Vegagerðin

Sérhæfðara spjall um ýmiskonar forntæki, landbúnaðrtæki, vinnuvélar og fl. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Pósturaf ztebbsterinn » 16 Jún 2006, 19:55

Georg Theodórsson skrifaði:
Einfari skrifaði:Sennilega er þetta blásarinn sem Siggi í Sandsölunni keypti af sölunefndinni. Sennilega einhvertíman upp úr 1990. Hann lagaði blásarann og fór svo með hann vestur á firði og var að blása þar einn vetur, þá var þetta eina tækið sem réð almennilega við allt.


Það mun rétt vera. Mér skilst að það hafi ekki snjóað neitt af viti þar síðan.


Rétt er það, hefur ekki snjóað hér síðan "97/"98
DeLorean "81
MB 300D "77
Swift Cabrio "92
~~~~~~~~~~
Stefán Örn
Notandamynd
ztebbsterinn
Veit mikið
 
Póstar: 776
Skráður: 19 Jan 2006, 22:58
Staðsetning: Ísafjörður

Pósturaf fostri » 20 Sep 2006, 00:06

Það er einn svona í notkun hjá Ingileifi á Svínavatni. SVAKALEGT tæki. Kæmi mér ekkert á óvart þó að það væri 12 cyl Detroit sem knýr blásarann því hávaðinn í þessu er mikill. Hef séð hann blása snjó uppá Laugarvatni og hann er ekki í vandræðum með það. Það eru þvílíkt margir liðir og drifsköft sem liggja frá blásaramótornum fram í blásara.
Yfir og út.
Notandamynd
fostri
Þátttakandi
 
Póstar: 17
Skráður: 09 Nóv 2005, 12:52

Pósturaf Rúnar Magnússon » 07 Júl 2010, 00:41

Það eru 8 cyl detroit mótorar sem knýja þessa blásara.......þessir mótorar voru í slökkvibílum sem voru uppi á velli.
Einn slökkvibíll var með tvo mótora og með alison sjálskiptingar við.....þessir bílar eyddu um 500 lítrum á hundraðið ef báðir mótorarnir voru notaðir.
Þess ber að geta að mótorarnir sem fóru upp að Svínavatni voru úr bíl sem frændi minn fékk aðalega út af vatnsdælunum....í þeim voru tvær dælur ein stór sem notuð var til að vökva kartöflugarð og sú minni til að dæla vatni úr skurði og upp í haughús til að þynna kúamýkjuna.
Svo auðvitað nýtust dekkin til dæmis undir haugtank sem frændi smíðaði ca 8000 lítrar að stærð eða þ.e.a.s tvö af 8 stk sem voru undir þessum bílum.
Þess má geta að aðein ca 2-4 árum áður en þessum bílum var lagt voru þeir sendir til USA til uppgerðar og að ég held með fraktflugvél......
Rúnar Magnússon
Alltaf hér
 
Póstar: 153
Skráður: 23 Ágú 2009, 09:35
Staðsetning: Mest á klakanum og mikið á ferðinni

Fyrri

Fara aftur á Önnur forntæki

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron