Síða 4 af 5

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 06 Nóv 2013, 00:46
af hallif
kveikja 12 des 41

Mynd

hljóðkútsfestingar og blöndungs-topp-horn
Mynd

rafall des 1941

Mynd

svona likill var í verkfæratöskunum með þeim

Mynd

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 26 Jan 2014, 22:58
af hallif
Aftur öxlar með "Scalloped"endum, það er ekki gott að finna svona öxla en einn vinur minn hann Völundur Jóhannesson skipti við mig á einum löngum og varna plötu sem hann setur undir hjá sér, en þann stutta átti ég úr MB jeppa sem ég kalla Osvald.
Völundur átti tvö sett að þessum öxlum því getur hann sett annað í sinn jeppa og rétta varnaplötu því ég var komin með eina auka.

Mynd

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 27 Jan 2014, 01:15
af Hinrik_WD
Flott að þetta gékk loksins upp :)

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 23 Feb 2014, 21:25
af hallif
Það er mynd af G365 er hér fyrr í þræðinum og var mér sendar þessar upplýsingar frá Jakobi Jónssyni Akranesi
Þessi jeppi var í eigu Gests Andréssonar á Hálsi í Kjós. Í Desember árið 1947 var hann ásamt konu sinni á heimleið og stytti sér leið yfir Meðalfellsvatn, sem var á ís. Ísinn brast undan jeppanum og fórust þau bæði.
Húsið á jeppanum er talið smíðað af hermönnum,kannski dæmigert hermanna hús, hróflað upp án þekkingar eða aðstöðu.
Og hvað varð um bílinn eftir slysið á Meðalfellsvatni, veit Jakob ekki.

Mynd

Hér er mynd af X92 sem ég á eftir að fá upplýsingar um, en hann er með mjög svipuðu húsi og var á 105232 þegar ég eignaðist hann

Mynd

Mynd

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 23 Feb 2014, 22:42
af Hinrik_WD
Hallfreður, áttu brettinn til af 105232? Ættu að vera augljós göt eftir þessi stóru ljós á brettunum?

Kv

Hinrik

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 24 Feb 2014, 14:15
af hallif
Hinrik_WD skrifaði:Hallfreður, áttu brettinn til af 105232? Ættu að vera augljós göt eftir þessi stóru ljós á brettunum?

Kv

Hinrik


Nei Hinrik það voru komin Íslensk bretti á hann því miður,svo held ég að þetta sé ekki sama bifreið, samt svolítið sérstakt að það séu svona svipuð hús á þeim og báðir slat grill.

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 13 Apr 2014, 23:47
af hallif
Smá að gerast,vél komin í sundur þannig að hún liggur ekki fyrir meiri skemmdum,
og lítur þetta nokkuð vel út ,það hefur verið búið að slífa sílendra og það eru std stimplar og þetta hefur verið nýlega gert þegar henni hefur verið lagt.
þannig að ég tel mig ekki þurfa nema að skipta um ventlastýringar og ventla spurning með sætin sýnist þau sleppa.
Einn vankantur á þessu að það hefur verið notaður GPW sveifarás og knastás þegar hún var gerð upp,en ef ég vil endilega nota MB þá á ég aðra sem var búið að renna sveifarás í ,þarf að opna hana og skoða, þar voru sílendrar ekki góðir því hún var höfð heddlaus síðan 1972 en inni.

Mynd
þessi brúni litur í legunum er ekki slit heldur riðlitaður raki sem ég gat strokið í burtu og mældi þær óslitnar
Mynd
strauk með hónara yfir sílendra og eru þeir góðir
Mynd

Mynd
Komin varnar feiti á sveifarás
Mynd
Greynilega slífuð upp
Mynd

Ef þið eru að pæla í þessu salat staukum þarna á borðinu þá er þetta sorterað í þá því þetta fer nú ekki saman alveg á næstuni

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 20 Apr 2014, 19:46
af hallif
Nú er hin vélin komin í sundur af mestu, eftir að taka úr henni ventla og knastás það eru nokkrir ventlar fastir og ætla gefa þeim tíma til að losna.Þetta er vélin sem var í 105232 og hafði ég ekki trú á því að ég mundi nota hana vegna þess að silentrar í henni voru ekki fallegir við að standa opnir í um 30 ár, en svo kemur annað í ljós þegar ég hónaði.

ekki fallegt
Mynd

en hrein að innan
Mynd
Mynd

búið að hóna og lítur vel út örlítil brún í silenter fjögur ekki til að hafa áhyggjur af

Mynd
Mynd

silentrar mældir, slit er sáralítið 0,002"
Mynd

nú er bara vita hvað býðst í hringum ,gott ef maður getur fengið yfirstærð af hringum þá getur maður slípað þá til og fengið bilið í 0.008 til 0.013

Mynd

stimplar hafa verið góðir en það er höfuðverkur að ná hringunum úr án þess að skemma stimplana ,þigg góð ráð til þess!
Mynd
þessi var með nokkuð lausa hringi og er góður og óslitinn

Mynd
ásinn er nokkuð góður spurnig hvort ég læt renna, hann er hö 0.20 st 0.30 þannig að hægt er að renna hann meira
Mynd
Mynd

framleiðslu dagsetnig er svolítið óskýr með mánuðinn, 2 29 42 ef það hefur verið hlaupár ? annars á þetta að vera 12 29 42?, sem passar kannski betur við framleiðslu númerið sem er nokkuð hátt MB 213030

Mynd
Mynd
Mynd

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 21 Apr 2014, 15:18
af hallif
framleiðslu dags betri mynd, líklegast er þetta 12-29-42


Mynd

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 13 Sep 2014, 00:34
af hallif
Hér hefur heldur lítið gerst undanfarið,
það er samt skemmtilegt að segja frá því að mér hfur tekist að eignast 4 styki af "Solid" lokaðar felgur, 16 x 4,5 tommur eins og voru á MB slat grill,
einn þeirra var undan 105232 og önnur kemur undan MB jeppa sem ég á og kalla Osvald raðnúmerið á honum er glatað,
en svo kemur sú þriðja frá Jóni Þorsteins sem er nokkuð vel að sér um fornbíla og þakka ég honum fyrir,
sú fjórða kemur frá stór snillingnum Víði Sigbjörnssyni og er undan fyrsta bílnum sem hann eignaðist willys sem við eigum eftir að greina betur er allavega á fljótandi aftur hásingu og þakka honum ,
og þá vantar bara einna í viðbót,en þessar fara núna í sandblástur. Stefnir í það að ég þurfi ekki að flytjainn felgur eins og Hinrik var að tala um [4

Mynd

Svo geta menn séð hér hvaða númer á að fara á hann, þessi gamla plata kemu frá Hallbirni á Finnstöðum vildi hann að ég fengi hana þegar hann vissi að ég var búinn að festa U7 fyrir 105232,hægt að smiða eftir henni. Ætli sé hægt að láta emelera plötur í dag?

Mynd

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 13 Sep 2014, 02:34
af Hinrik_WD
Sæll,

Facebook er svo leiðinlegt með að maður finnur aldrei aftur sniðugar umræður. Betra að
setja inn hérna.

Held að klúbburinn gét reddað gömlum plötum.

Kv

Hinrik

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 10 Okt 2014, 22:43
af hallif
Við hjónin fóru góða ferð á norðurlandið farið og skoðað safnið í Stóragerði í Skagafirði og svo var farið til Björns Sverrissonar á Sauðarkróki og þar fékk ég nokkra góða hluti til dæmis bensínbrúsa sem er eins og ég hafði fengið áður framleiddur 1941 og er hann tinhúðaður eins og hinn,og hann verður notaður á GPW 47624, svo mjög saldgæfan stút fyrir brúsa ,
GPW hraðamælir, flauta með lúðri,afturljós,parkljós framan. Þakka Birni fyrir þetta.

Sunnudaginn var farið í Ystafell og þar er paradís á jörð fyrir bílaáhugamaninn,þar var komið kl 11 og farið er klukkan var farin að ganga fimm, þolimæðin hjá konunni verður að teljast góð, en er klukkan var að ganga fögur kom Sverrir að máli við mig og sagði að konan og önnur kona sem beið eftir manni sínum sem var að leggja rafmagn fyrir Sverrir væru búnar að stofna saumaklúbb sem héti Beðið saman :)
Hjá Sverrir fékk ég góða hluti líka, nýja tíma keðjur og önnur í setti með tíma hjólum, ventilstýringar ventla, pinjóns pakkdósir, kúplingsbarka og bensíndælur með handfangi gamlar en í lagi.
þakka Sverri fyrir það.

Mynd

Mynd

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 20 Des 2014, 19:31
af hallif
Við áttum báðir afmæli í gær hann 12-19-41 73 ég 12-19-59 55

Mynd

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 21 Des 2014, 04:37
af Hinrik_WD
Til hamingju með daginn, báðir tveir :)

Re: MB Slat Grill ,105232.19-12-41

PósturSent inn: 23 Des 2014, 23:33
af Gaui
hallif skrifaði:Við hjónin fóru góða ferð á norðurlandið farið og skoðað safnið í Stóragerði í Skagafirði og svo var farið til Björns Sverrissonar á Sauðarkróki og þar fékk ég nokkra góða hluti til dæmis bensínbrúsa sem er eins og ég hafði fengið áður framleiddur 1941 og er hann tinhúðaður eins og hinn,og hann verður notaður á GPW 47624, svo mjög saldgæfan stút fyrir brúsa ,
GPW hraðamælir, flauta með lúðri,afturljós,parkljós framan. Þakka Birni fyrir þetta.

Sunnudaginn var farið í Ystafell og þar er paradís á jörð fyrir bílaáhugamaninn,þar var komið kl 11 og farið er klukkan var farin að ganga fimm, þolimæðin hjá konunni verður að teljast góð, en er klukkan var að ganga fögur kom Sverrir að máli við mig og sagði að konan og önnur kona sem beið eftir manni sínum sem var að leggja rafmagn fyrir Sverrir væru búnar að stofna saumaklúbb sem héti Beðið saman :)
Hjá Sverrir fékk ég góða hluti líka, nýja tíma keðjur og önnur í setti með tíma hjólum, ventilstýringar ventla, pinjóns pakkdósir, kúplingsbarka og bensíndælur með handfangi gamlar en í lagi.
þakka Sverri fyrir það.

Mynd

Mynd
Ég á svona bensín brúsa, ég held að hann sé alveg eins, en búið að lóða kringum stútinn, vandamálið er að kunningi minn er með hann á Selfossi, mér væri heldur þægð í því að einhver sem kynni að meta fengi hann. Hann er í Smáratúni 16 Ragnar A Magnússon.