Jarðýta eða höfn?

Sérhæfðara spjall um ýmiskonar forntæki, landbúnaðrtæki, vinnuvélar og fl. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Jarðýta eða höfn?

Pósturaf Z-414 » 20 Ágú 2010, 00:36

Þessi gamla og lúna jarðýta var á tímabili eina höfnin á suðurströndinni milli Hornafjarðar og Þorlákshafnar.
Þið haldið örugglega að ég sé orðin galinn þegar ég segi þetta en það er satt, þetta tæki var á tímabili notað sem "höfn".

Þessi International var hjá Ræktunarsambandinu Hjörleifi (veit ekki hvort þeir fengu hana nýja) en var undir lokin staðsett niðri í Reynisfjöru í Mýrdal þar sem hún stendur enn neðan við bæinn Garða. Þarna var líka gríðar langur vagn eða eiginlega grind sem var hengd aftan í ýtuna, vagninn gekk undir nafninu "Langavitleysa". Aftast á vagninum var klof sem hægt var að festa bát í og utan á vagninn voru hengd stór flotholt. Vagnin er ekki lengur þarna en ég held að hann sé einhverstaðar til.

Þegar verið var að sjósetja bátana var ýtan notuð til að bakka vagninum út í sjó, báturinn losaður og bakkaði síðan út úr klofinu og sigldi á braut. Þegar komið var aftur að landi bakkaði ýtan vagninum aftur út í sjó og báturinn sigldi inn í klofið og var festur og ýtan dró síðan vagninn aftur upp í fjöru.

Ég fór sjálfur nokkrum sinnum með kunningja mínum út á sjó með þessari aðferð einhver tímann í uppúr 1980.

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Fara aftur á Önnur forntæki

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron