvort ég geti notað bretti af '64 bjöllu á þessa? Hvað er öðruvísi við þessar árgerðir ef miðað er við að þessi sé '73 eða yngri?
Guðmundur Ingvar
Mikið hér
 
Póstar: 77
Skráður: 27 Jan 2010, 09:55
Staðsetning: Skagafjörður

Næstu

Fara aftur á Bílar fyrir 1950

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron