X-853

Sérhæfðara spjall um vörubíla og annað tengt þeim. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

X-853

Pósturaf Z-414 » 30 Ágú 2012, 00:25

Ég var að skoða gamlan kunningja sem er nýlega komin úr uppgerð og komin aftur í vinnu þegar flestir á hans aldri eru sestir í helgan stein.
Þessi bíll er að nálgast fimtugsaldurinn ef hann er ekki búin að ná honum ég er ekki alveg með það á hreinu hvenær hann er smíðaður en hann er smíðaður upp í Reykholti fyrir Guðmund Jónasson. Þegar tveir af starfsmönnum Guðmundar Jónasonar í samvinnu við Guðmund stofnuðu Sérleifisbíla Selfoss (síðar SBS) fluttist þessi bíll þangað og var hjá því fyrirtæki alla þess tíð. Eftir að fyrirtækið rann inn í Kynnisferðir eignaðist Victor Melsted bílinn og á hann enn og notar hann fyrir ferðamenn í fjallaferðum.
Ég ók þessum bíl talsvert hjá SBS á árunum 1988-90.
Victor sagði mér að hann hefði hug á að breita framendanum í upprunalegt horf og spilið sem var á honum fer aftur á hann. Sætin í bílnum eru upprunaleg en nýklædd. Síðasta myndin er af honum um það leiti sem hann kom til Sérleifisbíla Selfoss.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Síðast breytt af Z-414 þann 01 Sep 2012, 18:21, breytt samtals 1 sinni.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Re: X-853

Pósturaf Gaui » 30 Ágú 2012, 03:47

Miklu, miklu fallegri eldra útlitið.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Re: X-853

Pósturaf JBV » 31 Ágú 2012, 21:08

Gaman að sjá að þessi hafi verið gerður upp, en segi eins og Gaui. Mér finnst gamla útlitið flottara. Verst finnst mér þó breytingin á öftustu lestinni, með tilheyrandi breytingum á gluggum og gluggapóstum. En skil svo sem notagildið í þeirri breytingu. Væri gaman að sjá fleiri gamlar rútur upp gerðar.

edit* Sé það núna við aðra skoðun á gömlu myndinni að manngengalestin hefur verið til staðar áður. En afhverju öftustu gluggunum þá breytt ?
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Re: X-853

Pósturaf Gizmo » 31 Ágú 2012, 22:24

Gaui skrifaði:Miklu, miklu fallegri eldra útlitið.


Ójá :!: :!: :!:
Bjarni Þorgilsson. 772-7722
M. Benz 450SL '73
M. Benz 300-6GD '87
M. Benz S320L CDI '05
Yamaha Wild Star 1600 '00
Notandamynd
Gizmo
Alltaf hér
 
Póstar: 383
Skráður: 30 Mar 2004, 17:45
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: X-853

Pósturaf Z-414 » 01 Sep 2012, 17:44

Ég er sammála því að hann er fallegastur í upprunalega útlitinu. En ég ætla að bæta við nokkrum myndum sem ég var að skanna inn frá því að ég var að aka honum 1988-1989.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki


Fara aftur á Vörubílar

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron