Oldsmobile F85 1961

Sérhæftðara spjall um "Antík" bíla, framleiddir fyrir 1950. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Oldsmobile F85 1961

Pósturaf ztebbsterinn » 31 Okt 2014, 17:16

Daginn.

Ég var að eignast þennan sjaldgæfa bíl sem á líf sitt því að þakka að honum var stungið inn í geymslu fyrir einverjum 30 árum eða svo að mér skilst.
Boddýið er alveg merkilega heilt og bíllinn því góður efniviður til uppgerðar.
Ekki er þó alveg á hreinu hvort að allt úr honum sé til staðar svo það gæti verið erfitt að koma honum í upprunalegt horf.
Ég hef látið hugan reika um hvernig best væri að gera þetta og búinn að leggjast aðeins á netinu og kanna aðstæður.
Ég fer í raun að hallast meira og meira frá þeirri hugmynd að gera hann orginal því eins og áður kom fram þá er ekki einusinni víst að allt sé til staðar.
Með það í huga þá var ég td. að leita mér af uppfærslu á bremsukerfi (úr skálum yfir í diska) en ég finn ekkert uppfærslu sett fyrir þennan bíl og svo virðist sem lítið sé í raun til af varahlutum.. Ég finn þó að vísu einhverjar fóðringar í spyrnur og þessháttar, en ekkert eiginlegt "kit" fyrir eitt né neitt. (fyrir utan varahluti í skálabremsurnar).

Svo virðist sem þessi bíll hafi ekki verið vinsælir á sínum tíma, kanski hitti útlitið ekki í mark hjá kaupendum, en á þessum tíma var þó eftirspurn eftir þessum "minni" amerísku bílum.

Hvað segja menn, er til vitneskja hér td. um hvaða diska bremsur gætu passað á svona bíl með smá smíði? þetta er svokallað "Y" boddy.

Svo er spurning um að fá stórar álfelgur á hann, gatadeilingin (eins og er) er 4x114,3 (sama og er td.undir MMC galant).

Mynd

Myndir af bílnum: https://www.facebook.com/media/set/?set ... 5e463c8c42
DeLorean "81
MB 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~~~~
Stefán Örn
Notandamynd
ztebbsterinn
Veit mikið
 
Póstar: 776
Skráður: 19 Jan 2006, 22:58
Staðsetning: Ísafjörður

Fara aftur á Bílar fyrir 1950

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron