Soffía hefur ferðast í fimmtíu ár.

Sérhæfðara spjall um ýmiskonar forntæki, landbúnaðrtæki, vinnuvélar og fl. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Pósturaf Siggi Bóndi » 30 Des 2006, 11:39

Gaui skrifaði:
Siggi Bóndi skrifaði:Skil ekki þessar árásir á Ingjald í Ferjunesi :evil: Hinrik á þessa Bens rútu sem var lengi í kerlingarfjöllum, og geymir hann hana þar. Ingjaldur gerði þennan Ford upp úr nánast engu( 4-5 hræjum). Það eru nokkrir sem geyma bíla hjá honum. Þetta eru kannski ekki bara árásir á hann heldur okkur hina sem hafa bjargð bílum og öðrum faratækjum frá pressunni :!: :!: :!: :!:
Ég er ekki að ráðast á einn eða neinn, auðvitað gott mál að bjarga því sem bjargað verður undan "pressunni" það er einhvern veginn alltof fljótvirk og endanleg útrýming.
Og allra síst ætla ég að ráðast á Ingjald og /eða aðrar persónur, Ingjaldur er flinkur kall og veit mikið og búinn að bjarga miklu.
Að vandlega íhuguðu máli, getur verið réttlætanlegt að hafa það að áhugamáli að gera upp hlutina og eingöngu það.
Ég er einhvern veginn þannig að láta ekki staðar numið þegar takmarkinu er náð, þá er eftir að njóta verka sinna ("Sjáið tindinn, þennan kleyf ég" Tómas Guðmundsson). Eitt er að " bjarga" hlutunum, annað er að gera þá eins og nýja. Þá erum við komnir að þessu margumtalaða vandamáli: Það kemur einhver til manns og vill endilega eignast eitthvert hræið með það að tilgangi að gera það upp, hefur áhugann og aðstæður (vill allavegana reyna), nei, þá eru þetta orðin þvílik verðmæti "get alveg eins átt hann eins og að selja /gefa á þessu verði". Oftast, því miður, er eingöngu verið að lengja í hengingarólinni. Ég vil að menn séu raunsæir í þessu sem öðru og geri sér grein fyrir getu sinni og aðstöðu, annars er hætt við að draslsöfnun fari af stað.
Ég eignaðist Mini fyrir löngu síðan, sem hafði dálitla sögu á bak við sig, gerði hann upp fyrir um 10 árum síðan, gaf konunni hann í afmælisgjöf (æði fallegur), síðan notaður á sumrin. Nú þetta voru óhemju ryðsæknir bílar og svo fór að það fór að koma út á honum ryð aftur, þá er spurningin hvað á að gera? Er á 26 ára húsbíl, sem einnig var ryðhreinsaður fyrir löngu síðan og þyrfti að taka til bæna, svo er hérna eldgamall Toyota Landcrusier sem bíður mín (er inni ).
Í mínum huga var það að losa sig við eitthvað af þessu til einhvers sem líklegur væri til að taka til hendinni, sem sagt láta hagsmuni varveislunnar ganga fyrir. Nú hvaða tæki er líklegast til að bera menn ekki ofurliði við uppgerðina? Ég hélt það væri Mini og "seldi" hann áhugasömum manni fyrir verð sem báðir voru sáttir við, og það sem meira var hann sýndi mér fram á dugnað sinn við verk sem hann hafi nýlokið ( nú hafði þessi bíll óneitanlega mest tilfinningalegt gildi fyrir okkur en vonast til að fá að fylgjast með uppgerðinni og sjá hann á götunni aftur eins og nýjann).
Niðurstaða: Ekki óyfirstíganlegt það sem eftir er, á nýlega skemmu undir þetta og miklu meira ef út í það væri farið.
Ég vona að þetta útskýri afstöðu mína gagnvart þessu merkilega verki sem uppgerð Ingjaldar á Fordinum var og óendanlegann pirring sem það veldur mér að sjá gott og þarft handbragð fara í súginn. Upphaflegi tilgangur minn, fyrir margt löngu, á skrifum mínum um þennan bíl var, að einhverjum tækist að bjarga honum á einn eða annan hátt. Vona enn að svo verði.
Að lokum þessum langa pistli um lítið efni, óska ég ykkur öllum gleðilegs nýs árs og megi þessi síða vera áfram vettvangur skoðannaskipta um hin ýmsustu málefni á sem málefnalegumstum grunni. Ég þakka viðbrögðin við þvi sem ég hef látið frá mér fara á síðasta ári og bara alla "samveruna" og skrifin hér.


Sælir.
Þú ættir að kíkja í kaffi til Ingjaldar og bjóðast til að hjálpa honum við að koma honum inn.
Draslsöfnun , Allstaðar eru til svartir sauðir, og misjafnir. Með auknum innflutningi á fornbílum minnkar áhugi á fornbílum sem eru til staðar á íslandi. Nú geta menn keypt draumabílinn beint af netinu í stað þess að gera bíla upp. Oftar en ekki er það í umræðunni að það borgi sig ekki að gera upp heldur að flytja bíl inn í staðinn.
Nú hvað verður um þessa fornbíla sem hafa alið sinn aldur hér á landi og fáir nenna að gera upp :?: Geymslusvæðið , Draslsafnara eða pressan.
Draslarsafnara eins og einhver kallar þá sjá kannski eitthvað við þá bíla sem aðrir sjá ekki.
Íslensk saga og íslenskur menningararfur á bakvið íslensku fornbílana held ég að sé á mikilli niðurleið.
t.d trukkurinn Soffía
Óska Draslsöfnurum og öðrum sem eru að elta skottið á sjálfum sér gleðilegs árs og friðar.
Siggi Bóndi
Þátttakandi
 
Póstar: 26
Skráður: 11 Mar 2006, 19:51

Pósturaf Gaui » 30 Des 2006, 15:09

Auðvitað er ekkert á niðurleið, sumir koma nýir inn í þessa áráttu að safna og/eða eiga svona gamla bíla. Ég álít þetta hreina viðbót, þeir aðilar sem langar til að flytja inn tilbúna bíla, sé ekkert að því þó svo menn langi til að aka um á þeim og bóna og hvað eina, aðrir ( eins og ég nefndi áðan) vilja gera þetta upp sjálfir, og þá er ekki verra að saga og menning sé á bak við, fullnægja þeirra hélt ég vera að líta yfir vel unnið handbragð og nostra við það.
Það getur verið að menn fái eitthvað út úr því að safna í kring um sig drasli og sjái það grotna niður (eða sjái það ekki), teljandi sjálfum sér trú um að þeir komi til með að hafa tíma og vilja til að gera eitthvað seinna. Ég er ekki viss hvar á að setja mörkin. Annars vegar þar sem safnað er heilu hektrurunum af bílum (dálítið um það rætt hérna áður, og í sjónvarpi) og svo hins vegar eitthvað minna. Og allt er þetta þyngdar sinnar virði í gulli ef eftir er leitað.
Drasl er náttúrulega bara drasl, þangað til eitthvað nýtilegt er gert úr því.
Þórfbergur Þórðarson rithöfundur skrifaði einhvern tímann að mesta böl mannkynsins væri heimska.
Svo ég fari svolítið út í viðkvæma hluti, þá finnst mér það heimskulegt atferli að ljúga að sjálfum sér, vitandi undir niðri sannleikann og láta það naga sig að innan, með allskonar sálarangist og óánægju með sjálfann sig. Til að menn komi sáttir út úr lífinu, verða þeir fyrst að sættast við sjálfann sig og sín takmörk. Þetta hef ég nú reynt að hafa að leiðarljósi, byggi mér ekki múra sem er fyrirsjánlegt að ég kemst ekki yfir. Tek einn hlut fyrir í einu og klára hann, og nýt verksins. Það er nefnilega þannig að "ef þú ert með tvær kökur í ofninum í einu er eins líklegt að önnur brenni".

Efirfarandi atburðarrás sé ég ekki fyrir mér: Sæll Jón, mér datt svona í hug að líta til þín í kaffi, á ég ekki svo á eftir að hjálpa þér með að taka til í ikringum húsið þitt Ég mundi henda svona manni út.

Rétt að taka fram að þessar hugleiðingar eru mínar, ekki ætlaðar til að kasta rýrð á neinn einstakling og/ eða hóp. Og bið menn að athuga að þær eru ekki réttar nema fyrir mig, aðrir hafa að sjálfsögðu sínar skoðanir og virði ég þær


Fátt er eins fallegt í efnis og tækniheimi þeim sem við lifum í er vel uppgert og vel varðveitt eintak af farartæki.
Sennilega er þetta orðið meir en nóg að sinni, en....bið menn lengstra orða að bendla mig ekki við skítkast út í aðra, hversu fínt sem menn fara nú út í þá sálma. Það hef ég reint að forðast allt mitt líf (vonandi með sæmilegum árangri)
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Re: Soffía hefur ferðast í fimmtíu ár.

Pósturaf Gaui » 30 Des 2006, 17:37

Gaui skrifaði:
ADLER skrifaði:Guðni Sigurjónsson bifreiðasmiður smíðaði landsfrægan fjallatrukk með Guðmundi heitnum Kjerulf á bifreiðaverkstæði þess síðarnefnda í Reykholti í Borgarfirði. Soffía nefndist trukkurinn og rifjar blaðamaður Morgunblaðsins hér upp sögu Soffíu með Guðna og heimsækja hana þar sem hún dvelur nú óvarin fyrir veðri og vindum á geymslusvæði í Straumsvík. Einnig má lesa sögu Soffíu og Guðna í grein sem birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins á aðfangadag.

http://mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1243282
Er eitthvað hægt að gera í svona málum nafni?
Það er heilmikil saga á bak við svona bíl og sjálfsagt margar minningar. Það er verst hvað þetta er fyrirferðamikið sem fornbíll. Þessi Guðni virðist nú vera nokkuð hress, sniðugast væri að hann tæki málið að sér. Ég væri alveg til í að nota svona eina til tvær helgar til að hjálpa til.
Þetta er svo skemmtilega íslenskt og vissulega samofið ferðamenningu okkar.
Ekki hættur enn.
Fyrir löngu fór hópur galvaskra manna eitthvað suður í öræfi og náði þar í Canada Chevrolet hertrukk, sem komið var fyrir í upphituðu húsnæði í Hafnarfirði. Það varð svo upphafið að áralöngu uppgerðarferli. Það fór þannig fram að ótilgreindur fjöldi manna og unglinga kom við og lagði hönd á plóginn, þetta varð einhverskonar samkomustaður bíladellufólks. Allir sem eitthvað gerðu þóttust eiga hlut í bílnum (svona meðan á því stóð). Og alltaf var verkefni fyrir hvern og einn, allt frá því að ryðhreinsa grindina og upp í hvað sem er. Einhvern veginn var það aldrei á hreinu hver átti gripinn, en samt spruttu upp peningar þegar eitthvað þurfti að kaupa.
Ég átti þarna eitthvað af stundum eins og margir aðrir, en smá saman yfirgaf svæðið, kom þar tvennt til, annað ákveðið var að breyta þessu í rútu og setja í bílinn ægilega "heita" áttu og sjálfskiptingu og svo kom til annað áhugamál sem átti enganvegin saman með þessu (kvenfólk).
Á endanum komst fyrirbærið á götuna og þá sennilega í eigu einhvers, en ég er helst á því að enginn hafi gert tilkall til vinnunar sinnar.
Ég veit ekki hver endalokin urðu fyrir þessum bíl, enda skiptir það engu fyrir boðskapinn sem ég ætlaði að koma á framfæri.
Eins og ég sagði fyrr, virðist Guðni sæmilega hress og væri kannski tilleiðanlegur í að hafa yfirumsjón með verkinu, ef einhverjir gætu ýtt þessu af stað og reddað því sem redda þarf, ég segi fyrir mína parta, þá væri ég til í að skreppa í bæinn öðru hvoru, hitta mann og annan, taka til hendinni. Þetta gætu orðið hinar ágætustu samverustundir manna með svipuð áhugamál.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf Gaui » 30 Des 2006, 18:30

ADLER skrifaði:Á hvaða stigi er þessi STANDARD er þetta ekki eitthvað sem þarf bara að hjálpa þér aðeins með svo að úr verði sómi. :wink:
Tek undir þetta nafni, bara gaman að hittast og spá og spekúlera, taka til hendinni, ath. getu manna og undirbúa næstu samverustund. Bara gaman. [8
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf Siggi Bóndi » 31 Des 2006, 11:34

Efirfarandi atburðarrás sé ég ekki fyrir mér: Sæll Jón, mér datt svona í hug að líta til þín í kaffi, á ég ekki svo á eftir að hjálpa þér með að taka til í ikringum húsið þitt Ég mundi henda svona manni út.

Þú virðist þá ekki þekkja Ingjald,þó svo hann búi í sömu sveit og þú.
Þetta var bara gott ráð til að minnka pirringinn hjá þér út í manninn og um leið að bjarga þessum blessaða fordi frá frekari skemmdum.
Var ekki að tala um að þú mundir þurfa slá garðinn fyrir hann :shock:
Siggi Bóndi
Þátttakandi
 
Póstar: 26
Skráður: 11 Mar 2006, 19:51

Pósturaf Gaui » 31 Des 2006, 13:11

Siggi Bóndi skrifaði:Efirfarandi atburðarrás sé ég ekki fyrir mér: Sæll Jón, mér datt svona í hug að líta til þín í kaffi, á ég ekki svo á eftir að hjálpa þér með að taka til í ikringum húsið þitt Ég mundi henda svona manni út.

