Austin vörubíll árgerð 1946

Sérhæfðara spjall um vörubíla og annað tengt þeim. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Pósturaf Helgi » 01 Okt 2009, 15:22

neðst er diskaherfi einhverskonar
Helgi Biering.

Fiat X1/9 Bertone '80
Notandamynd
Helgi
Alltaf hér
 
Póstar: 126
Skráður: 12 Jún 2008, 22:50
Staðsetning: Keflavík

Austin vörubíll árgerð 1946

Pósturaf Helgi Magnússon » 02 Okt 2009, 00:39

Þessi hlutur fremst á myndinni er herfi, notað við jarðvinnslu. Bakkarnir ofan á voru fyrir farg, til að þyngja herfið svo að vinnsludýptin yrði meiri. Fyrir aftan herfið er valtari, íslenskur að gerð, úr steinsteypu, fór yfir landið á eftir herfinu en röðin var þessi: Fyrst var landið sléttað (fram að heimsstyrjöld með handaflinu og stunguskóflum en eftir styrjöld með jarðýtu), síðan plægt, herfað og valtað. Inn í þetta blandaðist áburðardreifing (sjá mykjudreifarann) og sáning.
Í næstu röð er mykjudreifari (glittir í hestasláttuvél fyrir aftan) og fyrir framan hann Gnýblásari sem notaður var til að blása heyi í hlöður og þótti mikið þarfaþing og leysti af þreytta handleggi og lúin bök. Þessir blásarar voru norskir að uppruna og hétu í heimalandi sínu því tilkomumikla nafni Höykanon eða Heyfallbyssa en meiri hljómur er í hinu íslenska heiti sem lýsir vel hvað þeir voru hávaðasamir. Seinna voru þeir smíðaðir hér.
Fjær er Austin-vörubíllinn og þar er líka rauður og grár Massey-Ferguson 135 sem er arftaki Massey-Ferguson 35 sem aftur er í beinan karllegg frá gamla gráa Ferguson TE-20.

Helgi M.
Helgi Magnússon
Þátttakandi
 
Póstar: 36
Skráður: 31 Mar 2004, 21:32

Pósturaf Siggi Royal » 02 Okt 2009, 11:56

Svona til gamans má geta þess, að norður í Fnjóskadal var gnýblásari aldrei kallaður annað en heybyssa. Skemmtileg tenging við norskuna. Síðan var hægt að lengja hlaupið með viðbótarrörum eftir því hversu langt skyldi skjóta heyinu. Einneginn var ávallt talað um að skjóta inn, þegar heyskapur hófst.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Sigurbjörn » 03 Okt 2009, 08:09

Rúnar Magnússon skrifaði:Frændi minn sagði mér frá því þegar hann vann við urðun á Hafnarfjarðar haugunum (gömlu)....þetta var kannski um 1986-90...þá kom annarslagið gamall svona Austin vörubíll með einhvern timbur úrgang uppá haugana og virtist vera í eigu einhvers trésmíðaverkstæðis þar í bæ.....leit bara vel út ....hvar skyldi þessi bíll vera??' :roll:


Sá bíll er enn til og er núna í eigu þjóðminjasafnsins
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Pósturaf Rúnar Magnússon » 04 Okt 2009, 15:32

Hverng er það með þetta blessaða þjóðminjasafn er enginn gripur þar til synis almenningi eða er all læst inn í geymslum, þar að segja það sem tengist farartækjum og samgöngum :?: ......Menn hafa talað hér að framan að sem væri breskt hefði verið miður allaveganna miðað við annað......ég veit að afi gamli sagði mér þegar hann fékk hann nýjan þá var húsið ómálað frá framleiðanda og allur frágangur svona lala....enn hann endist í um 25 ár sem verður að teljast ágætt á þessum tíma og það á suðurlandi....aldrei inni eða neitt pjatt.
Var það ekki algengt að aðrir vörubílar en þeir frá USA fengu seinna á lífstíma sínum amerískt kram...veit um einn Volvo vörubíl síðan 46-47 með amerísku krami ....sá bíll var í eigu Mjólkursamsölunnar :)
Rúnar Magnússon
Alltaf hér
 
Póstar: 153
Skráður: 23 Ágú 2009, 09:35
Staðsetning: Mest á klakanum og mikið á ferðinni

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 04 Okt 2009, 22:45

Sæl Öllsömul.

Gaman að lesa fróðleik um þessa gömlu gripi, gott að frásagnir um notkun og viðhald áður fyrr komist til varðveislu.

Og gott að fróðir menn innan Fornbílaklúbbsins haldi þessu öllu til haga.

Hvað Þjóðminjasafnið varðar, þá helst að sjá gripi í eigu þjóðminjasafnsins, tengda samgöngum og bifreiðum á Samgönguminjasafninu á Skógum. Önnur söfn sem eru einnig að frumkvæði einstaklinga eru víða um land.

Uppbygging framtíðarhúsnæðis Fornbílaklúbbsins hefur líka gengið vel. Í vetur eru m.a.s. bílar þar inni, þó þeir séu þar til geymslu en ekki sem sýningagripir.

Merkilegt hvað einkaaðilar eru miklu duglegri en Þjóðminjasafnið að halda til haga og sýna gripi tengda samgöngum og bifreiðum.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Fyrri

Fara aftur á Vörubílar

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron