Dodge Carryall Gríms á Björgum

Sérhæfðara spjall um jeppa, Land Rover, Willys og fl. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Pósturaf Hinrik_WD » 20 Sep 2011, 23:26

Tómas á eina Ben Hur kerru í original standi. En það voru nokkrar gerðir af þeim:

http://en.wikipedia.org/wiki/Ben_Hur_trailer

Ég setti auglýsingu í Bændablaðið að óska eftir Willys og Vípon pörtum og fékk svör við því. þar á meðal frá manni sem heitir Óskar fyrir austan sem ég þvií er búin að týna númerinu hjá sem var með Ben Hur kerru.

Þetta Vípon grams fékk ég á hjá Eyjólfi á Pétursey við Vík:

Mynd

Afturhásing, 2 gírkassar, 1 millikassi, kúplingshús, Zenith 29 blöndungur, fjaðrir ofl ofl. Þegar að ég spurði Eyjólf um verð, þá sagði hann að ég mætti bara eiga þetta, en að hann vildi samt hafa það sem skilyrði að hann fengi einn daginn að keyra Die Hard Halftrackinn minn, sem að var sjálfsagt mál :)

Eyjólfur við gamlan bragga af vellinum sem var lengi vel samkomuhús fyrir austan:

Mynd

Að baka til við Vípon grams:

Mynd

Og inn í "samkomustaðum" gamla:

Mynd
Síðast breytt af Hinrik_WD þann 30 Sep 2011, 19:19, breytt samtals 1 sinni.
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Björgvin Ólafsson » 21 Sep 2011, 01:35

Hinrik_WD skrifaði:Tómas á eina Ben Hur kerru í original standi. En það voru nokkrar gerðir af þeim:

http://en.wikipedia.org/wiki/Ben_Hur_trailer

Ég setti auglýsingu í Bændablaðið að óska eftir Willys og Vípon pörtum og fékk svör við því. þar á meðal frá manni sem heitir Óskar fyrir austan sem ég þvií er búin að týna númerinu hjá sem var með Ben Hur kerru.


Er það ekki Óskar Benediktsson í Beinárgerði?

kv
Björgvin
Notandamynd
Björgvin Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 340
Skráður: 02 Apr 2004, 09:33
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Ramcharger » 21 Sep 2011, 06:17

Nú langar mig að forvitnast.
Hvaða týpa af gírkössum voru í
þessum gömlu Dodge trukkum?

Ég átt Dodge Ram "74
og hann var með 3ja gíra
New Process með einum
xtra lágum.

Svona að sjá á myndinni
þá líta þessir kassar eins út.
Kv.
Andrés G.


"70 Nova R.I.P M-3237
"72 Celica R.I.P R-14833
"74 Ramcharger R.I.P G-24555
"78 Olds Delta R.I.P R-29941
Notandamynd
Ramcharger
Alltaf hér
 
Póstar: 232
Skráður: 01 Mar 2010, 20:17
Staðsetning: Borg óttans

Pósturaf Siggi Royal » 21 Sep 2011, 08:46

Varðandi fremmri Karíólinn myndinni hér á undan, myndi ég halda að þetta sé yfirbyggður "Comand". Ég man eftir því að sumir byggðu yfir þá hús, sem fylgdu blæju forminu og fór beint á skúffuna og var þá hallandi afturrúða og örlítið skott, einsog á orginal skúffunni. Í Ystafelli var svona yfirbyggður offiséravípon, einsog þeir voru kallaðir. Mjög heill bíll. Hann fór til Reykjavíkur. Fyrir einhverjum árum sá ég hann standa fyrir utan bílskúr í götu við Laugarnesskólann. Fyrsti bíll föður míns var svona offíséravípon, sem hann keypti árið 1949 og kostaði heilar 14000 þús. Hann var með fallegu eikar fulningahúsi. Byggt beint á skúffuna.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Gaui » 21 Sep 2011, 11:09

Hinrik_WD skrifaði:
Þorkell skrifaði:Hérna er ein gömul.
Mynd


Fremri bíllinn er 1/2 ton WC, hugsanlega pick up sem búið er að smíða Íslenskt hús yfir. Aftari bíllinn er 1/2 WC Carryall, en búið er að færa staðsetninguna á varadekkinu. Báðar kerrurnar eru standard herjeppa kerrur annað hvort Willys Overland "MBT" eða af American Bantam car co."T3-C"
Mér hefur alltaf fundist þessir bílar einna flottast teiknaðir (ef þeir voru þá teiknaðir) af þessum WW2 herbílum, eitthvað virkilega "sjarmerandi" við línurnar.
Svo ég haldi nú áfram með þetta, það eru ekki margir svona stærri bílar sem þola það að vera einlitir, og það jafnvel í ljósum lit, og halda "sjarmanum" sbr. Bíllinn frá Ingólfi heitnum.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf Helgi » 21 Sep 2011, 15:25

Hinrik_WD skrifaði:
Hinrik_WD skrifaði:
Þorkell skrifaði:Hérna er ein gömul.
Mynd


Fremri bíllinn er 1/2 ton WC, hugsanlega pick up sem búið er að smíða Íslenskt hús yfir. Aftari bíllinn er 1/2 WC Carryall, en búið er að færa staðsetninguna á varadekkinu. Báðar kerrurnar eru standard herjeppa kerrur annað hvort Willys Overland "MBT" eða af American Bantam car co."T3-C"


Það er að segja ef þessi mynd er ekki speygluð............


Á þá væntanlega að vera svona
Mynd
Helgi Biering.

Fiat X1/9 Bertone '80
Notandamynd
Helgi
Alltaf hér
 
Póstar: 126
Skráður: 12 Jún 2008, 22:50
Staðsetning: Keflavík

Pósturaf Z-414 » 21 Sep 2011, 19:42

Mér finnst alltaf skemmtilegt hvernig menn íslenskuðu nöfnin á þessum bílum.
Dodge "Carry-all" > "Karríól"
Dodge "Weapons Carrier" > "Vípon"

Eyvi í Pétursey er mikill öðlingur. Víponinn í Pétursey var notaður sem skólabíll í Mýrdalnum þegar ég var strákur, hann kom með krakkanna úr vestari hluta Mýrdals austur að Ketilstaðaskóla en við sem komum austan megin frá vorum keyrð í "ruslatunnu" rússa.
Einar Steinsson

Ford Taunus 1.6 GL '76
Fahr D17N '54
http://ulfur.net
http://vestfjardaleid.123.is

Bý í Austurríki síðan 2006
Notandamynd
Z-414
Alltaf hér
 
Póstar: 240
Skráður: 28 Mar 2010, 18:26
Staðsetning: Austurríki

Pósturaf Hinrik_WD » 21 Sep 2011, 20:27

Ramcharger skrifaði:Nú langar mig að forvitnast.
Hvaða týpa af gírkössum voru í
þessum gömlu Dodge trukkum?

Ég átt Dodge Ram "74
og hann var með 3ja gíra
New Process með einum
xtra lágum.

Svona að sjá á myndinni
þá líta þessir kassar eins út.


Ég held að gírkassarnir hafi verið eins á 1/2 ton og 3/4 ton bílunum. Þarf að lesa mér betur til um þetta.
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 21 Sep 2011, 20:32

Hérna kemur merkilegt skjal frá Friðþóri Eydal, list yfir alla bíla sem að Ameríski herinn hafði á Íslandi, 1943. Fremri talan er max leyfilegur fjöldi, en aftari talan var magnið sem að þeir höfðu. Til dæmis 42 stk af Carryall. Kom mér líka á óvart að sjá að þeir vorum með 12 Ford GPA vatnajeppa, en leyfar af einum svoleiðið á að vera grafið í jörðu einhver staðar í Borgarfyrði.


Mynd
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 21 Sep 2011, 20:44

Íslenska ríkið keyfti 974 bíla af hernum af þeim ca 4000 sem voru í landinu. Restin var send aftur til USA eða til Bretlands.

Mynd

Gaman af þessu skjali sem var tilboð frá E. Vilhjálmsson að selja bílana fyrir þá og sölulaunin voru 100 kr per bíl. E.V. og Ræsir virðast samkvæmt þessu skjölum hafa verið söluaðili fyrir þessa bíla.

Mynd
Síðast breytt af Hinrik_WD þann 22 Sep 2011, 00:40, breytt samtals 1 sinni.
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 21 Sep 2011, 21:00

Hérna sést að Póstur og sími kaupir 1/2 ton Carryal raðnúmer 8655475 á 17.500kr Davíð Þorsteinsson kaupir Ford jeep á 7000kr.

Mynd

Mynd
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Gaui » 21 Sep 2011, 22:04

Hinrik_WD skrifaði:Hérna kemur merkilegt skjal frá Friðþóri Eydal, list yfir alla bíla sem að Ameríski herinn hafði á Íslandi, 1943. Fremri talan er max leyfilegur fjöldi, en aftari talan var magnið sem að þeir höfðu. Til dæmis 42 stk af Carryall. Kom mér líka á óvart að sjá að þeir vorum með 12 Ford GPA vatnajeppa, en leyfar af einum svoleiðið á að vera grafið í jörðu einhver staðar í Borgarfyrði.


Mynd
Ja hérna, ég segi nú bara "allann andskotann kemst þú yfir".
Ég held að leyndamálið sé leyst
Hinrik er ekki einn maður, þetta er nafn á stofnun, sem sérhæfir sig í að safna menningarverðmætum frá þeim tíma sem flesti virðast vilja gleyma og má yfir.
Guðjón Guðvarðarson.
Langar að vita meira.
Gaui
Veit mikið
 
Póstar: 579
Skráður: 11 Maí 2006, 23:01

Pósturaf Siggi Royal » 22 Sep 2011, 14:10

Sæll Hinrik. Á spjallinu "Bílaleit", er þráður, sem heitir Dodge Carry all, þar er sagan um Grím og Karíólinn.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Hinrik_WD » 22 Sep 2011, 14:41

Gaui: takk fyrir þetta hrós. Ég er ekki nema 39 ára en er samt búin að safna minjum tengdum hernámsárunum í ca. 20 ár. Í stykkjum talið á ég sennilega mest af ljósmyndum, eða ca. 3000 myndir, allt frá Íslandi 1940-1945, mest allt áður óbirt og 95% fengið erlendis frá með ærinum kostnaði, en það hleypur á tugum milljóna sem ég er búin að setja í þetta safn mitt.

Siggi: Ég birti hérna söguna sem þú skrifaðir undir bílaleit:

Nú gladdist mitt gamla hjarta að sjá þennan bíl uppistandandi. Ég var tólf ár í sveit á sumrum í Fnjóskadal og þekkti til þessa Karíóls vel. Eigandi hans var Grímur Sigurbjörnsson, lengi heimilisfastur að Björgum í Köldukinn og fylgdust þeir að, jafnvel um áratuga skeið Grímur og Karíólinn, en Grímur kvæntist ekki, en var velliðinn og allstaðar velkominn í sveitum Suður Þingeyjarsýslu og víðar. Karíólinn fylgdi honum ávallt. Eina sögu heyrði ég af samskiptum þeirra Gríms og Karíólsins. Haust eitt, seint, urðu menn í Köldukinn þess varir, þó fannfergi væri mikið, að aldrei sást til ferða Gríms og Karíólsins.

Voru þeir fóstbræður þó ekki vanir að láta slíkar smá fyrirstöður hefta sig ef menn og bíll áttu erindi af bæ. Fóru nú nokkrir valinkunnir menn þar i sveit heim að Björgum, til hyggja að Grími og Karíólnum. Hittu þeir Grím og spurðu hverju þetta ferðaleysi þeirra sætti, en Karíólinn stóð þögull á hlaðinu. En menn höfðu orð á því, að hann væri orðinn undarlegur til fótanna. Spurðu þeir Grím hverju sætti, að hann kæmi ekki lengur á bæi. Kom þá svarið. Það er kominn einhver ókind í þann gamla eða lurða.

Ef ég set hann í framdrifið, til að kljúfa skaflana, þá byrjar hann að engjast eins og yxna belja og gírkassinn ætlar uppúr gólfinu. En þegar hann kemst í snjóinn, þá verður allt hálfu verra, því þá skautar hann framhjólunum og stýrið hættir að virka og við lendum ofan í skurð og ég verð að sækja traktorinn til að ná honum á þurrt.

Fór nú ýmsum að gruna margt, sem þóttust hafa bílavit og fóru út að hyggja að Karíólnum. Kom þá hið sanna ljós. Grími hafði, snemmsumars, áskotnast tvö forláta óslitin torfærudekk á military skrúfuðum Wípon felgum. Setti hann dekkin undir að aftan. Kom þá ljós að afturhjólin voru 900x16, en framhjólin 750x16. Var þetta snarlega leiðrétt og urðu ferðalög þeirra félaga snurðrulaus eftir það
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf Hinrik_WD » 22 Sep 2011, 15:07

Ég kom við hjá Jaap félaga mínum í Belgíu um daginn og verslaði af honum smá NOS Dodge parta grams. Allt í óopnuðum kössum. Takið eftir bensínlokinu á Carryall inn, eins og nýtt:

Mynd

Mynd

Mynd

Einnig átti hann til framgluggan sem var upprunalega opnanlegur á þessum bílum, en svo viriðst sem að það hentaði ekki vel fyrir Íslenskar aðstæður því að búið er að breyta þessu á öllum Carryall bílum sem ég hef séð hérna heima. Þessi gluggi er úr Power wagon en er alveg eins, þarf að hnoða á 2 festingar og bæta við læsi stykkinu að neðan þá er hann eins og herútfærslan:

Mynd
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

FyrriNæstu

Fara aftur á Fornjeppar

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 2 gestir

cron