Þú virðist þá ekki þekkja Ingjald,þó svo hann búi í sömu sveit og þú.
Þetta var bara gott ráð til að minnka pirringinn hjá þér út í manninn og um leið að bjarga þessum blessaða fordi frá frekari skemmdum.
Var ekki að tala um að þú mundir þurfa slá garðinn fyrir hann :shock:
Hættur þessum tittlingskít, búinn að gera hreint fyrir mínum dyrum, tilgangnum náð, einhverjir farið af stað til bjargar þessum bíl. Mun ekki sóa meiri tíma á þig.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf Siggi Bóndi » 31 Des 2006, 13:53

Gaui skrifaði:
Siggi Bóndi skrifaði:Efirfarandi atburðarrás sé ég ekki fyrir mér: Sæll Jón, mér datt svona í hug að líta til þín í kaffi, á ég ekki svo á eftir að hjálpa þér með að taka til í ikringum húsið þitt Ég mundi henda svona manni út.

Þú virðist þá ekki þekkja Ingjald,þó svo hann búi í sömu sveit og þú.
Þetta var bara gott ráð til að minnka pirringinn hjá þér út í manninn og um leið að bjarga þessum blessaða fordi frá frekari skemmdum.
Var ekki að tala um að þú mundir þurfa slá garðinn fyrir hann :shock:
Hættur þessum tittlingskít, búinn að gera hreint fyrir mínum dyrum, tilgangnum náð, einhverjir farið af stað til bjargar þessum bíl. Mun ekki sóa meiri tíma á þig.


Það er gott mál,
En Þá er það lámark að menn þekki til staðhátta Áður en menn byrja á svona tittlingaskít og ekki væri verra að BílaBóndinn í Ferjunesi gæti verið hér og svarað fyrir sig :!:
Siggi Bóndi
Þátttakandi
 
Póstar: 26
Skráður: 11 Mar 2006, 19:51

Pósturaf ADLERINN® » 02 Jan 2007, 21:23

Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf goggith » 03 Jan 2007, 02:04

Soffía fær húsaskjól
[4
Georg Theodórsson

STANDARD EIGHT 1946
Notandamynd
goggith
Alltaf hér
 
Póstar: 332
Skráður: 24 Maí 2004, 21:03
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf ztebbsterinn » 03 Jan 2007, 21:00

ADLER skrifaði:Soffía fær húsaskjól

Mynd

http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1244813

Frábært, það er nauðsin að halda uppá svona glæsi smíðar.
DeLorean "81
MB 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~~~~
Stefán Örn
Notandamynd
ztebbsterinn
Veit mikið
 
Póstar: 776
Skráður: 19 Jan 2006, 22:58
Staðsetning: Ísafjörður

Pósturaf Gaui » 03 Jan 2007, 22:00

ztebbsterinn skrifaði:
ADLER skrifaði:Soffía fær húsaskjól

Mynd

http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1244813

Frábært, það er nauðsin að halda uppá svona glæsi smíðar.
Ég tek heils hugar undir það. Gott skref í rétta átt, gleymum honum ekki þarna í hlöðunni, verum vakandi. [4 [4 [4
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf goggith » 03 Jan 2007, 23:40

Hvernig farið að því að vitna í mynd, texta og link?
Georg Theodórsson

STANDARD EIGHT 1946
Notandamynd
goggith
Alltaf hér
 
Póstar: 332
Skráður: 24 Maí 2004, 21:03
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Gaui » 04 Jan 2007, 14:20

Georg Theodórsson skrifaði:Hvernig farið að því að vitna í mynd, texta og link?
Ég fór bara í tilvísun????
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf ADLERINN® » 29 Sep 2007, 18:55

Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Ásgrímur » 29 Sep 2007, 20:41

tók fram úr trailer á malarflutnings vinnureið minni seinni part sumars og hann bar líka (að öllum líkindum þessa hópbifreið) það var ekki laust við það að þreyttur dagurinn skánaði til muna við það að sjá að einhver væri að eyða tíma sínum í að láta sér þykja vænt um einn þessara gömlu bragga.
Gremlin Owners Are Special

amc "77
Plymouth "66
saab "84
Ásgrímur
Veit mikið
 
Póstar: 634
Skráður: 09 Apr 2004, 11:46
Staðsetning: Á ferðinni

FyrriNæstu

Fara aftur á Önnur forntæki

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron