T34-76

Sérhæfðara spjall um ýmiskonar forntæki, landbúnaðrtæki, vinnuvélar og fl. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

T34-76

Pósturaf ADLERINN® » 22 Des 2008, 20:28

:shock:



Drekinn í mýrinniMynd

22.3.2008 | 22:23

Upp úr eðju mýrar einnar við stöðuvatn í Eistlandi var nýlega dreginn stríðsvagn, sem sokkið hafði þar í for í síðari heimsstyrjöld.

Þessi bryndreki er eins og nýr og ber merki nasistaherja, en er reyndar rússnesk byltingarsmíð af bestu gerð. Vagninn hefur verið tekinn traustataki af Þjóðverjum í stríðinu og notaður af þeim þar til hann sökk eins og klessa í forarpytt.

Ekki fannst neinn "þýskari" um borð. Hann er líklega fyrir löngu orðinn að drullu, eða er að borða Sauerkraut heima í Duisburg.

Fyrir skriðdrekaáhugamenn langar mig að upplýsa að þetta er dreki af gerðinni Komatsu D375A-2 ..... eh, nei það var grafan sem dróg kvikindið upp. Þetta var T34/76A. Mjög góðir skriðdrekar. Eftir hreinsun var hægt að starta díselvélinni. Þetta hljómar eins og Ladan mín gamla.

Eistneski herinn er nú loks kominn með almennilegan skriðdreka segja mér gárungar á Eistlandi. Honum var líklega drekkt þarna þegar Þjóðverjar flýðu frá þessu svæði eins og aumingjar þann 19. september 1944.


http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/482172/
Mynd
Mynd

Mynd
Mynd
Mynd

http://www.vincelewis.net/myimages24/t3 ... -as-is.jpg



http://www.rense.com/general75/germ2.htm
http://www.rense.com/general75/germ2.htm
http://greensboring.com/viewtopic.php?f=4&t=6740
http://www.vincelewis.net/t34.html


Another T-34 is found and salvaged
http://www.vincelewis.net/t342.html

http://www.vincelewis.net/myimages26/t34-f5.jpg
A German WWII Tank is found
http://www.vincelewis.net/stug.html



http://www.vincelewis.net/myimages26/stug-9.jpg
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Sigurbjörn » 22 Des 2008, 22:21

Ótrúlegt hvað hann hefur varðveist vel
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Pósturaf Frank » 23 Des 2008, 21:44

Þetta er magnað, og virkilega gaman að skoða :D
Frank Höybye S: 844-5222
Lincoln Continental árgerð 1969
Pontiac Catalina pikkup árgerð 1961
Bedford slökkvibíl árgerð 1953-57
Toyota Crown árgerð 1971
Ford Aerostar 1986 "44
Frank
Alltaf hér
 
Póstar: 446
Skráður: 26 Ágú 2004, 23:21
Staðsetning: Hafnarfjörður

Pósturaf catzilla » 24 Des 2008, 05:09

ég bara get ekki annað en velt fyrir mér hvað þeir voru að gera þegar hann fannst...
Einar Bergmann Sigurðarson 773-5522 694-3255
Mestmegnis Benz 307D 1984
Ford Fairmont "79
Willys cj5 "63
Willys cj2a "46
Jeppi er ekki jeppi nema á honum standi JEEP
Notandamynd
catzilla
Mikið hér
 
Póstar: 99
Skráður: 03 Des 2005, 20:41
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Siggi Royal » 24 Des 2008, 13:46

Kannski eru jepparnir í Hafravatni svona velvarðveittir.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Þorkell » 25 Des 2008, 00:03

Sérstaklega ef þeir hafa sokkið í drulluna á botninum. En þetta rifjar alltaf upp söguna af orustuflugvélinni sem fauk fyrir borð af flugvélamóðurskipi í Hvalfirðinum á stríðsárunum og hefur aldrei fundist, kannski er hún sokkin í drulluna á botninum og er kannski annsi heil eins og skriðdrekinn.
Þorkell Hjaltason
---------------------
Þorkell
Alltaf hér
 
Póstar: 268
Skráður: 17 Des 2005, 22:43
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Sigurbjörng » 27 Des 2008, 02:25

Það er bara spurning um það á hvorum staðnum við eigum að byrja. Hafravatni eða hvalfirðinum :D :D
kv
Sigurbjörn Gunnars
Notandamynd
Sigurbjörng
Alltaf hér
 
Póstar: 424
Skráður: 17 Ágú 2005, 23:10
Staðsetning: Neskaupstaður

Pósturaf Mercedes-Benz » 28 Des 2008, 04:20

catzilla skrifaði:ég bara get ekki annað en velt fyrir mér hvað þeir voru að gera þegar hann fannst...


Leita að honum...

http://www.vincelewis.net/t34.html

At that time, (1944) a local boy walking by the lake Kurtna Matasjarv noticed tank tracks leading into the lake, but not coming out anywhere. For two months he saw air bubbles emerging from the lake. This gave him reason to believe that there must be a vehicle at the lake's bottom. A few years ago, he told the story to the leader of the local war history club "Otsing". Together with other club members, Mr Igor Shedunov initiated diving expeditions to the bottom of the lake. At the depth of 7 meter's they discovered the tank resting under a 3 meter layer of peat.
Rúnar Sigurjónsson
http://runar.mbclub.is/
Notandamynd
Mercedes-Benz
Veit mikið
 
Póstar: 869
Skráður: 26 Mar 2004, 19:29
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Hinrik_WD » 09 Maí 2009, 21:57

Siggi Royal skrifaði:Kannski eru jepparnir í Hafravatni svona velvarðveittir.


Sælir,

Ég skoðaði nýlega .45 Auto skammbyssu sem fannst fyrir mörgun árum í Hafravatni. Hún er gjörsamlega ónýt. Kom mér á óvart hversu ryðguð og skemmd hún var.

Kv
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 11 Maí 2009, 02:14

Sæl Öllsömul.

Varðandi geymslu á hlutum úr málmi, hefur það ekki nokkuð að segja hve mikið súrefni kemst að málminum ?
Ég meina, ef ekkert súrefni kemst að, þá verður engin oxun, eða engin ryðmyndun.
Líklega ekki mikil hreyfing á botnlagi á 7 metra dýpi í drullupolli úr alfaraleið.

Sýrustig umhverfis hefur eitthvað um þetta ð segja líka.
Fornar líkamsleifar sem fundist hafa í mýrum í Danmörku og Englandi hafa varðveist ótrúlega vel.

Varðandi ryðmyndurn, þá minnist ég enn og aftur á saltið, sem t.d. er dreift á götur Höfuðborgarinnar.
Við rafgreiningu á vetni úr vatni, hraðar ákveðin saltblanda efnahvarfinu margfalt.
Sama gerist þegar salt kemst í snertingu við málm. Salt hraðar oxuninni margfalt, sem þýðir meiri og hraðari ryðmyndun.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53


Fara aftur á Önnur forntæki

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron