Massey Ferguson 135..

Sérhæfðara spjall um ýmiskonar forntæki, landbúnaðrtæki, vinnuvélar og fl. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Massey Ferguson 135..

Pósturaf JBV » 22 Apr 2007, 10:24

...auglýstur á haninn.is. Hvað finnst mönnum um uppsett verð á svona grip ?
http://www.haninn.is/classified.php?act ... nk_id=4173
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Re: Massey Ferguson 135..

Pósturaf Gaui » 22 Apr 2007, 14:51

JBV skrifaði:...auglýstur á haninn.is. Hvað finnst mönnum um uppsett verð á svona grip ?
http://www.haninn.is/classified.php?act ... nk_id=4173
Blessaður vertu það er endalaus eftirspurn eftir þessu Ferguson dóti, þannig að sennilega fær hann þetta fyrir hann með tækjunum. Það er nefnilega þannig að kaupendahópurinn er sennilega sumarbústaðafólk nú eða hestamenn, og einhvern veginn er það þannig að maður er tilbúinn að borga hvað sem er fyrir sportið. Ég seldi fyrir þó nokkru síðan 165 vél, sem er miklu meiri vél en þetta og gengur í flest, þetta er óttalega máttvana sérstaklega með tækjum, en hvað um það sú vél fór á hálfvirði miðað við þetta. En.... fengu færri en vildu, hringt í margar vikur á eftir.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf JBV » 22 Apr 2007, 16:29

Þetta þóttu nú góðar vélar á milli 70 og 80, þótt þær væru bara 47 hö (þ.e.a.s. MF 135) Ég skil vel að hestamenn og t.d. sumarbústaðafólk og fólk í trjárækt falli fyrir þessum vélum. Þetta er ekta fyrir svona smá snatt eins og girðingavinnu og kerrudrátt. Þessar þóttu vera með lága bilanatíðni á sínum tíma (að mati Ferguson eiganda allavega :lol: ). En verðið á þessari finnst mér nú samt vera í hærri kantinum. :?
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Erlingur » 22 Apr 2007, 22:21

Úff, mér finnst þetta dáldið stíft verð fyrir tæki sem maður ætlaði að nota sem traktor ... en ef hann er uppgerður og mikið í lagt er þetta kannski eðlilegt.

En fyrir vinnutæki svona í hestasportið, sumarbústað eða þessháttar þá þekki ég einn sem fékk svona áttatíu og eitthvað Zetor diesel, fjórhjóladrif og ámoskturstæki á þennan pening.
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú

Pósturaf Rúnar Magnússon » 23 Okt 2009, 16:53

Er bara aðeins að pæla í þessum pósti síðan 2007....með verðlagningu á MF 135....Árið 2007 verður líklega í minnum haft sem mesta góðærisár Íslendinga.......allavegann hjá sumum :? ....er verðlagningin svipuð nú í dag og er eitthvað framboð af td MF135 :) ........
Rúnar Magnússon
Alltaf hér
 
Póstar: 153
Skráður: 23 Ágú 2009, 09:35
Staðsetning: Mest á klakanum og mikið á ferðinni

Pósturaf Rúnar Magnússon » 31 Okt 2009, 09:59

Mynd


Bara svona smá sýnishorn af MF 135
Rúnar Magnússon
Alltaf hér
 
Póstar: 153
Skráður: 23 Ágú 2009, 09:35
Staðsetning: Mest á klakanum og mikið á ferðinni


Fara aftur á Önnur forntæki

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron