Mercedes Benz 220 S 1956

Sérhæftðara spjall um "Antík" bíla, framleiddir fyrir 1950. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Mercedes Benz 220 S 1956

Pósturaf Mercedes Benz » 03 Des 2005, 21:31

Sælir félagar.

Hér eru nokkrar myndir af uppgerð á Benz sem ég (Andri) og faðir minn (Þór) eigum. Við gerðum hann upp í sameiningu og einnig kom Guðjón betur þekktur sem adler að uppgerðinni.
Uppgerðin tók 2 ár og var hann kláraður fyrir landsmót klúbbsins í sumar.


Saga bílsins er að Ásgeir Sigurðsson keypti bílinn í kringum 1976-1977 í Þýskalandi og var hann þá búin að vera í eigu sömu fjölskyldu frá því að hann var nýr. Hann flutti bílinn til Íslands en gjöld og tollar áttu að vera svo háir að hann flutti hann aftur úr landi og seldi íslendingi búsettum í Luxemborg bílinn. Sá notaði hann ekki mikið og stóð hann inni hjá honum mest allan tímann. Svo gerist það í kringum 1988 að Ásgeir rekst á þennan ágæta íslending útí Lúxemborg og kaupir af honum bílinn og flytur hann heim 1988. Bíllinn er nýskráður 28.06.1988 á Íslandi. Ásgeir selur svo Guðmundi betur þekktur sem Laggi en hann vann á verkstæðinu hjá Ræsi hf.

Ásgeir kaupir hann svo af Guðmundi 26.07.2001. Við kaupum bílinn 31.03.2003. Þá var Ásgeir búin að setja bílinn í uppgerð og var hann í skúrnum hjá Steinari Friðjónssyni sem var að undirbúa hann fyrir málingu. Steinar var búin að rífa þó nokkuð en féll þá frá. Við keyptum því bílinn sundurtekinn.

Bíllinn er ekinn í dag um 120.000 þúsund kílómetra frá upphafi. Smurbók frá upphafi fylgdi bílnum ásamt þjónustubókum. Búið var að mála bílinn einu sinni þegar við fengum hann.


Næstur á dagskrá er svo Mercedes Benz 170 S 1952 en hann er ný kominn frá Californiu og er mjög heillegur en þarfnast uppgerðar.







Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Síðast breytt af Mercedes Benz þann 06 Des 2005, 23:43, breytt samtals 1 sinni.
Mercedes Benz
Byrjandi
 
Póstar: 3
Skráður: 03 Des 2005, 21:26

Pósturaf gmg » 03 Des 2005, 23:16

Þetta er virkilega fallegur bíll hjá ykkur feðgum......

Keep up the good work !!
Mercedes Benz 280 SE w108 V8 3.5 árg ´72 R-71
Jaguar XJS 3.6 árg. 1989 GMG
BMW 735i árg. 1989

Gunnar Már Gunnarsson
Notandamynd
gmg
Alltaf hér
 
Póstar: 199
Skráður: 01 Apr 2004, 15:43
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf ADLERINN® » 06 Des 2005, 22:50

Já eitthvað kannast ég við gripinn,þetta er alveg ótrúlega gott eintak enda ekki mikið notaður frá upphafi.
Ertu ekki með E bay myndir af 170 S bílnum sem að þú getur sett inn.
Mynd
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.


Fara aftur á Bílar fyrir 1950

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir