Cletrac beltadreki

Sérhæfðara spjall um ýmiskonar forntæki, landbúnaðrtæki, vinnuvélar og fl. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Cletrac beltadreki

Pósturaf Þorkell » 30 Jan 2009, 21:34

Mynd

Þetta er Cletrac beltadreki sem framleiddur var fyrir Ameríska herinn frá 1942 til1945. Hann var sérstaklega útbúinn til að aðstoða flugvélar á flugvöllum, með spili , stórum rafal og loftpressu og var á gúmmíbeltum.
Þennan dreka átti Björgunarsveitin Víkverji í Vík í Mýrdal. Hann var notaður við leitina að Gullskipinu á Skeiðarársandi. Er nokkur sem þekkir sögu þessa Dreka hér á landi. Kom hann hingað á stríðsárunum eða var hann fluttur inn seinna. Er nokkur sem veit hvort beltin undan honum séu enn til og eitthvað fleira þeim viðkomandi . Hann var fluttur norður í Eyjafjörð til varðveiðslu nú í vikunni.
Þorkell Hjaltason
---------------------
Þorkell
Alltaf hér
 
Póstar: 268
Skráður: 17 Des 2005, 22:43
Staðsetning: Reykjavík

Fara aftur á Önnur forntæki

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron