Dodge Carryall Gríms á Björgum

Sérhæfðara spjall um jeppa, Land Rover, Willys og fl. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Dodge Carryall Gríms á Björgum

Pósturaf Hinrik_WD » 16 Sep 2011, 23:30

Sælir félagar,

Mér hefur með hjálp eins félaga okkar hér, áskotnast fágætur upprunalegur Dodge WC-26 1/2 ton Carryall trukkur sem að Grímur á Björgum fyrir norðan átti. Hann mun hafa fengið bílinn í gegnum Ingólf á felli í kringum 1958 og notað hann í ca. 10 ár, eða þangað til að hann var afskráður og dæmdur ónýtur. Hann mun hafa staðið á Björgum, sem er við sjó í um 10 ár en þá mun Ingólfur hafa fengið bílinn í safnið á Felli. Samkvæmt Sverrir á Ystafelli þá var það leitt að ekki skildi hafa verið náð í bílinn fyrr enda er hann mikið ryðgaður núna.

Ef einhver hérna á gamlar myndir af bílnum eða skemmtilega sögur að segja, þá endilega lát heyra.

Halldór í Birgisholti fékk bílinn fyrir um 20-25 árum síðan í skiptum fyrir gamlan Landrover sem núna er uppgerður á Ystafelli. Carryall inn var geymdur lengi í skemmu í Aðaldal. Hérna er hann í skemmunni:

Mynd

Mynd
Síðast breytt af Hinrik_WD þann 18 Sep 2011, 11:25, breytt samtals 1 sinni.
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 16 Sep 2011, 23:35

Carryall inn dreginn út með Zetor og gerður klár til að setja á bíll Krisjáns í BG fluttningum sem er áhugamaður um fornbíla.

Mynd

Kristján að gera kláran Ford 450 bílinn:

Mynd

Mynd
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 16 Sep 2011, 23:41

Halldór í birkisholti kveður bílinn að sinn:

Mynd

Mynd

Krisján sagði í fyrstu að honum hafi ekki litist allt of vel á trukkinn enda talsvert ryðgaður en hann sagði að því meira sem að hann skoðaði hann, því meira varð hann hrifinn af honum og sagði að all margir ökumenn hefðu keyrt upp að hliðinni á sér og dólað í smá tíma að skoða hann :)
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 17 Sep 2011, 00:07

Talsverðar breytingar að Íslenskum sið. Bætt við miðstöð, stýri af forláta Ford og gírstangar hnappur sem er uppunalega af Royal Enfield mótorhjóli :)

Mynd

Mynd

Mynd
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 17 Sep 2011, 00:44

Búið var að skifta út öllum upprunalegu sætunum og undir bílstjórasætinu þar sem á að vera málmkassi, er nú komin trékassi.

Mynd

Um leið og að til stóð að ég gæti fengið þennan bíl, þá sendi ég email á félaga minn á www.g503.com sem á svona bíl. Hann sendi mér geisladisk með um 500 myndum sem sýna ýmisleg smáatriði. Svona á þetta að vera upprunalega:

Mynd
Síðast breytt af Hinrik_WD þann 30 Sep 2011, 19:09, breytt samtals 1 sinni.
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 17 Sep 2011, 01:37

Grímsi Carryall komin á nýtt heimil. Plássið farið að verð af skornum skammti en ég og Tómas erum að vinna í lausn á því.

Mynd

Upprunalega er 1/2 ton Carryall með fiber og canvas top sem var ekki svo sniðugt fyrir Íslenskar aðstæður og hérna heima jafmt sem erlendis þá var þessu oft lokað með að sjóða málm lok yfir. Á "Grímsa" hefur þetta bara verið skrúfað á sem þýðir að auðveldara verður að laga það í upprunalegt horf.

Mynd

Upplýsingar um þetta má finna hérna hjá Gordon kunningja mínum í Englandi:

http://www.gwim2.pwp.blueyonder.co.uk/carryal3.htm
Síðast breytt af Hinrik_WD þann 30 Sep 2011, 19:10, breytt samtals 2 sinnum.
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 17 Sep 2011, 01:55

Anton í Bílaklúbb Akureyrar hafði minnst á leyfar af Carryall bíl í Bárðardal. Ég fór þangað 2009 og tók þá þessa mynd sem sýndir miðjusætið, enn í góðu standi inn í boddy skelinni niðri á túni á bænum Arndísarstöðum. Boddíð sjálft er eiginlega orðið of ryðgað til að laga það en það eru parta þar sem nota má í þetta verkefni og Ragnar bóndi samþykkti í gær að ég mætti taka það sem að ég gæti notað til að gera þennan Carryall upp.

Mynd

Grindin úr Arndísarstaðar bílnum var fyrir löngu breytt í heyvagn. En það er sorglegt því að mig grunar að þetta sé WC-17 sem að var aðeins smíðaður í 274 eintökum. Sá bíll er með mælaborð með gömlu ferköntuðu mælunum.

Mynd

Mynd

Mynd
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 17 Sep 2011, 02:02

Á "Grímsa" er búið að skera úr innfellinguna fyrir varadekkið og sjóða í slétta plötu og varadekksfestinginn löngu týnd. Á Arndísarstaðar bílnum er þetta enn til staðar:

Mynd

Mynd

Mynd

Stór hraðamælir og ferkantaðir mælar:

Mynd
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 17 Sep 2011, 02:47

Þar sem að grindin er farin Arndísarstaðar-bílnum þá er varla hægt að kalla það bíl lengur. Svo best sem ég veit þá eru bara 3 upprunalegir 1/2 ton carryall trukkar eftir, sá heilegasti af sjálfsögðu gamli bíllinn hans Ingólfs á Ystafelli:

Mynd

Svo er það þessi sem ég var að fá og svo er einn sem er á beit í Eyjafjarðarsveit, en hann er alls ekki til sölu. Hann er líka með sjaldgæfari ferköntuðu mælunum.

Mynd

Mynd

Mynd

Eru bara 3 eftir með original boddý? Veit einhver um annan? Ég fann einn á Suðurlandi en sá hafði verið lengdur, annar mótor settur í og "´Super" rútu boddí smíðað yfir, langt fram um þau 500kg sem grindin var hönnuð til að bera og grind ónýtt af ryði....RIP
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 17 Sep 2011, 03:08

Ragnar á Arndísarstöðum tók vel á móti mér þó svo að komið væri fjós.Þegar að ég spurði hann um afganginn af bílnum þá sagði hann að það væri upp á heiði og til að keyra þangað dugði ekki Rav4 jepplings krílið mitt. En ég var nú í sveit einu sinni og kunni á Case traktor og lánaði Ragnar mér Caseinn sinn til að kíkja upp á heiði hjá þeim og var það bara mjög gaman að skrölta upp á fjall í traktor og upprifja gamlar minningar úr sveitinni í Fljótshlíðinni í den.

Upp á heið var smá dótarí sem að Hringrásar "Gestapo" hafði yfirsést:

Mynd

Og leyfar úr Carryallinum:

Mynd

Takið eftir því að upprunalegu Carryall ljósin eru með lítil stöðuljós fest við aðalljósið, 45° niðurá við. Kannski að hægt sé að bjarga ljósinu á brettinu, en hitt var laust, fast í grasi og sundur ryðgað. Ef einhver veit um svona ljós, þá væri ábending vel þegin.

Mynd
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 17 Sep 2011, 03:19

Þarna í dótinu fann ég upprunalega bílstjórasætið, og gerði það ævintýraferðina í traktornum upp heiðinna (í augum sumra fjall) vel þess virði, en ég gat sammkvæmt ráði Ragnars ekki farið alla leið og þurfti að labba smá spöl, þannig að ég tók á ráð að nota aðfarir kvenna sem ég hef séð til í Afríku og bera sætið niður hlíðina á hausnum þangað til að ég náði aftur í Case traktorinn :)

Upprunalegt bílsjóra og miðju sæti, en þessi sætagerð var bara notuð í Carryall, ekki aðra Dodge WC bíla:

Mynd
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Offari » 17 Sep 2011, 08:37

Flott að sjá. Það gæti verið að ég ætti 15-20 ára gamlar myndir af þessum bílum. Það gæti verið að til væru leifar af carry all eða picup á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði en sá bíll var með íslensku húsi svo óljóst hvort það var.
Starri Hjartarson.

Á of marga bíla til að hægt sé að hafa þá alla í undirskriftini.
Offari
Alltaf hér
 
Póstar: 300
Skráður: 29 Júl 2008, 10:57
Staðsetning: Breiðdalsvík

Til Hamingju með þetta.

Pósturaf Gaui » 17 Sep 2011, 09:42

Þetta er verðugt verkefni fyrir þig, gott að hafa eitthvað að gera :D

Gaman væri nú að vita hvað eru mörg verkefni í gangi hjá þér?
Og allt svona griðarlega vel unnið, átt þú lengri sólarhringa en við hin?

Án gríns, gott að þetta er komið í þínar hendur, gangi þér vel.
Gaui
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf Ramcharger » 17 Sep 2011, 11:05

Það verður virkilega gaman að fylgjast með
uppgerðinni á þessum eðal Dodge :D
Kv.
Andrés G.


"70 Nova R.I.P M-3237
"72 Celica R.I.P R-14833
"74 Ramcharger R.I.P G-24555
"78 Olds Delta R.I.P R-29941
Notandamynd
Ramcharger
Alltaf hér
 
Póstar: 232
Skráður: 01 Mar 2010, 20:17
Staðsetning: Borg óttans

Re: Til Hamingju með þetta.

Pósturaf Hinrik_WD » 17 Sep 2011, 11:46

Gaui skrifaði:Þetta er verðugt verkefni fyrir þig, gott að hafa eitthvað að gera :D

Gaman væri nú að vita hvað eru mörg verkefni í gangi hjá þér?
Og allt svona griðarlega vel unnið, átt þú lengri sólarhringa en við hin?

Án gríns, gott að þetta er komið í þínar hendur, gangi þér vel.
Gaui


Takk fyrir það. Ég vinn erlendis í 3 vikur og fæ síðan 3 vikur í frí þannig að ég hef mikin tíma þegar að ég er heima til að dunda í þessu. Verkefnin eru orðin ansi mörg en ég er með félaga minn lausráðinn í vinnu til að aðstoða mig í þessu. Ég hugsa að ég byrji ekki á þessum fyrr en Halftrack og GPW verði tilbúnir.

Markmið mitt er ekki að eignast allt svona dót í landinu heldur að reyna að varðveita sem mest af þessu og koma sem flestum herjeppum í uppgerð þannig að einn daginn gétum við haldið mót eins og tíðkast erlendis þar sem að herjeppa menn hittast og hafa gaman af. Ég er hugsanlega að fá aðra grind af GPW Ford herjeppa og á fyrir auka skúffu, hásingar, gírkassa, vél ofl og er þá komið saman verkefni fyrir áhugasaman félaga fyrir austan.
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Næstu

Fara aftur á Fornjeppar

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron