Súðbyrðings félagið

Sérhæfðara spjall um ýmiskonar forntæki, landbúnaðrtæki, vinnuvélar og fl. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Súðbyrðings félagið

Pósturaf ADLERINN® » 11 Nóv 2009, 01:08

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4497807/2009/11/10/13/

Vilja bjarga gömlum bátum


Standa þarf miklu betur að varðveislu gamalla árabáta og gæta þess að þekking á bátasmíðinni glatist ekki. Þetta er meðal markmiða félagsins Súðbyrðings, en félagarnir reyna að bjarga bátum og gera þá upp.

Ætli flestir myndu ekki halda að gamalt handverk og björgun gamalla muna væri helst áhugasvið eldra fólks. Það er þó öðru nær. Jón Ragnar Daðason er hálfþrítugur og einn af átta félögum í Súðbyrðingi, sem dregur nafn sitt af bátum þar sem byrðingurinn er úr sköruðum borðum. Nokkrir þeirra hafa komið sér fyrir í skemmu á höfuðborgarsvæðinu með báta sína.

Jón Ragnar á ættir að rekja til bátasmiða í kringum Breiðafjörð sem flestir eru látnir en hann getur enn leitað í viskubrunn frænda sinna sem þekkja bátasmíðina vel og þá sérstaklega Breiðfirðingslagið.

Félagarnir í Súðbyrðingi fá leiðbeiningar um handbrögð frá kunnáttumönnum og vilja endilega fjölga í félaginu. Vitanlega vonast þeir eftir styrkjum og eða skilningi en í bili gera þeir upp á eigin spýtur.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/st ... tem311179/
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Fara aftur á Önnur forntæki

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron