Gamli Scout.

Sérhæfðara spjall um jeppa, Land Rover, Willys og fl. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Gamli Scout.

Pósturaf Siggi Royal » 12 Apr 2008, 22:08

Er einhver að gera upp Scout 800
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Re: Gamli Scout.

Pósturaf Börkur Bó » 30 Okt 2008, 17:09

Mynd
ég á bara einn svona, hann er í mjöög hægri uppgerð f. norðan..
-Massey Ferguson 35 ´59
-Lada Sport 1986
- M.Benz 309 ´89
-Renault Megane 2005
- Nissan Terrano 1991
Notandamynd
Börkur Bó
Alltaf hér
 
Póstar: 118
Skráður: 20 Jan 2008, 23:28
Staðsetning: borg óttans

V467

Pósturaf Þórður Helgason » 26 Des 2010, 20:47

Ég var einmitt að rifja upp góðar stundír á mínum 800 Scout.

Sjá hér innlegg neðarlega á síðu 2.

http://spjall.ba.is/index.php?topic=1238.15

Þórður
Þórður Helgason
Byrjandi
 
Póstar: 7
Skráður: 11 Feb 2009, 21:31
Staðsetning: Akureyri

Re: V467

Pósturaf Börkur Bó » 27 Des 2010, 12:40

Þórður Helgason skrifaði:Ég var einmitt að rifja upp góðar stundír á mínum 800 Scout.

Sjá hér innlegg neðarlega á síðu 2.

http://spjall.ba.is/index.php?topic=1238.15

Þórður

Vá þetta hefur verið flottur bíll hjá þér Þórður !

Minn bíll fór nýr á bóndabæ nálægt Kópaskeri og var hjá eiganda sínum allt til þess að númerin voru lögð inn og bíllinn afskráður. Þetta myndi hafa verið kringum 1995... Hann er með 4cyl vélinni, svokölluð hálfátta, var þessi vél kölluð. Hann stóð svo inni hlöðu í 9 ár hjá bónda þessum. Það skrýtna er að bíllinn var ekki afskráður vegna bilunar, hann er þvert á móti í ótrúlega góðu lagi, nema boddý ryð er orðið talsvert núna. Bíllinn er ekinn 67 þús km og kram er í nánast fullkomnu lagi, ekki til slit í einu eða neinu, ég keyri hann um landareignina mörgum sinnum á ári, en bíllinn er í Mývatnssveit, þar sem ég er uppalinn, þótt ég búi í Rvk.
Ég er því annar eigandi þessa bíls, þótt ótrúlegt sé. Hef ekki hugsað mér að setja hann á númer aftur, frekar að halda honum við og njóta þess að eiga alvöru jeppa !!
-Massey Ferguson 35 ´59
-Lada Sport 1986
- M.Benz 309 ´89
-Renault Megane 2005
- Nissan Terrano 1991
Notandamynd
Börkur Bó
Alltaf hér
 
Póstar: 118
Skráður: 20 Jan 2008, 23:28
Staðsetning: borg óttans

Pósturaf Offari » 26 Júl 2011, 18:00

Var að fá mér einn Skout 800 "67. Bílinn var með númerið H 39 og ekki afskráður. Það vantar reyndar vél og kassi í bílinn hjá mér en ég á einhverja Nissan picupa með góðu gangverki og ég reikna með að nota gangverk úr svoleiðis bíl. Bíllinn er hinsvegar nánast riðlaus og ég er þriðji eigandi af bílnum en bíllin hefur einungis verið á númerum hjá fyrsta eiganda.
Starri Hjartarson.

Á of marga bíla til að hægt sé að hafa þá alla í undirskriftini.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík


Fara aftur á Fornjeppar

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron