Spennandi námskeið um forntraktora

Sérhæfðara spjall um ýmiskonar forntæki, landbúnaðrtæki, vinnuvélar og fl. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Spennandi námskeið um forntraktora

Pósturaf JBV » 27 Sep 2008, 13:48

Sá í viðaukablaði 24 stunda, um vinnuvélar í gær föstudag, að spennandi námskeið um forntraktora færi fram laugardaginn 11. október n.k.


Meira en járn og stál

Það eru eflaust margir áhgamenn um forntraktora sem leynast á Íslandi en á næstunni verður haldið áhugavert námskeið sem hentar þeim vel. Á námskeiðinu verður fjallað um forntraktora á Íslandi og hvernig má gera þeim til góða, hirða þá og varðveita sögu þeirra sem hluta af menningarsögu sveitanna Áhersla verður lögð á virkni þátttakenda í miðlun reynslu og þekkingar um viðfangsefnið og að efla tengsl þeirra.

Á námskeiðinu verður athygli meðal annars beint að sögu og varðveislu Ferguson-dráttarvéla sem fagna munu 60 ára afmæli hérlendis á næsta ári.

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Landbúnaðarsafn Íslands og er opið öllum. Námskeiðið hentar sérstaklega vel þeim sem hafa áhuga á varðveislu traktora en einnig þeim sem vinna við varðveislu forntraktora. Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðinu er 18 og námskeiðið er haldið laugardaginn 11. október.
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Fara aftur á Önnur forntæki

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron